Vinnumarkaðsvefur

Vinnutími iðn- og tæknifólks samræmdur 1. febrúar 2024

Dagvinnutími skv. kjarasamningum iðnaðarmanna verður samræmdur í 36 virkar vinnustundir á viku frá og með 1. febrúar 2024.

Með iðnaðarmönnum er hér átt við einstaklinga sem starfa skv. kjarasamningum SA við Samiðn , RSÍ , VM , MATVÍS , Félag hársnyrtisveina og Grafíu .

Í dag eru í gildi þrjár vinnutímaskilgreiningar skv. kjarasamningum iðnaðarmanna:
(a) 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði þar sem samið hefur verið um vinnutímastyttingu á grundvelli gr. 5.11. í kjarasamningi samhliða niðurfellingu allra kaffitíma.
(b) 36 virkar vinnustundir og 15 mínútur á viku að jafnaði þar sem neysluhlé eru tekin og starfsfólk hefur kosið um styttingu vinnutíma á grundvelli gr. 5.13. í kjarasamningi.
(c) 37 virkar vinnustundir á viku að jafnaði þar sem neysluhlé eru tekin og starfsfólk hefur ekki kosið um styttingu vinnutíma á grundvelli gr. 5.13. í kjarasamningi.

Frá og með 1.2.2024 verður virkur vinnutími í kjarasamningi samræmdur í 36 virkar vinnustundir á viku. Breytingin hefur ekki áhrif á fyrirkomulag neysluhléa sem eru áfram tekin nema samkomulag sé um annað.

Viðvera starfsmanns fyrir fulla dagvinnu skv. kjarasamningi verður því 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði að viðbættum matar- og kaffihléum og öðrum ólaunuðum hléum frá vinnu.

Fyrsta skref atvinnurekanda er að kynna sér hver virkur vinnutími í dagvinnu á viðkomandi vinnustað er í dag en breytingin hefur ekki áhrif nema vinnutími í dagvinnu sé lengri. Sjá hér Reiknivél á virkum vinnutíma : excel skjal

Sé vinnutími í dagvinnu lengri en 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði er undir atvinnurekanda komið hvernig styttingin komi til framkvæmda. Sé fyrirhugað að styttingunni sé safnað upp og hún tekin út með öðrum hætti en daglega eða vikulega er rétt að það sé gert með samráði við starfsfólk. Sjá samningsform hér : word skjal

Sjá kynningu frá SA fyrir félagsmenn 15.1.2024 hér .

Síðast uppfært: 8. janúar 2024

Hvað er virkur vinnutími?

Hinn 1. apríl 2020 var tekinn upp virkur vinnutími hjá iðnaðarmönnum, þ.e. hætt að greiða fyrir kaffitíma en á móti hækkaði tímakaup í dagvinnu um 8,33% til að mæta fækkun greiddra tíma. Upptaka virks vinnutíma hafði engin áhrif á vinnudag starfsmanna, matar- og kaffitímar og mánaðarlaun breyttust því ekki (eða lítið). Sjá nánar um virkan vinnutíma hér . Með ofangreindum breytingum hefur virkur vinnutími á viku hins vegar styðst frá 2020 um 65 mínútur á viku eða úr 37 klst. og 5 mínútum í 36 klst.

Hverjir fá vinnutímastyttingu?

Vinnutímastytting iðnaðarmanna tekur til þeirra starfsmanna sem starfa skv. kjarasamningi SA við Samiðn, RSÍ, VM, MATVÍS, Grafíu og Félag hársnyrtisveina.

Nokkur frávik eru:

  • Ef vinnutími starfsmanns, m.v. umsamið starfshlutfall, er þegar styttri en 36 virkar vinnustundir í dagvinnu á viku að jafnaði.
  • Starfsmenn á tímakaupi fá í stað styttingar hærra tímakaup vegna lækkunar deilitölu dagvinnutímakaups. Þó frávik, sjá neðar.

Hvenær tekur vinnutímastyttingin gildi?

Vinnutímastytting kjarasamningsins tekur gildi hinn 1.2.2024. Vinnutími styttist einvörðungu sé dagvinnutími þegar lengri en skv. kjarasamningi.

Hver verður vinnutíminn í dagvinnu?

Frá og með 1.2.2024 verður virkur vinnutími í kjarasamningi samræmdur í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði.

Það jafngildir 7 klst. og 12 mínútum í virkan vinnutíma að jafnaði á dag hjá þeim sem vinna fimm daga vikunnar. Viðvera á dag þar sem tekið er 30 mínútna launalaust matarhlé og 35 mínútna launalaus kaffihlé er 8 klst. og 17 mínútur. Viðvera á dag skv. kjarasamningi styttist svo þegar neysluhlé eru stytt. Sé þannig einungis tekið 30 mínútna hádegisverðarhlé og 15 mínútna kaffihlé á dag er viðvera 7 klst. og 57 mínútur.

Hvað ef vinnutími er þegar styttri en skv. kjarasamningi?

Ef starfsmaður er þegar að skila færri tímum m.v. umsamið starfshlutfall en kjarasamningur kveður á um þá kemur ekki til frekari vinnutímastyttingar.

Hver er vinnutímastytting verkafólks?

Verkafólk: Heimilt er að semja um styttingu vinnutíma á hverjum vinnustað samhliða niðurfellingu kaffitíma á grundvelli ákvæða 5. kafla kjarasamninga um fyrirtækjaþátt líkt og hjá iðnaðarmönnum. Atvinnurekandinn á að fá bætta nýtingu vinnutíma og aukna framleiðni á móti vinnutímastyttingu.

Verkafólk sem fær ekki styttingu með þessum hætti á ekki einhliða rétt líkt og iðnaðarmenn á vinnutímastyttingu.

Í þeim tilvikum sem iðnaðarmenn starfa við hlið verkafólks getur vinnuveitandi þurft að meta hvort skoða þurfi vinnutíma verkamanna með hliðsjón af breytingum iðnaðarmanna.

Hvað ef starfsmaður er í stéttarfélagi iðnaðarmanna en ekki í iðnaðarmannastarfi?

Dæmi eru um að starfsmenn eigi aðild að ofangreindum stéttarfélögum án þess þó að gegna starfi sem fellur undir kjarasamning viðkomandi stéttarfélaga við SA.

Ef vinnuveitandi hefur samið við starfsmann um að kjarasamningur hlutaðeigandi stéttarfélags eigi samt sem áður við um kjör hans og þar með vinnutími, þá þarf að útfæra vinnutímastyttingu.

Ef ekki hefur verið samið um að hlutaðeigandi kjarasamningur iðnaðarmanna eigi við og ljóst að annar kjarasamningur nær til starfsins þá á vinnutímastyttingin ekki við.

Hvað ef starfsmaður er ekki í stéttarfélagi iðnaðarmanna en vinnur starf sem fellur undir kjarasamning iðnaðarmanna?

Kjarasamningar iðnaðarmanna eru lágmarkskjarasamningar vegna starfa sem falla undir hvern og einn kjarasamning iðnaðarmanna. Það þýðir að samningurinn nær til starfsmanna í þessum störfum óháð því hvort þeir eru félagar í stéttarfélagi eða ekki.

Ef starfsmaður er félagsbundinn í öðru stéttarfélagi en sinnir hins vegar starfi sem fellur undir kjarasamning iðnaðarmanna þá getur vinnutímastytting átt við, sjá hér að ofan.

Við erum með sveigjanlegan vinnutíma. Á vinnutímastytting við?

Þegar starfsmenn eru með sveigjanlegan vinnutíma þá hefur vinnutímastytting minni þýðingu en ella. Starfsmaður getur t.d. mætt til vinnu á tímabilinu 8 – 9, hann getur tekið lengra hádegishlé ef sinna þarf einkaerindum eða tekið styttra hlé yfir daginn til að fara fyrr heim. Vinnutímastytting um 9 mín. á dag hefur því takmarkaða þýðingu. Þar sem starfsmaður á ekki kröfu um uppsöfnun vinnutímastyttingar þá þarf að skoða hvort og þá með hvaða hætti vinnutímastytting kemur til framkvæmda. Helst kemur til álita að formbinda betur réttinn til að „skreppa“, sbr. umfjöllun hér neðar.

Fá allir iðnaðarmenn vinnutímastyttingu?

Iðnaðarmenn er ekki einsleitur hópur og mismunandi nálgun getur því verið nauðsynleg.

Ef iðnaðarmaður er í starfi með bundna viðveru þá verður ekki hjá því komist að stytta daglegan eða vikulegan vinnutíma. Uppsöfnun vinnutímastyttingar kemur einnig til greina.

Ef iðnaðarmaður er með sveigjanlega viðveru, þ.e. getur t.d. sinnt einkaerindum á vinnutíma innan skynsamlegra marka, þá getur vinnutímastytting verið á því formi að þessi sveigjanleiki verði formfestur og verði hluti vinnutímastyttingar. Sjá dæmi í samningsformum.

Sömu reglur og um undirmenn gilda um iðnaðarmenn sem sinna verkstjórn og starfa skv. kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Sambands stjórnendafélaga hins vegar, sbr. gr. 1.8. í viðkomandi kjarasamningi .

Iðnaðarmenn með háskólamenntun eiga oft á tíðum aðild að stéttarfélögum háskólafólks og ráðningarsamningar gerðir á grundvelli kjarasamninga SA við félög háskólamanna . Vinnutímaákvæði háskólafólks gilda þá um starfsmanninn.

Ef iðnaðarmaður er á tímakaupi og ráðinn til að vinna á tilteknu tímabili dagsins í hlutastarfi kemur ekki til vinnutímastyttingar. Tímakaup hækkar aftur á móti vegna lækkunar á deilitölu dagvinnutímakaups auk þess sem yfirvinna hefst fyrr ef starfsmaður vinnur umfram fulla vinnuskyldu.

Hvaða með sérfræðinga og stjórnendur?

Sérfræðingar og stjórnendur sem ráðnir eru á föst mánaðarlaun hafa alla jafna töluvert svigrúm til að skipuleggja vinnutíma sinn og eru fyrst og fremst ráðnir til að sinna tilteknum verkefnum. Þar sem starfsmaður á ekki kröfu um uppsöfnun vinnutímastyttingar þá kemur vinnutímastytting alla jafna ekki til framkvæmda hjá þessum aðilum.

Breyting á deilitölum og vinnuskilum

Frá og með 1. febrúar 2024 verður deilitala dagvinnutímakaups og full vinna á mánuði í dagvinnu 156 klst.

Yfirvinna 2 greiðist fyrir vinnu umfram 40 klst. á viku að meðaltali á mánuði / launatímabili.

Hvað með starfsmenn í hlutastarfi?

Vinnutímastytting niður í 36 virkar vinnustundir á viku á við um fullt starf skv. kjarasamningi. Starfsmenn í hlutastarfi eiga rétt á hlutfallslegri styttingu.

Hvaða áhrif hefur vinnutímastytting á yfirvinnu?

Yfirvinnukaup breytist ekki og verður áfram sama hlutfall mánaðarlauna fyrir dagvinnu.

Verður einhver breyting á kaffitímum?

Matar- og kaffitímar breytast ekkert í tengslum við vinnutímastyttinguna 2022 á grundvelli staðlaðs, valkvæðs fyrirtækjaþáttar.

Það er hins vegar ekkert sem bannar atvinnurekanda og starfsmönnum að ræða samhliða um fyrirkomulag kaffitíma og hvort bæta megi skipulag vinnudagsins og auka framleiðni.

Hvaða útfærslur eru í boði?

Í kjarasamningi SA og iðnaðarmanna eru nefnd dæmi um framkvæmd vinnutímastyttingar:

  • Hver dagur styttist um 9 mínútur (m.v. fullt starf)
  • Hver vika styttist um 45 mínútur (m.v. fullt starf)
  • Safnað upp innan ársins
  • Vinnutímastytting með öðrum hætti

Hér að neðan er fjallað um hvern og einn möguleika.

Dagleg stytting - útfærsla?

Mögulegar útfærslur sem atvinnurekandi tekur ákvörðun um:

  • Einn dagur í viku styttist, t.d. föstudagur.
  • Þrír dagar í viku styttast
  • Önnur útfærsla.

Starfsmenn á tímakaupi fá jafnan hækkun á tímakaupi í stað vinnutímastyttingar.

Vikuleg stytting - útfærsla?

Mögulegar útfærslur sem atvinnurekandi tekur ákvörðun um:

  • Einn dagur í viku styttist, t.d. föstudagur.
  • Þrír dagar í viku styttast
  • Önnur útfærsla.

Starfsmenn á tímakaupi fá jafnan hækkun á tímakaupi í stað vinnutímastyttingar.

Mánaðarleg vinnutímastytting - hver er hún?

Rauðir dagar og orlofsdagar styttast með sama hætti og aðrir dagar og starfsmaður á ekki rétt á viðbótarstyttingu þótt rauður dagur falli á vinnuvikuna. Um 6 klst. af árlegri vinnutímastyttingu fellur á þessa daga.

Árleg vinnutímastytting, að teknu tillit til orlofs og rauðra daga, er um 11,25 klst. á ári m.v. 15. mín. styttingu á viku en 45 klst. á ári m.v. 60 mín. styttingu, sjá næsta lið um uppsöfnun innan ársins. Vinnutímastytting á mánuði er í ljósi framangreinds að jafnaði 56,25 mínútur m.v. 15 mín. styttingu á viku en 3 klst. og 45 mín. m.v. 60 mín. styttingu á viku.

Uppsöfnun innan ársins - útfærsla?

Samið var um styttingu vinnuvikunnar en ekki aukið orlof! Því ber að forðast uppsöfnun og úttekt í heilum dögum.

Stytting er 3 mín. á dag m.v. fullt starf hafi virkur vinnutími verið 36 klst. og 15 mínútur á viku en 12 mín. á dag hafi virkur vinnutími verið 37 klst. á viku. Það þýðir að hægt er að safna upp, með samkomulagi, 3/12 mín. (eftir því hvort við á) x vinnudagar starfsmanns á ári. Einungis unnir dagar eru taldir þegar uppsöfnun er með þessum hætti.

Starfsmaður sem er einungis frá vinnu sem nemur lágmarksorlofi (24 dögum) og rauðum dögum (11 dögum að jafnaði) starfar í 225 daga á ári. Stytting vinnutíma er þá 225 x 3 mín. = 675 mín. á ári eða 11,25 klst. á ári m.v. 15 mín. styttingu á viku en 225 x 12 mín. = 2700 mín. á ári eða 45 klst. á ári m.v. 60 mín. styttingu á viku.

Fjarvistir starfsmanns, s.s. launalaust leyfi eða veikindafjarvistir, skerða þessa styttingu. Sjá nánar hér neðar um veikindi á styttri vinnudögum.

Blönduð leið?

Kjarasamningurinn opnar á vinnutímastyttingu með öðrum hætti. Útfæra má daglega styttingu, vikulega styttingu eða uppsöfnun innan ársins með þeim hætti sem helst hentar starfseminni.

Blönduð leið er því fær, t.d.:
A. Styttri dagleg viðvera og lengri matarhlé.
B. Samspil vikulegrar styttingar og uppsöfnun í hálfa/heila frídaga.
C. Samspil vikulegrar styttingar og skilgreinds „persónulegs tíma“ starfsmanns. Sjá nánar í næsta lið.

Er rétt að formbinda "skreppið" sem lið í vinnutímastyttingu?

Ónýtt vinnutímastytting - fyrning?

Hvað ef starfsmaður er veikur á styttri vinnudegi?