16. september 2025
16. september
kl. 9:00 - 10:00

Afl upprunans með Gaute Høgh
Samtök atvinnulífsins bjóða til morgunverðarfundar í tilefni af endanlegri niðurstöðu dómstóls Evrópusambandsins, þar sem kröfum bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd um einkarétt á orðinu Iceland sem vörumerki innan ESB var hafnað. Á þessum tímamótum höfum við fengið til landsins frumkvöðulinn og markaðssérfræðinginn Gaute Høgh, stofnanda Co/PLUS, sem flytur fyrirlesturinn Afl upprunans. Þá munu Brynhildur Georgsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, ásamt fulltrúum atvinnulífsins, fjalla um málareksturinn og áhrif hans. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 16. september kl. 9.00 til 10.00 í Kaldalóni, Hörpu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.30. Fyrirlesturinn Afl upprunans fjallar um hvernig fyrirtæki geta nýtt sér eigin sérstöðu og arfleifð sem drifkraft í markaðssetningu og verðmætasköpun. Gaute Høgh hefur áratuga reynslu af því að byggja upp öflug vörumerki og hefur unnið fyrir heimsþekkt fyrirtæki á borð við Bang & Olufsen, Lego, Maersk og Norwegian, auk fjölda íslenskra fyrirtækja. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast hugmyndum leiðandi sérfræðings á sviði markaðssetningar á Norðurlöndum, fræðast um árangursríkar aðferðir og fá innblástur til að nýta uppruna og sérstöðu í rekstri. Vinsamlegast staðfestið þátttöku fyrir 12. september með því að skrá ykkur hér fyrir neðan.

02. október 2025
02. október
kl. 15:00 - 17:00

Ársfundur atvinnulífsins 2025
Fimmtudaginn 2. október 2025 fer fram Ársfundur atvinnulífsins í Silfurbergi, Hörpu. Fundurinn er stærsti árlegi viðburður Samtaka atvinnulífsins. Yfirskriftin í ár er „Krafturinn sem knýr samfélagið“, þar sem rýnt er í áhrif útflutnings á hagvöxt, samkeppnishæfni og verðmætasköpun – og hvernig fyrirtæki, stjórnvöld og hagsmunaaðilar geta eflt kraftinn saman. Húsið opnar kl. 14:30 og dagskráin stendur frá kl. 15 til 17. Að loknum fundi er boðið upp á kokteila og ljúfa tóna. Við hvetjum gesti til að tryggja sér sæti sem fyrst.
