Starfsemin

12. mars 2024

12. mars

kl. 09:00-11:00

CSRD fundaröð

SA og Podium ehf. taka höndum saman og halda morgunfundaröð um sjálfbærnilöggjöf CSRD og innleiðingu ESRS staðalsins. Tilgangur fundanna er að koma fræðslu til félagsmanna SA og aðildarsamtaka sem munu þurfa að skila inn upplýsingum skv. sjálfbærnireglugerð Evrópusambandsins CSRD og staðlinum ESRS, læra af þeim sem eru nú þegar byrjuð að máta sig við staðlana og eiga gagnlegt samtal. Næsti fundur er: 12. mars kl. 09:00 - 11:00 Borgartúni 35, Hylur Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu ESRS - Umhverfi Nálgun Icelandair á innleiðingu CSRD og umfjöllun um ESRS E1 og E2. Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkfræðingur í teymi Samskipta og sjálfbærni hjá Icelandair. Innleiðing Brims hf. á ESRS – praktísk nálgun og flóknari hugleiðingar (ESRS E3). Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi. Kaffihlé Hugað að lífheiminum - Líffræðileg fjölbreytni í sjálfbærniupplýsingagjöf (ESRS E4). Helena W. Óladóttir, sérfræðingur í sjálfbærniteymi KPMG. Hvar liggja tækifæri Sjóvá? (ESRS E5) Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu hjá Sjóvá. Næstu fundir:  ESRS - Félagslegir þættir - 16. apríl 09-10 ESRS – Stjórnarhættir -7.maí 09-10 Hægt er að skrá sig á staka fundi í fundaröðinni í skráningarforminu.

Allir viðburðir
Fræðsla
Global Compact
Jafnréttismál
Laun
Samfélagsábyrgð
Sjálfbærni
Umhverfismál
Vinnumarkaður