Starfsemin

15. janúar 2026

15. janúar

kl. 08:30 - 10:00

Skattadagurinn 2026

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram fimmtudaginn 15. janúar 2026 klukkan 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu. Léttur morgunverður er frá klukkan 8:00. Verð er kr. 4.500 og skráning fer fram hér. Skattadagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2004. Mjög góð þátttaka hefur verið á viðburðinn og ljóst er að hann hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.  DAGSKRÁ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður, meðeigandi Deloitte Legal Arnar Birkir Dansson hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Orri Hauksson stjórnarformaður First Water Fundarstjóri er Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.

11. febrúar 2026

11. febrúar

kl. 13:00 - 16:00

Menntadagur atvinnulífsins

Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?  Á íslenskum vinnustöðum fer fram ómetanleg menntun á hverjum degi. Þar öðlast fólk hæfni í nýrri tækni, þróar aðferðir og skapar verðmæti sem styrkja bæði fyrirtæki og samfélagið í heild. Þessi þekking er mikilvæg auðlind, en hún nýtist ekki til fulls nema með markvissu samstarfi atvinnulífs og menntakerfis.  Menntadagur atvinnulífsins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. febrúar frá 13:30 - 16:00, húsið opnar 13:00. Menntadagur atvinnulífsins er vettvangur þar sem fyrirtæki, menntastofnanir, stjórnvöld og aðrir hagaðilar koma saman til að ræða hvernig menntun getur betur mætt raunverulegum þörfum framtíðarinnar. Menntadagurinn er sameiginlegt verkefni SA og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins eru í forgrunni.

Allir viðburðir
Fræðsla
Global Compact
Jafnréttismál
Laun
Samfélagsábyrgð
Sjálfbærni
Umhverfismál
Vinnumarkaður