Starfsemin

13. nóvember 2025

13. nóvember

kl. 12:30 - 13:30

Fræðslufundur með VIRK

Fræðslufundur með VIRK Hvernig get ég dregið úr veikindafjarvistum og skapað sem heilbrigðast vinnuumhverfi? 13. nóvember 2025 kl. 12:30 - 13:30, Borgartún 35, 105 Reykjavík og í streymi   Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs VIRK kynna þau tæki og tól sem atvinnurekendur geta gripið til með það að leiðarljósi að skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan í vinnu og dregur úr veikindafjarvistum. Farið verður yfir hagnýt dæmi og spurningum svarað á staðnum.  Fundurinn er fyrir félagsmenn Samtaka atvinnulífsins og er þeim endurgjaldslaus.

24. nóvember 2025

24. nóvember

kl. 09:00 - 11:30

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 verður haldinn í tíunda sinn mánudaginn 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 - 11:30 undir yfirskriftinni Frá yfirlýsingum til árangurs. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku. Kastljósinu verður beint að gagnsæi, trúverðugleika og samkeppnishæfni í loftslags- og umhverfismálum. Í kraftmikilli dagskrá leiðir áhrifafólk í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu saman hesta sína. Dagurinn er byggður upp af tveimur lotum. Fyrri lotan tekur á gagnsæi sem forsendu trúverðugleika. Erindi: Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Pallborð: Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku stjórnar pallborði. Innslög frá fyrirtækjum: Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar Síðari lotan fjallar um samkeppnishæfni Íslands í ljósi umhverfisstefnu ESB. Erindi: Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, meðeigandi KREAB. Pallborð: Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Vigdís Diljá Óskardóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku stjórnar pallborði. Innslög frá fyrirtækjum: Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags- og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 Að lokum verða Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 veitt umhverfisfyrirtæki ársins 2025, umhverfisframtaki ársins 2025 auk þess sem framsækin fyrirtæki á sviði umhverfis- og loftslagsmála fá sérstök hvatningarverðlaun. Sigríður Margrét Oddsdóttir setur daginn og flytur lokaorð.

Umhverfismál

Allir viðburðir
Fræðsla
Global Compact
Jafnréttismál
Laun
Samfélagsábyrgð
Sjálfbærni
Umhverfismál
Vinnumarkaður