Aðild að Samtökum atvinnulífsins

Aðild að Samtökum atvinnulífsins er sæti við borðið þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í íslensku atvinnulífi og tækifæri til að hafa áhrif á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.

6

aðildarsamtök sem starfa á grunni atvinnugreina

2000+

aðildarfyrirtæki SA, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins

70%

launafólks á almennum vinnumarkaði starfar hjá aðildarfyrirtækjum SA

Hvað er innifalið í aðild að SA?
  • Vertu hluti af rödd atvinnulífsins

    SA er málsvari sinna fyrirtækja í almennum hagsmunamálum atvinnulífsins og þau samtök sem aðrir aðilar, s.s. stjórnvöld og stéttarfélög, leita samráðs við um mikilvæg málefni.

  • Starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja

    SA hafa jákvæð og mótandi áhrif á starfsumhverfi atvinnulífsins og stuðla að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri.

  • Aðgangur að rekstrarráðgjöf

    Rekstrarráðgjafi svarar almennum spurningum félagsmanna um rekstur sem og aðstoðar félagsmenn við rekstrargreiningu og endurskipulagningu.

  • Greiningar á skilyrðum og horfum í atvinnulífinu

    SA eru með puttann á púlsinum og aðstoða fyrirtæki sín við að fylgjast með rekstrarumhverfinu með öflugum greiningum og upplýsingagjöf.

  • Taktu þátt í mótun laga og reglna

    SA eru virkir þátttakendur í mótun laga og reglna sem tengjast í íslensku atvinnulífi og með aðild hefur þú kost á að hafa áhrif á lög og reglur í landinu.

  • Aðgangur að sérfræðiþjónustu

    SA þjónustar félagsmenn með lögfræðilega aðstoð við túlkun kjarasamninga og stjórn starfsmannamála, sem hafa að gera með ráðningar, uppsagnir, vinnutíma, veikindarétt, orlof og fleira.

  • SA sér um gerð kjarasamninga

    SA sér um gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sem falið hafa SA umboð til þess.

  • Samskipti fyrir þína hönd við stéttarfélög

    SA gegna sambærilegu hlutverki fyrir fyrirtæki sín og stéttarfélög gæta fyrir starfsmenn og geta því séð um ýmis ágreiningsmál við starfsmenn sem upp geta komið í starfsmannahaldinu.

  • Málflutningur fyrir Félagsdómi

    SA sinnir málflutningi fyrir Félagsdómi og almennum dómstólum í fordæmisgefandi málum á sviði vinnuréttar og verndar þannig hagsmuni sinna aðildafyrirtækja.

Hvað segja
félagsmenn SA?

Sækja um aðild að SA

Hafðu áhrif á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja með því að gerast aðildarfélagi SA.