Raða eftir
Stafrófsröð (A-Ö)
A1 vottorð
A1 vottorð (áður E 101) segir til um hvaða almannatryggingalöggjöf launþegi / sjálfstætt starfandi einstaklingur fellur meðan á starfstíma erlendis stendur og er sönnun þess að starfsmaður falli undir tryggingalöggjöf þess lands sem gefur út vottorðið.
Ákvörðun um áframhaldandi aðild að almannatryggingakerfi heimalands felur í sér að einstaklingur er sjúkra- og slysatryggður og safnar lífeyrisréttindum í heimalandi.
Einstaklingur sækir um A1 vottorð ef hann er sendur af vinnuveitanda til að starfa tímabundið í öðru EES-landi, ætlar að starfa sjálfstætt í öðru EES-landi eða starfa í fleiri en einu EES-landi.
Sjá nánar á vef Tryggingastofnunar.
Aðilaskipti að fyrirtækjum
Hvaða eru aðilaskipti? Með aðilaskiptum er átt við yfirtöku / samruna fyrirtækja eða framsal hluta atvinnurekstrar (efnahagslegrar einingar sem heldur einkennum sínum) frá einum vinnuveitanda til annars, sbr. lög nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum.
Hvaða reglur gilda við aðilaskipti?
Við aðilaskipti tekur nýr vinnuveitandi yfir réttindi og skyldur samkvæmt ráðningarsamningum starfsmanna.
Nýjum vinnuveitanda er skylt að virða áfram launakjör og starfsskilyrði samkvæmt kjarasamningi með sömu skilyrðum og giltu fyrir framseljanda þar til kjarasamningi verður sagt upp eða hann rennur út eða þar til annar kjarasamningur öðlast gildi eða kemur til framkvæmda.
Þá er eldri vinnuveitanda óheimilt að segja starfsmanni upp störfum fyrir aðilaskiptin og nýjum vinnuveitanda eftir þau nema efnahagslegar, tæknilegar eða skipulagslegar ástæður séu fyrir hendi sem hafa í för með sér breytingar á starfsmannahaldi fyrirtækis.
Aðvörun
Skrifleg áminning er almennt forsenda þess að vinnuveitanda sé heimilt að rifta ráðningarsambandi án greiðslu launa á samningsbundnum uppsagnarfresti. Með áminningu er starfsmanni gerð grein fyrir brotinu og gefinn kostur á að bæta ráð sitt.
Sjá nánar um áminningu, form og efni, á vinnumarkaðsvefnum undir riftun (fyrirvaralaus uppsögn).
Afturköllun uppsagnar
Uppsögn er bindandi frá þeim tíma sem hún er komin til móttakanda, eða hann á þess kost að kynna sér efni hennar. Uppsögn verður því ekki dregin einhliða til baka.
Sé uppsögn dregin til baka er í raun um tilboð að ræða um áframhaldandi vinnu. Gagnaðila er þá frjálst að samþykkja eða hafna slíku tilboði.
Afþreyingar- og ferðaþjónusta, samningur SA/VR
Sérkjarasamningur SA og VR/LÍV gildir um samsett störf (afgreiðslu- og
þjónustustörf) hjá afþreyingar- og ferðaþjónustufyrirtækjum,
þar sem starfsmenn sinna jafnt afgreiðslu, bókunum, símaþjónustu og sambærilegum verkefnum, samsett störf. Störf
sem falla undir samning þennan eru m.a. afgreiðsla í hvalaskoðunarfyrirtækjum, ferjum, bílaleigum, söfnum, leikhúsum,
hópferðabifreiðum og sala á ferðum inni á hótelum. Annar sérkjarasamningur SA og VR/LÍV gildir um gestamóttöku. Báðir þessir samningar eru hlut aðalkjarasamnings SA og VR/LÍV og má finna á bls. 81 - 87 í 2019 útgáfu kjarasamningsins.
Akkorð
Akkorð er vinna þar sem greiðsla tekur einungis mið af afköstum og er þá ekki greitt tímakaup. Dæmi um akkorð er ""mæling"" byggingamanna og ýmsir sérsamningar vegna verkafólks við beitningu og löndun á fiski. Ef samið er við verkafólk um vinnu í akkorði, sbr. 2. mgr.
greinar 14.1. í kjarasamningi SA og SGS/Eflingar, skal fylgt gildandi kjarasamningi aðildarfélags SGS sem um slíka vinnu gildir eða ráðningarsamningur borinn undir stéttarfélag til samþykktar, sbr. 7. gr. laga nr. 80/1938. Sérákvæði gilda um ákvæðisvinnu við ræstingarstörf skv. 22. kafla kjarasamnings SA og SGS/Eflingar.
Akstur í þágu vinnuveitanda
Ef starfsmaður leggur til eigin bifreið vegna aksturs í þágu atvinnurekanda ber að greiða honum akstursgjald eða semja með öðrum hætti um endurgjald fyrir notkun bifreiðar, s.s. ökutækjastyrk. XXX
Akstur til og frá vinnu
xxx
Aksturs- og hvíldartími ökumanna
Sérstakar reglur gilda um aksturs- og hvíldartíma ökumanna sem aka vöru- og farþegabifreiðum skv. reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.
Um aðra starfshópa gilda almennt ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og kjarasamninga. Sjá nánar um hvíldartíma.
Síðast uppfært: Október 2021
Akstursgjald
Með akstursgjaldi er almennt átt við það gjald sem greitt er starfsmanni vegna notkunar hans á eigin bifreið við starf sitt í þágu vinnuveitanda. Greitt er skv. km.gjaldi ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Í einstökum kjarasamningum geta verið frávik frá þessari reglu.
Upplýsingar um akstursgjald og dagpeninga vegna ferðalaga er að finna á vef fjármálaráðuneytisins.
Aksturskostnaður
Aksturskostnaður, þ.e. kostnaður starfsmanns vegna notkunar eigin bifreiðar í þágu vinnuveitanda, er greiddur skv. akstursbók / akstursskýrslu eða sem föst fjárhæð á mánuði á grundvelli notkunarsamnings. Sjá dæmi um notkunarsamning undir Form/Eyðublöð hér á vinnumarkaðsvefnum.
Aksturskostnaður skv. akstursbók er almennt greiddur skv. kílómetragjaldi sem ákvarðað er af ferðakostnaðarnefnd ríkisins. Kjarasamningar geta vikið frá þeirri reglu, t.d. kveðið á um fast gjald, lágmarksgreiðslu eða heimild til að semja á annan hátt.
Andlát starfsmanns
Ráðningarsamband slitnar
Ef starfsmaður andast slitnar ráðningarsambandið frá sama degi. Fer þá fram uppgjör launa eins og almennt er gert við starfslok.
Í kjarasamningi SA og verkstjóra eru þó sérákvæði um greiðslu launa eftir andlát í allt að þrjá mánuði. Sjá nánar 14. kafla kjarasamningsins.
Dánarbú tekur við réttindum
Við andlát verður til dánarbú sem tekur við öllum réttindum og skyldum hins látna. Því er vinnuveitanda óheimilt að greiða launin til maka eða annarra erfingja starfsmannsins.
Andlát af völdum slyss í starfi
Ef starfsmaður deyr af völdum slyss í starfi er eðlilegt að til skoðunar komi, í samráði við vátryggingafélag atvinnurekanda, að greiða áfram laun enda komi þær greiðslur til frádráttar dánarbótum eða eftir atvikum skaðabótum á grundvelli vátryggingar.
Annað hjálparefni
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög þess hafa haldið málstofur og gefið út eftirfarandi fræðsluefni um persónuvernd:
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS
Fræðslufundaröð vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, dags. 1. mars 2018
Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögfræðingur hjá SA - Persónuvernd
Málstofa SA og KPMG um nýja persónuverndarlöggjöf, dags. 27. september 2017
Glærur Mikko Viemerö, aðstoðarframkvæmdastjóri upplýsingaöryggis KPMG í Finnlandi - The General Data Protection Regulation - From Compliance to Accountability
Helga Grethe Kjartansdóttir , lögfræðingur Símanum - Síminn og persónuvernd
SAMORKA
Ný persónuverndarlöggjöf - hvað þýðir hún fyrir orku- og veitufyrirtæki?, dags. 6. október 2017
Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti hjá Landsbankanum - Áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á fyrirtæki og stofnanir
Olgeir Helgason, sérfræðingur í stjórnunarkerfum hjá OR - Undirbúningur innleiðingar hjá OR
SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
12 skrefa áætlun SAF / SVÞ um persónuvernd
Upplýsingafundur um persónuvernd og öryggi upplýsinga, dags. 5. desember 2017
Hörður Helgi Helgason - Hverju breyta nýjar persónuverndarreglur í raun?
Lárus M.K. Ólafsson - Breytingar á persónuverndarlöggjöf - Hverju ber að huga að?
SAMTÖK FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
eBay og persónuverndarreglugerð ESB, dags. 2. nóvember 2017
Innleiðing PSD II og GDPR, dags. 26. september 2017
Hrafnkell Óskarsson, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG - GDPR
Mikko Viemerö, aðstoðarframkvæmdastjóri upplýsingaöryggis KPMG í Finnlandi - GDPR IT infrastructure impacts
Paul Koetsier, aðstoðarframkvæmdastjóri tæknimála KMPG í Hollandi - Snertifletir PSD2 og GDPR
Málstofa SFF um persónuvernd, dags. 7. júní 2016
Hörður Helgi Helgason - Réttarreglur um fjármálafyrirtæki sem lúta að upplýsingaöryggi
Alma Tryggvadóttir - Ný Evrópureglugerð um persónuvernd: Breytingar á skyldum og ábyrgð fyrirtækja
SAMTÖK IÐNAÐARINS
Áhrif nýrra persónuverndarlaga á arkitekta og verkfræðistofur, dags. 12. september 2018
Hafliði K. Lárusson, lögmaður hjá Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu - Persónuvernd. Ný viðmið og auknar skyldur fyrirtækja .
Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits - Ný lög um persónuvernd - innleiðing
Ráðstefna Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, SUT, í samstarfi við Samtök iðnaðarins um tækni og persónuvernd, dags. 25. janúar 2018
Bragi Fjalldal, forstöðumaður vöruþróunar hjá Meniga - Þverfaglegt verkefnateymi í GDPR
Elfur Logadóttir, lögfræðingur - Innbyggð og sjálfgefin persónuvernd
Rebecca Turner, Trainline.co.uk - Data mapping - On the Journey to Accountability
Ben Westwood, eBay - Reviewing Process, Procedure and Reporting for GDPR
Er þitt fyrirtæki undirbúið fyrir breytingar á persónuverndarlögum?, dags. 12. desember 2017
Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, niðurstöður könnunar SI á meðal félagsmanna um persónuvernd
Arna Hrönn Ágústsdóttir, lögfræðingur og CIPP/E hjá Nýherja, Mikilvægi starfsmannaþjálfunar við innleiðingu GDPR
Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri ferla og öryggis hjá Sensa, Ný persónuverndarlög - maí 2018 .. og hvað svo?
Fundur Samtaka iðnaðarins um nýja persónuverndarlöggjöf, dags. 7. apríl 2017
Vigdís Eva Líndal, verkefnisstjóri EES-mála hjá Persónuvernd - Persónuvernd - lykilatriði í rekstri
Hafliði K. Lárusson, lögmaður og sérfræðingur í persónuverndarrétti hjá Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu - Persónuvernd - helstu atriði við aðlögun fyrirtækja að nýjum reglum
SVÞ - SAMTÖK VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTU
Gátlisti EuroCommerce vegna GDPR
Gátlisti EuroCommerce vegna persónuverndar
12 skrefa áætlun SAF / SVÞ um persónuvernd
Upplýsingafundur um persónuvernd og öryggi upplýsinga, dags. 5. desember 2017
Hörður Helgi Helgason - Hverju breyta nýjar persónuverndarreglur í raun?
Lárus M.K. Ólafsson - Breytingar á persónuverndarlöggjöf - Hverju ber að huga að?
Breytingar á persónuverndarlöggjöf, 17. nóvember 2016
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar - Ný Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis
Vigdís Eva Líndal, verkefnisstjóri EES-mála hjá Persónuvernd - Skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að
ANNAÐ EFNI
Félagsmönnum er einnig bent á að kynna sér heimasíðu Persónuverndar og álit sérfræðingahóps Evrópusambandsins um persónuvernd (29. gr. hópurinn).
Síðast uppfært: Sept. 2018
Apótek, kjarasamningar VR og LFÍ
"Samtök atvinnulífsins gera tvo kjarasamninga sem ná til starfsfólks apóteka.
Kjarasamningur SA og Lyfjafræðingafélags Íslands er ótímabundinn kjarasamningur sem nær til lyfjafræðinga. Samningurinn er án launataxta og launabreytinga og byggja launakjör lyfjafræðinga á því sem um semst á markaði.
Kjarasamningur SA og VR/LÍV nær til afgreiðslufólks og lyfjatækna í apótekum. Í sérkjarasamningi sem fylgir kjarasamningum (bls. 80 í 2019 útgáfu) er kveðið á um launataxta lyfjatækna en um laun afgreiðslufólks og lyfjatæknanema fer skv. aðalkjarasamningi. Einnig er kveðið á um skófatnað / skópeninga þar sem krafist er sérstaks skófatnaðar við vinnu."
Atvinnuleyfi
Um atvinnuréttindi útlendinga á Íslandi gilda lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendingaog reglugerð nr. 339/2005 um atvinnuréttindi útlendinga. Um réttindi útlendinga til að dveljast hér á landi gilda lög nr. 80/2016 um útlendinga.
Atvinnurekandi sem vill ráða til starfa útlending sem er ríkisborgari frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríkis eða Færeyja skal sækja um og vera búinn að fá útgefið atvinnuleyfi áður en útlendingur hefur störf.
Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga eru til staðar 7 ólíkar tegundir af tímabundnum atvinnuleyfum, en þau eru:
- Tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar
- Tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli
- Tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk
- Tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna
- Tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar
- Tímabundið atvinnuleyfi vegna náms
- Tímabundið atvinnuleyfi vegna sérhæfðra starfsmanna á grundvelli þjónustusamnings eða samstarfssamnings um kennslu-, fræði- eða vísindastörf.
Sjá nánar um atvinnuleyfi á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Atvinnuleyndarmál
Um atvinnuleyndarmál er fjallað í 16. gr. c. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005.
Ákvæðum laganna er ætlað að veita þeim þáttum í starfsemi fyrirtækja vernd sem mikilvægt er vegna samkeppnisstöðu að haldið sé leyndum. Um geta verið að ræða ýmis rekstrarleyndarmál, s.s. tæknilegar ráðstafanir sem nýttar eru við framleiðslu á vöru.
Hvað er atvinnuleyndarmál?
Til að um atvinnuleyndarmál geti verið að ræða þarf að liggja fyrir þekking sem sé sérstaklega bundin við viðkomandi rekstur, skipti máli fyrir starfsemina og starfsmanni sé kunnugt um eða liggi í hlutarins eðli að ætlast sé til leyndar.
Óheimilt að hagnýta atvinnuleyndarmál
Starfsmanni er óheimilt að hagnýta sér atvinnuleyndarmál vinnuveitanda síns eða miðla þeim til annarra. Bannið gildir á meðan á ráðningu stendur og þrjú ár frá því að starfi er lokið eða samningi slitið.
Sjá nánar um atvinnuleyndarmál.
Atvinnuleysistryggingasjóður
Atvinnuleysistryggingasjóður er sjóður sem fjármagnaður er með atvinnutryggingagjaldi og hefur það hlutverk að tryggja launamönnum og sjálfstætt starfandi einstaklingum tímabundna fjárhagsaðstoð meðan þeir eru að leita sér að nýju starfi eftir að hafa misst fyrra starf sitt, sbr. lög nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.
Atvinnurekendur greiða sérstakt atvinnutryggingagjald sem innheimt er með almennu tryggingagjaldi, sbr. lög nr. 113/1990.
Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Atvinnusjúkdómur
Með hugtakinu atvinnusjúkdómur er átt við sjúkdóm, sem á frumorsakir sínar að rekja til starfs viðkomandi.
Sérstakur 3 mánaða dagvinnulaunaréttur stofnast skv. kjarasamningum og lögum nr. 19/1979 vegna staðfestra atvinnusjúkdóma.
Vinnuveitandi getur þar að auki orðið skaðabótaskyldur vegna tjóns sem starfsmaður verður fyrir af völdum ófullnægjandi og skaðlegs vinnuumhverfis.
Sjá nánar um atvinnusjúkdóma.
Atvinnutengdur sjúkdómur
Hugtakið atvinnutengdur sjúkdómur er skilgreint svo í reglugerð um tilkynningu og skráningu atvinnusjúkdóma, nr. 540/2011:
Sjúkdómur eða sjúkdómsástand sem kemur fram, versnar eða ágerist vegna vinnu eða aðstæðna í starfsumhverfi en telst þó ekki orsakast beint af vinnu eða aðstæðum í starfsumhverfi.
Ekki stofnast sérstakur veikindaréttur vegna atvinnutengdra sjúkdóma eins og gildir um atvinnusjúkdóma, sjá Atvinnusjúkdómur.
Sjá nánar um atvinnutengda sjúkdóma.
Atvinnutryggingagjald
Tryggingagjald samkvæmt lögum um tryggingagjald nr. 113/1990 skiptist í almennt tryggingagjald og atvinnutryggingagjald. Atvinnutryggingagjaldi er ætlað að standa straum af útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs.
Auglýsing starfa
Ekki er skylt að auglýsa laus störf á almennum vinnumarkaði.
Ef starf er hins vegar auglýst verður auglýsing að vera hlutlaus gagnvart kyni umsækjanda nema gild rök mæla með því að einungis sé auglýst eftir öðru kyninu, sbr. 3. mgr. 26. gr. jafnréttislaga nr. 10/2008.
Sjá nánar um auglýsingar vegna starfa og upplýsingagjöf um laus störf innan fyrirtækis í umfjöllun um ráðningar starfsmanna hér á vinnumarkaðsvefnum.
Auglýsingar, val og skorður
Áður en ráðningarferli hefst þurfa vinnuveitendur að ákveða hvort auglýsa eigi starf eða leita annarra leiða við leit að nýjum starfsmanni. Einnig þarf vinnuveitandi að þekkja þau lög, reglur og kjarasamninga sem um starfið gilda:
- Hvaða reglur gilda um auglýsingar starfa?
- Er rétt að leita til ráðningarfyrirtækis eða annars sérhæfðs fyrirtækis á sviði mannauðsmála?
- Eru sérstakar kröfur til starfsins í lögum, t.d. hvað varðar aldur, réttindi eða menntun?
- Hvaða kjarasamningur gildir um starfið?
- Hvaða upplýsingar og gögn er rétt að krefja umsækjendur um?
Ábyrgðartrygging
Frjálsri ábyrgðartryggingu atvinnurekanda er ætlað að mæta skaðabótaábyrgð sem fellur á hann vegna tjóns þriðja aðila og er því ein af þeim mikilvægu tryggingum sem atvinnurekendur kaupa vegna starfsemi sinnar.
Atvinnurekanda er hins vegar skylt að kaupa slysatryggingu vegna launþega sinna á grundvelli ákvæða kjarasamninga um dánar-, slysa- og örorkutryggingar. Sjá nánar um slysatryggingu launþega.
Ábyrgðasjóður launa
Ábyrgðasjóður launa ábyrgist við gjaldþrot vinnuveitanda greiðslu krafna um vangoldin laun, bætur vegna slita á ráðningarsamningi, orlof, bætur vegna vinnuslysa og lífeyrissjóðsiðgjöld.
Ábyrgð sjóðsins er háð því skilyrði að krafa sé viðurkennd sem forgangskrafa skv. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Um Ábyrgðasjóð launa gilda lög nr. 88/2003.
Áfengismeðferð
...
Ákvæðisvinna við ræstingar
Um ákvæðisvinnu við ræstingar er fjallað í 22. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar.
Ákvæðisvinna
Í nokkrum kjarasamningum hefur verið samið um fyrirkomulag ákvæðisvinnu.
Hvað er ákvæðisvinna?
Ákvæðisvinna er samheiti fyrir bónus og premíulaunuð störf.
Með bónus er átt við afkastatengt launakerfi sem kemur til viðbótar umsömdu tímakaupi og hækkar í hlutfalli við afköst umfram lágmarksviðmið.
Með premíu er átt við umsamda upphæð á framleidda einingu til viðbótar umsömdu tímakaupi.
Heimilt að semja um ákvæðisvinnu
Atvinnurekanda er heimilt að semja við starfsmann um ákvæðisvinnu, þótt ekki sé kveðið á um hana í kjarasamningi. Laun starfsmanns geta þó í þeim tilvikum aldrei verið lægri en samkvæmt kjarasamningi.
Akkorð
Til aðgreiningar frá ákvæðisvinnu er akkorð, þ.e. vinna þar sem greiðsla tekur einungis mið af afköstum. Þá er ekki greitt tímakaup. Dæmi um akkorð er „mæling“ byggingamanna.
Áminning
Skrifleg áminning er almennt forsenda þess að vinnuveitanda sé heimilt að rifta ráðningarsambandi án greiðslu launa á samningsbundnum uppsagnarfresti. Með áminningu er starfsmanni gerð grein fyrir brotinu og gefinn kostur á að bæta ráð sitt.
Sjá nánar um áminningu, form og efni, á vinnumarkaðsvefnum undir riftun (fyrirvaralaus uppsögn).
Áttin
Áttin er vefgátt, sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum og gerir fyrirtækjum kleift að sækja um styrki fyrir sitt starfsfólk þótt það eigi aðild að mismunandi fræðslusjóðum.
Sjóðirnir sem standa að Áttinni eru IÐAN fræðslusetur, Landsmennt, Menntasjóður Verkstjórasambandsins og SA, Rafiðnaðarskólinn, Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóður verslunarinnar.
Ætla má að sjóðirnir nái til um 110-120 þúsund starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum eða um 75-80% starfsmanna á þeim vinnumarkaði.
Sjá nánar á vef Áttarinnar.
Áunnin réttindi vegna starfa erlendis
Starfsmenn geta flutt með sér áunnin réttindi vegna starfa erlendis verði starfið talið sambærilegt.
Starfsmenn þurfa að færa sönnur á starfstíma með vottorði frá fyrri vinnuveitanda.
Sjá ákvæði um áunnin réttindi í kafla kjarasamninga um uppsagnarfrest og endurráðningu.
Áunnin réttindi
Endurráðning til sama vinnuveitanda
Í kjarasamningum er tryggt að starfsmaður haldi áunnum réttindum sínum við endurráðningu til sama vinnuveitanda, s.s. rétti til orlofs og launa í veikindum.
Almennt haldast öll réttindi við endurráðningu innan árs og í allt að fimm ár frá starfslokum.
Ákvæði kjarasamninga um áunnin réttindi ná til lágmarkskjara og réttinda skv. kjarasamning en ekki yfirborgana og viðbótarkjara skv. ráðningarsamningi. Atvinnurekanda er heimilt við endurráðningu að bjóða starfsmanni kjör án yfirborgunar sem starfsmaður naut á fyrra starfstímabili, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 5/2001.
Sama starfsgrein
Í vissum tilvikum geta starfsmenn flutt réttindi milli vinnuveitenda í sömu starfsgrein.
Reglur um áunnin réttindi eru mismunandi milli kjarasamninga og því nauðsynlegt að kanna hvernig þeim er háttað í hverju tilfelli.
Samfellt starf
Ef tiltekin réttindi skv. kjarasamningi miðast við árafjölda í „samfelldu starfi“ þá eru starfstímabil ekki lögð saman við mat á réttindum, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 381/2010.
Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað
Það er skylda fyrirtækja að tryggja góðan aðbúnað á vinnustað, heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi. Í því felst meðal annnars að greina þá áhættuþætti sem falist geta í vinnuumhverfinu og framkvæma skriflegt áhættumat.
Samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati. Markmiðið er að stuðla að öryggi og heilbrigði starfsfólks og koma í veg fyrir heilsutjón vegna vinnunnar eða vinnuumhverfisins.
Í áhættumati skal vinnuveitandi m.a. greina áhættuþætti eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustaðnum. Sjá nánar hér um forvarnir og viðbrögð þegar mál koma upp.
Bakvaktir
Þegar vinnuveitandi setur á bakvakt skal starfsmaður vera reiðubúinn að sinna útkalli.
Með útkalli er átt við kvaðningu til vinnu sem felur í sér að starfsmaður þarf að mæta á tiltekinn vinnustað.
Þótt bakvaktir séu fyrst og fremst skipulagðar vegna útkalla þá þekkist einnig að bakvaktir séu settar á vegna símaaðstoðar við viðskiptamenn og fjarvinnu / fjarlausna utan almenns afgreiðslutíma. Slík vinna telst ekki vera „útkall", sbr. dóma Félagsdóms í máli nr. 6/2003 og máli nr. 1/2022 , og þarf því að semja sérstaklega um greiðslu fyrir þá vinnu.
Í kjarasamningum SA og félaga iðnaðarmanna eru ákvæði um þjónustu utan bakvakta með fjarlausnum og símhringingum, sbr. m.a. gr. 2.6. í kjarasamningi RSÍ, gr. 2.12. í kjarasamningi VM og gr. 2.11. í kjarasamningi Samiðnar. Gert er ráð fyrir að samið sé um þóknun sem tekur m.a. mið af tíðni, vinnuframlagi, viðbragðskröfu og á hvaða tíma sólarhrings vænta má að veita þurfi þjónustuna.
Bakvaktarálag
Bakvaktarálag er almennt með tvennum hætti, 33% af dagvinnutímakaupi fyrir hverja klst. á bakvakt þar sem starfsmaður „er bundinn heima við síma" og 16,5% þegar ekki er krafist tafarlausra viðbragða af hálfu starfsmanns. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 11/2011 var vísað til þess að starfsmaður hafi á bakvakt ekki verið bundinn heima við og var kröfu hans um 33% bakvaktarálag því hafnað.
Ef gerð er krafa um að starfsmaður sinni útkalli án tafar þannig að bakvakt feli í sér mikla bindingu þá er rétt að semja um bakvaktarálag sem er nær 33% en 16,5%, jafnvel þótt starfsmanni sé ekki skylt að vera heima við þann tíma sem hann er á bakvakt.
Í kjarasamningum SA og félaga iðnaðarmanna er bakvaktarálag bundið viðbragðstíma og miðast 33% bakvaktarálag við að starfsmaður þurfi að vera reiðubúinn að sinna útkalli með skömmum fyrirvara (innan klukkustundar). Ef ekki er gerð krafa um svo skamman viðbragðstíma er greitt lægra álag, sjá nánar viðkomandi kjarasamninga.
Bakvaktarálag reiknast sem hlutfall af dagvinnutímakaupi. Er ekki er um annað samið er miðað við dagvinnutímakaup hlutaðeigandi starfsmanns. Heimilt er að semja um álag sem er hlutfall af tímakaupi skv. kjarasamningi. Rétt er að tilgreina þann grunntaxta í samkomulag um vinnu á bakvakt.
Á sérstökum frídögum, þ.e. helgidögum - og stórhátíðardögum / rauðum dögum, er greitt hærra bakvaktarálag, 50% í stað 33% álags og 25% í stað 16,5% álags. Laugardagar og sunnudagar teljast ekki til sérstakra frídaga í þessum skilningi og greiðist almennt álag þá daga.
Í ákvæðum kjarasamninga um bakvaktir geta verið sérákvæði um greiðslur fyrir útköll sem eru frábrugðin almennum útkallsákvæðum.
Sjá nánar gildandi kjarasamninga:
Gr. 2.10 í kjarasamningi SGS / Eflingar
Gr. 2.9. í kjarasamningi SGS / Eflingar v. veitinga-, gistihúsa o.fl.
Gr. 2.8. í kjarasamningi VR / LÍV
Gr. 2.4. í kjarasamningi RSÍ
Gr. 2.9. í kjarasamningi Samiðnar
Gr. 2.10 í kjarasamningi VM
Síðast uppfært: Júlí 2022
Bólusetningar vegna Covid-19 og úrræði atvinnurekanda
Markmið bólusetningar er að vernda þá sem eru í mestri hættu frá alvarlegum sjúkdómi og sjúkrahúsvist, að draga úr útbreiðslu veirunnar og koma í veg fyrir að ný afbrigði breiðist út. Lyfjastofnun Evrópu hvetur alla sem gjaldgengir eru til að láta bólusetja sig en sóttvarnarlæknir telur að líkurnar á smiti séu um þrefalt hærri hjá óbólusettum heldur en bólusettum.
Einstaklingar eru skuldbundnir samkvæmt sóttvarnarlögum nr. 19/1997 til að gjalda sem mestri varúð við smitsjúkdómum og gera sér allt far um að sýkja hvorki sjálfan sig né aðra, að svo miklu leyti sem framkvæmanlegt er. Þá skiptir það sköpum fyrir þjóðarbúið að sem minnstar raskanir verði í atvinnulífinu og samfélaginu vegna farsótta og mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum.
Atvinnurekendum er skylt samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 að stuðla að öruggu vinnuumhverfi og tryggja heilsuvernd starfsfólks í vinnunni. Á atvinnurekendum hvílir skylda til að láta framkvæma áhættumat á vinnustað og grípa til nauðsynlegra forvarna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hættu sem kann að ógna heilsu og öryggi starfsfólks, eða draga úr henni eins og frekast er unnt, þar sem ekki er kostur að koma í veg fyrir hættuna, sbr. 2. mgr. 65. gr. a. vinnuverndarlaga. Þeim ber jafnframt að vernda starfsfólks gegn heilsuvá og heilsutjóni og reyna eftir fremsta megni að draga úr fjarvistum frá vinnu vegna veikinda og slysa með því að auka öryggi og viðhalda heilsu starfsfólks á vinnustað, sbr. 2. mgr. 66. gr. sömu laga.
Þá vaknar spurningin hversu langt atvinnurekendur geti gengið í framangreindu skyni. Ekki er eitt einhlítt svar við þeirri spurningu heldur þarf að vega og meta hvert tilvik fyrir sig. Sjónarmið um friðhelgi einkalífs starfsfólks vegast á við skuldbindingar atvinnurekanda samkvæmt vinnuverndarlögum og hagsmuni þeirra og starfsfólks af því að lágmarka líkur á rekstrarstöðvun.
Hér að neðan hafa SA tekið saman svör við algengum spurningum um bólusetningar, sýnatökur og skyndipróf.
Sjá einnig umfjöllun sem Persónuvernd hefur tekið saman í samráði við sóttvarnarlækni um covid-19 og sóttkví.
Bónus – yfirborgun
Samningur atvinnurekanda og starfsmanns um laun umfram lágmark kjarasamninga getur m.a. falið í sér sérgreiðslu, launaauka. Mikilvægt er að framsetning yfirborgunar sé rétt svo ekki komi til ágreinings síðar og mikilvægt að atvinnurekandi kynni sér leiðbeiningar SA hér á vefnum undir yfirborgun / bónus.
Bónus í fiskvinnslu
Þegar unnið er við framleiðslu og tengd störf í fiskvinnslufyrirtækjum, skv. grein 18.4.1 í kjarasamningi SA og SGS/Eflingar og við lifrarniðursuðu eru greiddar afkastatengdar álagsgreiðslur, svo sem hópbónus eða einstaklingsbónus. Í kjarasamningnum eru einnig ákvæði um lágmarksbónus á greidda klukkustund ef ekki hefur verið tekið upp bónuskerfi á grundvelli rammasamkomulags um hóplaunakerfi.
Brottfall veikindaréttar
Þótt starfsmaður sé sannarlega óvinnufær vegna veikinda eða slyss og uppfyllir að öðru leyti almennar reglur um rétt til launa í veikindum þá geta sérstök atvik eða ráðningarslit haft þau áhrif að launaréttur hans fellur niður.
Uppsögn veikindi
Brotthlaup úr starfi
Fari starfsmaður úr starfi án þess að virða samningsbundinn uppsagnarfrest sinn og án samþykkis vinnuveitanda hefur hann gerst sekur um brotthlaup úr starfi og getur orðið bótaskyldur gagnvart vinnuveitanda sínum.
Bundin séreign
Í kjarasamningi SA og ASÍ frá 2016 um hækkun framlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð úr 8% í 11,5% er gert ráð fyrir að starfsmaður geti valið að viðbótin renni í tilgreinda séreign. Sjá m.a. nánar á vef Landssambands lífeyrissjóða. Tilgreind séreign var í upphafi nefnd "bundin séreign" en þar sem það heiti var þegar í notkun hjá lífeyrissjóðum utan samningssviðs SA og ASÍ þá var tekið upp heitið "tilgreind séreign".
Byggingamenn, iðnmenntaðir
Byggingamenn" er almennt notað um iðnmenntaða starfsmenn í byggingagreinum s.s. húsasmiði, múrara, pípara og málara. Kjarasamningar SA og stéttarfélaga iðnaðarmanna hafa að geyma launataxta vegna iðnaðarmanna með sveinspróf og svo aðra vegna iðnaðarmanna sem hafa fengið iðnréttindi viðurkennd hér á landi en þó ekki til jafngildis sveinsprófi. Gæta þarf að viðurkenningu starfsréttinda og rétti til framgangs milli launaflokka þegar erlendir iðnaðarmenn eiga í hlut.
Byggingaverkamenn
Um kjör verkamanna í byggingastörfum fer skv. 15. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar
Bætur vegna tjóns á fatnaði og munum
Tjón á algengum, nauðsynlegum fatnaði og munum sem verður sannanlega við framkvæmd vinnu starfsmanna skal bætt skv. mati.
Slíkt tjón er ekki bætt ef það má sannanlega rekja til gáleysis eða hirðuleysis starfsmanns.
Við mat á fjárhæð bóta þykir rétt að afla upplýsinga um hvað sambærilegur fatnaður eða munur (hlutur) kostar nýr að teknu tilliti til afskrifta ef um gamlan hlut er að ræða.
Það er á ábyrgð starfsmanns ef hann notar dýra muni og fatnað sem ekki eru algengir eða nauðsynlegir.
Covid 19 og sóttkví
Hinn 11. febrúr 2022 var sóttkví afnumin. Þeir sem hafa greitt laun í sóttkví starfsmanna fram að þeim tíma en eiga eftir að sækja um endurgreiðslu hafa fram til 31. mars 2023 til að sækja um endurgreiðslu.
Gildissvið laganna er í meginatriðum tvíþætt og tekur til launagreiðslna vegna:
1) Launafólks og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda
2) Barna sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda
Hvað varðar launamenn í sóttkví byggja lögin á samkomulagi SA við stjórnvöld og ASÍ um viðbrögð til að hægja á útbreiðslu COVID 19.
SA beina þeim tilmælum til atvinnurekenda að laun verði greidd til starfsmanna sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Hvert og eitt fyrirtæki verður að meta með hvaða hætti það mætir þeim tilmælum en SA telja mjög æskilegt að atvinnurekendur taki þeim með jákvæðum hætti, m.a. með hliðsjón af endurgreiðslu hluta kostnaðar af hálfu ríkisins. Sótt er um endurgreiðslu á vef Vinnumálastofnunar .
Sjá nánar um framkvæmdina hér neðar í "spurt og svarað".
SA leggja áherslu á að atvinnurekendur grípi til allra ráðstafana á vinnustöðum til að draga úr smithættu í samræmi við viðbragðsáætlun. Þeir kynni sér vel upplýsingavef Landlæknis , m.a. sérstakar upplýsingar fyrir atvinnulífið og vefinn www.covid.is.
Síðast uppfært:
22.2.2022 Sóttkví afnumin
10.1.2022 Takmarkanir frá sóttkví vegna þríbólusettra
3.1.2022: Hvaða kostnaður fellur á atvinnurekanda?
Daglaun (hálf, heil)
Í kjarasamningi SA og Starfsgreinasambandsins/Eflingar (gr. 1.9.) er kveðið á um að fyrir hvern byrjaðan vinnudag greiðast hálf daglaun og full daglaun sé unnið meira en hálfan daginn og gildir það jafnt virka daga sem og um helgar.
Samkvæmt kjarasamningi SA og Starfsgreinasambandsins greiðast heil dagvinnulaun ef unnið er bæði fyrir og eftir hádegi.
Ákvæðið á einungis við um tilfallandi vinnu og kemur því ekki í veg fyrir að samið sé við starfsmann um skemmri fastan vinnutíma.
Sambærilegt ákvæði er ekki í veitingasamningi SA og SGS/Eflingar.
Dagpeningar á ferðalögum
Þegar starfsmenn eru á ferðum erlendis á vegum atvinnurekanda er útlagður kostnaður greiddur samkvæmt reikningi og reglum atvinnurekanda þar um eða með dagpeningum sem ákvarðaðir eru af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins. Einnig er mögulegt að greiða gistingu sérstaklega og dagpeninga vegna annars kostnaðar. Gisting og uppihald innanlands er almennt greitt skv. reikningi en einnig eru ákvæði í kjarasamningum iðnaðarmanna og verkafólks um fæðisgjald ef fæði er ekki lagt til við vinnu utan flutningslínu.
Dagvinna og deilitölur
Flestir launamenn eru ráðnir til að vinna dagvinnu, fulla dagvinnu eða að hluta. Ákvæði um dagvinnu má almennt finna í 2. kafla almennra kjarasamninga SA.
Á mánuði eru að jafnaði 4,33 vikur og 21,67 virkur dagur.
Full dagvinna
Dagvinna er almennt 8 klst. á dag, 40 klst. á viku eða 173,33 klst. á mánuði. Virkur vinnutími (dagvinna án greiddra kaffitíma) er 37 klst. og 5 mín. á viku. Sjá útreikningsskjal á greiddum tíma verkafólks hér .
Frávik - Full dagvinnuskil afgreiðslufólks skv. samningi SA og VR/LÍV eru 38,75 klst. á viku (virkar stundir 35 klst. og 50 mín.) og 167,94 klst. á mánuði. Hjá skrifstofufólki og háskólafólki 36,75 klst. á viku (virkar stundir 35 klst. og 30 mín.) og 159,27 klst. á mánuði.
Frávik - Iðnaðarmenn geta kosið um vinnutímastyttingu í 39,25 klst. á viku (virkar stundir 36 klst. og 15 mín.) og 157,08 klst. á mánuði. Sjá nánar hér um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna.
Frávik - Full vinnuskil vaktavinnufólks, sem starfar eftir veitingasamningi SA við SGS / Eflingu og er á vöktum fimm daga vikunnar innan tímamarkanna kl. 17:00 - 08:00, eru 38 klst. á viku.
Þegar fullri dagvinnu hefur verið skilað skal greiða yfirvinnukaup. Í samningum verkafólks er almennt miðað við að yfirvinna hefjist þegar 8 klst. vinnudegi hefur verið skilað en þó er heimilt að semja við starfsmann um að skila 40 klst. vinnuviku á færri dögum en fimm. Þannig má t.d. skipuleggja dagvinnu í 9 klst. fjóra daga vikunnar (þó innan dagvinnutímabils) og 4 klst. fimmta daginn. Hjá afgreiðslu- og skrifstofufólki er yfirvinna ekki greidd fyrr en fullri dagvinnu hefur verið skilað í hverjum mánuði en eftirvinnukaup er greitt fyrir vinnu utan dagvinnutímabils.
Dagvinnutímabil kjarasamninga
Dagvinnutímabil, þ.e. það tímabil dagsins sem heimilt er að greiða með dagvinnukaupi, er mismunandi milli kjarasamninga:
SGS / Efling: Kl. 7:00 – 17:00.
VR / LÍV v. afgreiðslufólks: Kl. 9:00 - 18:00. Dagvinnutímabil getur hafist fyrr, þó ekki fyrr en kl. 7:00.
VR/LÍV v. skrifstofufólks: Kl. 09:00 - 17:00. Dagvinnutímabil getur hafist fyrr, þó ekki fyrr en kl. 7:00.
BHM , VFÍ/SFB/ST: Kl. 7:00 - 18:00.
Samiðn , VM , RSÍ og Matvís : Kl. 7:00 - 18:00.
Grafía : Kl. 8:00 - 17:00.
Starfshlutfall
Ef starfsmaður í hlutastarfi fær greitt hlutfall af fullum mánaðarlaunum (er ekki á tímakaupi) skal tilgreina starfshlutfall í ráðningarsamningi / launaseðli. Starfshlutfall hlutavinnufólks er almennt reiknað út frá fullri dagvinnu enda eru dagvinnulaun viðkomandi starfsmanns reiknuð sem hlutfall af fullum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Verkamaður sem vinnur t.d. frá kl. 07:30 - 12:00 er í 56,25% starfshlutfalli (22,5 / 40).
Dagvinnutímakaup (deilitala dagvinnutímakaups)
Tímakaup í dagvinnu fæst því með að deila með 173,33 í mánaðarkaupið.
Frávik - Tímakaup afgreiðslufólks fæst með því að deila með 167,94 í mánaðarkaup og tímakaup skrifstofufólks með því að deila með 159,27 í mánaðarkaup.
Frávik - Tímakaup skv. veitingasamningi SA við SGS / Eflingu fæst með því að deila með 172 í mánaðarkaup. Full vinnuskil eru hins vegar 40 klst. á viku eða 173,33 stundir á mánuði.
Frávik - Tímakaup iðnaðarmanna fæst með því að deila með 157,08 í mánaðarkaup þar sem vinnutímastytting hefur verið framkvæmd á grundvelli staðlaðs, valkvæðs fyrirtækjaþáttar 2022 en 156 þar sem samkomulag hefur verið gert um niðurfellingu neysluhléa. Hafi ekki verið kosið um vinnutímastyttingu er deilitalan áfram 160. Í einhverjum tilvikum hefur verið samið um frestun á upptöku virks vinnutíma (kaffitímar greiddir). Deilitalan er þá 173,33 nema vinnutímastytting hafi verið framkvæmd en deilitalan verður þá 169,71. Sjá forsendur fyrir deilitölum iðnaðarmanna hér .
Sjá nánar viðkomandi kjarasamninga.
Síðast uppfært: Janúar 2022
Desemberuppbót 2022
Desemberuppbót fyrir árið 2022 er kr. 98.000 fyrir fullt starf í öllum aðalkjarasamningum SA og greiðist eigi síðar en 15. desember.
Réttur til fullrar desemberuppbótar miðast við að starfsmaður hafi unnið 45 vikur eða meira á almanaksárinu, 1. janúar - 31. desember, fyrir utan orlof.
Síðast uppfært: 2022
Eftir- og yfirvinna verslunarmanna
Í kjarasamningi verslunarmanna er gerður greinarmunur á eftirvinnukaupi og yfirvinnukaupi.
Fyrir vinnu utan dagvinnutímabils er greitt eftirvinnukaup þar til fullri vinnu hefur verið skilað.
Full vinna er:
167,94 klst. á mánuði hjá afgreiðslufólki og
159,27 klst. hjá skrifstofufólki.
Yfirvinnutímakaup er greitt fyrir vinnu umfram það.
Síðast uppfært: Maí 2020
Einelti, áreitni og ofbeldi
Á atvinnurekandum hvíla ríkar skyldur til að vinna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustað. Slík vinna er hluti af áhættumati á félagslegu vinnuumhverfi.
Þegar talað er um félagslegt vinnuumhverfi er verið að vísa í þá samskiptalegu og skipulagslegu þætti í vinnuumhverfinu sem styðja við góða vinnustaðamenningu og stjórnendur og starfsfólk geta haft áhrif á. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á að einelti og áreitni þrífist á vinnustaðnum og því er mikilvægt að atvinnurekendur meti og bregðist við áhættuþáttum tengdum félagslegu vinnuumhverfi til jafns á við aðra áhættuþætti í vinnuverndarstarfi fyrirtækis.
Um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum gildir reglugerð nr. 1009/2015 . Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 150/2020 er jafnframt fjallað um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.
Um forvarnir og viðbrögð í tengslum við einelti og kynferðislega áreitni á vinnustað sjá frekari umfjöllun á heimasíðu Vinnueftirlits ríkisins ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnendur, mannauðsráðgjafa og vinnuverndarfulltrúa og leiðbeiningar fyrir starfsfólk.
Undir form & eyðublöð má nálgast dæmi um stefnu fyrirtækis gegn einelti, áreitni og ofbeldi.
Samtök atvinnulífsins hafa einnig útbúið sérstakan sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi og hvetja starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri.
Endurkröfuréttur
Vinnuveitendur sem greiða starfsmönnum sínum laun í veikinda- og slysatilfellum kunna að eiga rétt á dagpeningagreiðslum frá slysatryggingum almannatrygginga eða tryggingafélagi fyrirtækis eða átt endurkröfurétt á tjónvald eða tryggingafélag hans.
Endurmenntunargjald
Í flestum kjarasamningum hefur verið samið um greiðslu vinnuveitanda í starfs- og endurmenntunarsjóði. Gjaldið nemur 0,3% af launum hjá verkafólki og afgreiðslu- og skrifstofufólki en er hærra hjá iðnaðarmönnum. Er öllum vinnuveitendum skylt að greiða þetta gjald, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980. Ekki er greitt starfsmenntagjald skv. kjarasamningi SA og Félags lykilmanna.
Fyrirtæki og launþegar geta sótt um framlög úr sjóðunum og er það gert á www.attin.is.
Sjá nánar um starfsmenntun á vinnumarkaðsvef.
Endurráðning
Endurráðning til sama vinnuveitanda
Í kjarasamningum er tryggt að starfsmaður haldi áunnum réttindum sínum við endurráðningu til sama vinnuveitanda, s.s. rétti til orlofs og launa í veikindum.
Almennt haldast öll réttindi við endurráðningu innan árs og í allt að fimm ár frá starfslokum.
Ákvæði kjarasamninga um áunnin réttindi ná til lágmarkskjara og réttinda skv. kjarasamning en ekki yfirborgana og viðbótarkjara skv. ráðningarsamningi. Atvinnurekanda er heimilt við endurráðningu að bjóða starfsmanni kjör án yfirborgunar sem starfsmaður naut á fyrra starfstímabili, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 5/2001.
Sama starfsgrein
Í vissum tilvikum geta starfsmenn flutt réttindi milli vinnuveitenda í sömu starfsgrein.
Reglur um áunnin réttindi eru mismunandi milli kjarasamninga og því nauðsynlegt að kanna hvernig þeim er háttað í hverju tilfelli.
Samfellt starf
Ef tiltekin réttindi skv. kjarasamningi miðast við árafjölda í „samfelldu starfi“ þá eru starfstímabil ekki lögð saman við mat á réttindum, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 381/2010.
Evrópsk samstarfsráð
Markmið laga nr. 61/1999 um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum er að bæta rétt starfsmanna til upplýsinga og samráðs í fyrirtækjum eða fyrirtækjasamstæðum er starfa í a.m.k. tveimur ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu.
Til hverra ná lögin?
Lögin taka til fyrirtækja og fyrirtækjasamstæðna sem hafa a.m.k. 1.000 starfsmenn í ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu og eru með fyrirtæki / starfstöðvar í a.m.k. tveimur EES-ríkjum og hafa a.m.k. 150 starfsmenn í hvoru þeirra.
Samstarfsráð
Fyrirtækjum sem lögin taka til skulu stofna samstarfsráð, með fulltrúum starfsmanna eða setja reglur í hverju fyrirtæki og hverri fyrirtækjasamstæðu um upplýsingamiðlun og samráð eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum.
Fast vikukaup
Í kjarasamningum SA og SGS/Eflingar, gr. 1.11, er kveðið á um svokallað fast vikukaup.
Í kjarasamningunum segir að hafi starfsmaður unnið fulla dagvinnu hjá sama vinnuveitanda eða í sömu starfsgrein samfellt í einn mánuð eða lengur skuli honum greitt óskert (fast) vikukaup þannig að samningsbundnir frídagar sem falla á mánudaga til og með föstudaga séu greiddir.
Þegar starfsmaður hefur öðlast rétt til óskerts vikukaups, skal greiða honum kaup fyrir virka daga, sem vinna fellur, niður nema óviðráðanlegar ytri aðstæður séu fyrir hendi. Sjá einnig 18. kafla kjarasamnings SA og SGS/Eflingar um kauptryggingu fiskvinnslufólks.
Fatapeningar
Þar sem krafa er gerð um sérstakan vinnufatnað leggur vinnuveitandi til slíkan fatnað eða greiðir fatapeninga.
Sérstakar reglur gilda um persónuhlífar, þ.e. nauðsynlegan öryggis – og hlífðarfatnað skv. vinnuverndarlögum og reglum um notkun persónuhlífa.
Fatnaður sem vinnuveitandi leggur til er hans eign.
Ferðakostnaðarnefnd ríkisins
Ferðakostnaðarnefnd ríkisins er opinber nefnd sem ákvarðar akstursgjald ríkisstarfsmanna vegna notkunar á eigin bifreið í þágu vinnuveitanda og dagpeninga vegna ferðakostnaðar.
Sjá frekari umfjöllun um Ferðakostnaðarnefnd ríkisins á vef fjármálaráðuneytisins.
Í flestum kjarasamningum SA er byggt á þessu akstursgjaldi.
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og kjarasamningar ekki að öllu leyti náð að fylgja örri þróun, breyttu skipulagi vinnutíma og nýjum störfum sem hafa orðið til. Það hefur gert auknar kröfur til atvinnurekenda að þeir geri skýra ráðningarsamninga þar sem m.a. tekin er afstaða til þess hvaða kjarasamningur gildir um starfið.
Ferðir til og frá vinnu
...
Ferðir utan strætisvagnatíma
Ef starfsmaður þarf að koma sér til og/eða frá vinnu á tíma sem strætisvagnar ganga ekki gildir almennt sú regla að atvinnurekandi bjóði upp á ferðir eða greiði ferðakostnað. Ákvæði þessi eru mismunandi eftir kjarasamningum og greiðslur háðar því að almenningssamgöngur séu í boði á viðkomandi svæði.
Félagafrelsi
Í félagafrelsi felst rétturinn til þess að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi og ganga í félög, án sérstaks leyfis stjórnvalda. Félagafrelsi er verndað af 74. gr. Stjórnararskrárinnar, 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 5. gr. Félagssáttmála Evrópu.
Félagafrelsi greinist í jákvætt félagafrelsi og neikvætt félagafrelsi. Jákvætt félagafrelsi verndar réttinn til þess að stofna eða ganga í félag. Neikvætt félagafrelsi verndar réttinn til þess að standa utan félaga og ganga úr félögum óhindrað.
Félagsdómur
Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.
Verkefni dómsins er að dæma í ágreiningsmálum sem rísa á milli samningsaðila vegna brota á lögunum, brota á kjarasamningum og um gildi og túlkun kjarasamninga.
Dómar Félagsdóms eru endanlegir og verður ekki áfrýjað nema sektardómum.
Í Félagsdómi eiga sæti fimm menn sem skipaðir eru til þriggja ára. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins.
Félagslegt vinnuumhverfi
Það er skylda fyrirtækja að tryggja góðan aðbúnað á vinnustað, heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi. Í því felst meðal annnars að greina þá áhættuþætti sem falist geta í vinnuumhverfinu og framkvæma skriflegt áhættumat. Flestir tengja slíkt áhættumat við hættur tengdar slysum og líkamlegu heilsutjóni, til dæmis vegna véla og hættulegra efna. Minni áhersla hefur verið lögð á þær hættur sem steðja að starfsfólki í félagslega vinnuumhverfinu en rannsóknir sýna að áhættumat á félagslegu umhverfi vinnustaða er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði.
Fiskeldi
Verkafólk sem starfar við fiskeldi fellur undir 19. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar. Kaflinn nær til allra starfa við fiskeldi, þar með talinna starfa við klak, seiða- og matfiskeldi, vinnu við fóðurgerð, slátrun, pökkun og í frystigeymslu þegar þetta er hluti af staðbundnum störfum tengdum aðalafurðinni.
Fiskvinnslufólk
Fiskvinnslufólk fellur undir 18. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar. Ýmis sérákvæði gilda um fiskvinnslufólk, m.a. ákvæði um afkastatengdrar álagsgreiðslur, kauptryggingu og viðbrögð við hráefnisskorti.
FIT – almennur kjarasamningur
FIT - Félag iðn- og tæknigreina er eitt aðildarfélaga Samiðnar og taka flestir félagsmenn kjör eftir almennum kjarasamningi SA og Samiðnar. FIT á einnig aðild að kjarasamningum vegna einstaka starfshópa, s.s. bifvélavirkja hjá aðildarfyrirtækjum BGS, pípulagningamanna hjá aðildarfyrirtækjum Félags pípulagningameistara og snyrtifræðinga.
FIT – kjarasamningur snyrtifræðinga
Snyrtifræðingar taka kjör samkvæmt kjarasamningi SA og FIT vegna snyrtifræðinga.
Fjarlausnir
Í kjarasamningum SA og félaga iðnaðarmanna eru ákvæði um þjónustu utan bakvakta með fjarlausnum og símhringingum, sbr. m.a. gr. 2.6. í kjarasamningi RSÍ, gr. 2.12. í kjarasamningi VM og gr. 2.11. í kjarasamningi Samiðnar. Gert er ráð fyrir að samið sé um þóknun sem tekur m.a. mið af tíðni, vinnuframlagi, viðbragðskröfu og á hvaða tíma sólarhrings vænta má að veita þurfi þjónustuna.
Fjarvinna
Fjarvinna er form hvað varðar skipulag og/eða framkvæmd vinnu með notkun upplýsingatækni innan ramma ráðningarsamnings eða í ráðningarsambandi þar sem vinna sem einnig væri hægt að inna af hendi í starfsstöð vinnuveitanda er unnin reglulega utan þeirrar starfsstöðvar.
Hér á vinnumarkaðsvefnum er að finna svör við algengum spurningum um fjarvinnu.
Fjarvinna
Í kórónuveirufaraldrinum færðist það í vöxt að fólk færi að vinna utan fastrar starfsstöðvar, oftast heiman frá. Fjarvinna er vinnufyrirkomulag sem var vel þekkt fyrir kórónuveirufaraldurinn þótt það hafi fremur heyrt til undantekninga að fólk ynni skipulagt utan fastrar starfsstöðvar.
Kostir fjarvinnu geta verið ýmsir bæði fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Möguleiki á fjarvinnu talar vel inn í áherslu um sveigjanlegri og fjölskylduvænni vinnumarkað sem Samtök atvinnulífsins hafa beitt sér fyrir. Fjarvinnu fylgja fjölmargar áskoranir og er forsenda þess að hún geti gengið upp að gott traust ríki milli vinnuveitanda og starfsmanns.
Hér að neðan er að finna svör við algengum spurningum um fjarvinnu en umfjöllunin byggist að mestu leiti á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við Alþýðusamband Íslands frá árinu 2006 um fjarvinnu . Með þeim kjarasamningi innleiddu SA og ASÍ Evrópskan rammasamning um fjarvinnu frá árinu 2002.
Kjarasamningur SA og ASÍ um fjarvinnu gildir sem lágmarkskjör um fjarvinnu skv. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks.
Hér á vinnumarkaðsvefnum má nálgast fjarvinnusniðmát sem SA hafa útbúið í samvinnu við stéttarfélög háskólamanna.
Félagsmönnum er bent á að kynna sér vel umfjöllun Vinnueftirlitsins um vinnuvernd í fjarvinnu.
Fjölbreytileiki
Mikil gróska er á íslenskum vinnumarkaði og fjölbreytileiki eykst með ári hverju. Fjölbreytileikinn speglast m.a. í kyni starfsfólks, hlutlausri skráningu kyns starfsfólks, starfsfólki af erlendum uppruna, starfsfólki með fötlun eða skerta starfsgetu, aldri og kynhneigð. Samtök atvinnulífsins fara ekki varhluta af áhrifum fjölbreytileikans á almennum vinnumarkaði og mikilvægi þess að hlúa að honum. SA leggja sín lóð á vogarskálarnar með greiningu á stöðunni, átaksverkefnum og stöðugu samtali við atvinnulífið.
Aukinn fjölbreytileiki styrkir vinnustaði og eykur samkeppnishæfni þeirra. Ávinningur vinnustaða af fjölbreytileika er mikill því með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir til að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu. Áhersla er lögð á að stjórnendur styrki félagslegt vinnuumhverfi og skapi öruggt rými þar sem öll finnst þau tilheyra.
Fjölbreyttir vinnustaðir þar sem kröftum og hæfileikum fjölbreytts mannauðs er haldið á lofti fela í sér mikil verðmæti. Rannsóknir sýna að vinnustaðir sem ná að virkja hina ólíku hæfileika og kosti innan fjölbreytts starfshóps eru líklegri til að ná betri árangri. Því er óhætt að segja að fjölbreytileiki á vinnustöðum styrki atvinnulífið og auki samkeppnishæfni. Fjölbreytt og sameinuð sköpum við frekari velsæld.
Lotukerfi fjölbreytileikans sýnir fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Lotukerfi fjölbreytileikans var unnið af Viðskiptaráði Íslands, að bandarískri fyrirmynd, og staðfært yfir á íslenskan raunveruleika.
Grein: Fjölbreytileiki styrkir íslenskt atvinnulíf
Fjölmenning á vinnustað
Einn veigamikill hluti fjölbreytileikans felst í þjóðerni og þjóðernisuppruna en erlendir ríkisborgarar eru 14% íbúa á Íslandi og þeim mun aðeins fjölga á næstu árum. Rík þörf hefur verið fyrir erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum og ekkert bendir til annars en að svo verði áfram. Hlutfall erlendra ríkisborgara er enn hærra þegar aðeins er horft til vinnumarkaðarins. Um 23% alls starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði eru erlendir ríkisborgarar.
Það er mikilvægt að stjórnendur og starfsfólk leggi sig fram um að skapa vinnuumhverfi án aðgreiningar. Það er til dæmis gert með stefnumótun þar sem viðmið í samskiptum eru skilgreind, með ýmiskonar fræðslu t.d. í menningarnæmi og öll þurfum við, hvort sem við erum stjórnendur eða annað starfsfólk, að taka höndum saman og horfast í augu við eigin hlutdrægni þegar að fjölmenningu kemur.
Hér fyrir neðan er að finna ýmis verkfæri sem stjórnendur geta notfært sér í að auka, inngilda og styrkja fjömenningu á vinnustað.
Fjölskylduábyrgð
Samkvæmt lögum um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna, nr. 27/2000 er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum eingöngu vegna fjölskylduábyrgðar sem hann ber.
Hvað er fjölskylduábyrgð?
Með fjölskylduábyrgð er átt við skyldur starfsmanns gagnvart börnum, maka eða nánum skyldmennum sem búa á heimili hans og greinilega þarfnast umönnunar hans eða forsjár, svo sem vegna veikinda eða fötlunar.
Leyfi frá störfum
Í kjarasamningum eru ákvæði um rétt starfsmanns til leyfis frá störfum þegar um óviðráðanlegar ytri aðstæður og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem krefjast tafarlausrar nærveru starfsmanns. Starfsmaður á ekki rétt á launum frá atvinnurekanda í þessum tilvikum, sbr. þó ákvæði um veikindi barna undir 13 ára aldri.
Flutningslína
Í kjarasamningum eru ákvæði um skyldur atvinnurekanda þegar hann sendir starfsmann út fyrir skilgreint starfssvæði, út fyrir "flutningslínu". Fylgir því jafnan greiðsla ferðatíma og fæðis. Á höfuðborgarsvæðinu er jafnan miðað við landfræðilega skilgreiningu hjá iðnaðarmönnum en leiðakerfi almenningsvagna hjá verkafólki. Annars staðar er miðað við tiltekinn km.fjölda. Ákvæði þessi eiga ekki við þegar starfsmaður er ráðinn til að mæta á vinnustað utan flutningslínu.
Flutningur og fyrning orlofs
Orlofslög hafa að geyma ákvæði um flutning orlofs milli orlofsára og með hvaða hætti orlofskröfur fyrnast.
Foreldraorlof
Með foreldraorlofi er samkvæmt lögum nr. 144/2020 um fæðingar- og foreldraorlof átt við leyfi frá launuðum störfum til að annast barn sitt sem stofnast við:
(a) fæðingu,
(b) frumættleiðingu barns yngra en átta ára eða,
(c) töku barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur
Hvort foreldri um sig á sjálfstæðan rétt til foreldraorlofs í fjóra mánuði til þess að annast barn sitt og er þessi réttur ekki framseljanlegur.
Ekki er skilyrði að foreldri sé með forsjá yfir barni eða hafi fengið samþykki forsjárforeldris á umgengni líkt og í tilviki fæðingarlofs. Taka foreldraorlofs forsjárlauss foreldris er því vel samrýmanleg þeim umgengnisrétti sem það á rétt á.
Meginmunurinn á fæðingarorlofi og foreldraorlofi er sá að foreldraorlofi fylgir ekki réttur til greiðslu launa úr Fæðingarorlofssjóði. Í foreldraorlofi nýtur foreldri hvorki réttar til greiðslna frá vinnuveitanda, ríki eða sveitarfélagi. Foreldraorlof er því lögbundinn réttur til þess að taka ólaunað leyfi frá störfum.
Foreldri sem uppfyllir skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof á rétt á að vera í allt að sex eða eftir atvikum sjö og hálfan mánuð í launuðu leyfi frá störfum (fæðingarorlof) og í fjóra mánuði í ólaunuðu leyfi frá störfum (foreldraorlof).
Framkvæmd uppsagna
Undir uppsagnir og starfslok er gátlisti sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar vinnuveitandi þarf að segja upp ráðningarsamningum.
Við framkvæmd uppsagna er mikilvægt að hafa í huga að uppsögn getur haft veruleg, neikvæð áhrif á starfsmann og hans nánustu. Því er rétt að undirbúa uppsögn vel og standa vel að framkvæmd.
Síðast uppfært: Febrúar 2021
Frestun á vikulegum frídegi
Í ákvæðum kjarasamninga um lágmarkshvíld er kveðið á um vikulegan frídag og með hvaða hætti fresta megi töku frídags með samkomlagi við starfsmann. Almennt er gert ráð fyrir að vinna sé ekki skipulögð þannig að starfsmaður fái ekki vikulegan frídag. Vinnuvikan hefst á mánudegi og lýkur á sunnudegi og ber að veita frídag á því tímabili. Sjá nánar umfjöllun um hvíldartíma.
Friðarskylda
Í friðarskyldu felst að óheimilt er á gildistíma kjarasamnings að knýja á um breytingar á honum með vinnustöðvun. Ágreining um túlkun kjarasamninga verður að leysa fyrir dómstólum.
Frí í stað yfirvinnukaups
Í flestum kjarasamningum SA eru ákvæði um heimild til samninga milli atvinnurekanda og starfsmanns um að launað frí sé veitt í stað greiðslu yfirvinnukaups eða yfirivnnuálags. Ef frí er veitt "tíma á móti tíma" er almennt miðað við að yfirvinnuálagið sé greitt út.
Frítímaslysatrygging
Kjarasamningar SA hafa að geyma ákvæði um skyldu atvinnurekenda til að kaupa slysatryggingu vegna starfsmanna. Tryggingin nær til slysa sem verða af völdum slyss í starfi eða á eðlilegri leið til eða frá vinnu. Kjarasamningar SA við Samband stjórnendafélaga v. verkstjóra, Félag lykilmanna v. sérfræðinga og stjórnenda og SGS/Eflingu v. iðnverkafólks ná einnig til slysa í frítíma (sólarhringstrygging) og verða atvinnurekendur að gæta að þeim þegar slysatrygging launþega er keypt hjá tryggingafélagi.
Frítökuréttur
Ef atvinnurekandi óskar þess sérstaklega að starfsmaður komi til vinnu áður en 11 klst. Hvíld er náð eftir síðustu vinnulotu skapast svokallaður frítökuréttur sem er 1,5 klst. Fyrir hverja klukkustund sem hvíldin er skert. Frávik eru frá þessari reglu í kjarasamningum, s.s. heimild til skemmri hvíldar í tengslum við skipulögð vaktaskipti og aukagreiðslur í kjarasamningum iðnaðarmanna vegna skerðingar á hvíld undir 8 klst. Sjá nánar um hvíldartíma á vinnumarkaðsvefnum.
Fræðslu- og starfsmenntagjald
Kveðið er á um í flestum kjarasamningum að greiða skuli ákveðið hlutfall af launum í fræðslusjóð eða starfsmenntasjóð. Atvinnurekendur geta sótt um styrki úr þessum sjóðum á www.attin.is.
Sjá nánar um greiðslu starfsmenntagjalds.
Fræðslustjóri að láni
„Fræðslustjóri að láni“ er samvinnuverkefni starfsmenntasjóða SA og stéttarfélaganna.
Verkefnið byggist á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja í tiltekinn tíma.
Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og gerir greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk.
Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að fræðslu starfsmanna.
Enginn útlagður kostnaður er vegna fræðslustjórans.
Sjá nánar á vefsíðum sjóðanna og á www.fraedslustjori.is
Fyrirtækjasamningar
Samningar sem atvinnurekendur gera við starfsmenn á grundvelli 5. kafla kjarasamninga um fyrirtækjaþátt eru gjarnan nefndir fyrirtækjasamningar. Samningar þessir eru ekki kjarasamningar enda eiga stéttarfélög ekki aðild að samningunum. Samningsaðilum er þó heimilt að kalla stéttarfélög og SA til ráðgjafar við samningsgerðina.
Fyrirtækjaþáttur kjarasamninga
Í kjarasamningum SA við stéttarfélögin er að finna sérstakan kafla, (5. kafli) um fyrirtækjaþátt kjarasamnings.
Hvert er markmið fyrirtækjaþáttar kjarasamninga?
Markmið fyrirtækjaþáttar kjarasamnings er að efla samstarf starfsfólks og stjórnenda á vinnustað með það fyrir augum að skapa forsendur fyrir bættum kjörum starfsfólks með aukinni framleiðni. Að sama skapi er markmiðið að þróa kjarasamninga þannig að þeir nýtist báðum aðilum til aukins ávinnings.
Viðræður um fyrirtækjaþátt fara fram undir friðarskyldu almennra kjarasamninga og skulu teknar upp með samkomulagi beggja aðila. Þá komi skriflega fram til hverra samningnum sé ætlað að ná.
Samkomulag skal vera skriflegt
Samkomulag um fyrirtækjaþátt skal vera skriflegt og skal það borið undir alla þá sem samkomulaginu er ætlað að taka til í leynilegri atkvæðagreiðslu sem hlutaðeigandi samninganefnd starfsmanna stendur fyrir. Samkomulag telst samþykkt ef það fær stuðning meirihluta greiddra atkvæða.
Breytingar á ráðningarkjörum bindandi fyrir alla
Breytingar á ráðningarkjörum sem leiða kunna af fyrirtækjasamningi eru bindandi fyrir alla hlutaðeigandi starfsmenn hafi þeir ekki mótmælt formlega gerð samningsins við stjórnendur fyrirtækis og samninganefnd starfsmanna áður en til atkvæðagreiðslu kom.
Fæðingarorlof
Með fæðingarorlofi er samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020 átt við leyfi frá launuðum störfum sem stofnast við:
(a) fæðingu,
(b) frumættleiðingu barns yngra en átta ára eða,
(c) töku barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur.
Réttur foreldris til fæðingarorlofs er bundinn því skilyrði að foreldri fari með forsjá barnsins ýmist eitt eða sameiginlega með öðru þegar taka fæðingarorlofs hefst. Forsjárlaust foreldri á þó rétt til fæðingarorlofs liggi fyrir samþykki forsjárforeldris um umgengisrétt umrætt tímabil. Maki eða sambúðarmaki kynforeldris nýtur ekki réttar til fæðingarorlofs.
Foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði í fæðingarorlofi að nánari skilyrðum uppfylltum.
Fæðis- og flutningskostnaður
...
Fæðispeningar
Starfsmenn sem sendir eru til vinnu utan flutningslínu og þeim er ekki ekið heim á máltíðum eða að kvöldi eiga rétt á að fá frítt fæði eða dagpeninga fyrir fæðiskostnaði að tiltekinni fjárhæð sem ákveðin er í kjarasamningum.
Sérstök ákvæði eru um fjárhæð fæðispeninga verkamanna, sjá gr. 3.4. í kjarasamningi SA og Starfsgreinasambandsins.
Gerð ráðningarsamninga
Góður undirbúningur og vandaður ráðningarsamningur getur komið í veg fyrir ágreining síðar.
Þegar vinnuveitandi gerir ráðningarsamning við starfsmann er mikilvægt að hafa verkferla sem tryggja að staðið sé rétt að gerð samningsins og tekið sé afstaða til allra þeirra kjaraþátta sem máli skipta.
Þannig getur verið gott að hafa tékklista sem sá sem undirritar ráðningarsamning f.h. vinnuveitanda fer yfir og staðfestir að gætt hafi verið að öllum þáttum.
- Er starfsheiti lýsandi / starfslýsing fullnægjandi?
- Fullt starf eða hlutastarf?
- Skylda til að vinna eftirvinnu eða yfirvinnu?
- Ráðning til vaktavinnu eða að vaktavinna kunni að vera tekin upp
- Laun séu ekki lakari er kjarasamningur sem gildir um starfið
- Dagvinnulaun, föst laun, heildarlaun?
- Vel skilgreint hvaða vinnutími er innifalin í launum, t.d. yfirvinna eða vinna í neysluhléum
- Framsetning launaliðar, s.s. yfirborgunar
- Tímabundin ráðning eða reynslutími?
- Sérstakar skyldur sem hvíla eiga á starfsmanni.
- Er á einhvern hátt vikið frá ákvæðum kjarasamnings og hvernig er það bætt með öðrum hætti?
- Vísað sé til rétts kjarasamnings
- Samningurinn uppfylli að öðru leyti lágmarksákvæði um efni ráðningarsamninga, sbr. samning SA og ASÍ um skriflega staðfestingu ráðningar
Það er hlutverk vinnuveitandans að útbúa ráðningarsamning og ber hann því hallan af óskýrri framsetningu.
Með því að nota ráðningarform SA og fylgja leiðbeiningum SA um notkun þeirra má koma í veg fyrir ágreining og kostnaðarsamar deilur.
Gestamóttaka
Starfsfólk í gestamóttöku fellur undir sérkjarasamning SA og VR/LÍV vegna starfsfólks í gestamóttöku, sem er hluti aðalkjarasamnings SA og VR/LÍV. Starfsfólk sem gegnir næturvörslu samhliða tilfallandi gestamóttöku hefur eftir atvikum tekið kjör samkvæmt greiðasölusamningi SA og SGS.
Greiðslutímabil launa
Greiðslutímabil launa til launamanns ákvarðast af ákvæðum kjarasamninga. Ekkert launatímabil skal þó teljast lengra en einn mánuður.
Greiðslutímabil skal vera í ráðningarsamningi
Tilgreina skal greiðslutímabil í ráðningarsamningi / ráðningarbréfi. Ef breytilegar greiðslur, s.s. yfirvinna, vaktaálag og afkastatengdar greiðslur, eru gerðar upp miðað við annað greiðslutímabil, skal það tilgreint.
Hvenær á að greiða laun?
Ef laun eru greidd mánaðarlega þá skal ekki greiða síðar en fyrsta dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir. Beri þann dag upp á frídag er yfirleitt kveðið á um að útborgun skuli þá fara fram síðasta virka dag mánaðarins.
Ef laun eru greidd vikulega eða á tveggja vikna fresti þá skal gera upp laun fram að næstu helgi á undan útborgunardegi.
Hádegishlé
Hádegishlé dagvinnustarfsmanna er almennt hálf til ein klukkustund á tímabilinu frá kl. 11:30 til kl. 13:30 og er í eigin tíma starfsmanns og án launa.
Hámarksvinnutími
Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari yfir 13 klst. Við sérstakar aðstæður má lengja vinnulotu í allt að 16 klst. Sjá nánar umfjöllun um hvíldartíma hér á vefnum.
Hámarksvinnutími má að jafnaði ekki vera meiri en 48 virkar klst. á viku hjá sama vinnuveitanda, m.v. 6 mánaða viðmiðunartímabil, janúar - júní og júlí - desember.
Hávaðavarnir og heyrnareftirlit
Um hávaðavarnir og heyrnareftirlit gilda reglur nr. 921/2006 um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum.
Heildarlaunakostnaður
Heildarlaunakostnaður vegna starfsmanna er margþættur en honum má skipta í laun, laun fyrir óunninn tíma og launatengd gjöld:
1) Launagreiðslur til starfsmanna eru stærsti hluti launakostnaðar fyrirtækja. Í yfirliti yfir launakostnað í einstökum starfsgreinum er miðað við árslaun (heildarlaun) skv. gögnum Hagstofu Íslands. Hluti launa er einnig greidd neysluhlé, 3 klst. á viku (75 mín. á viku hjá skrifstofufólki).
2) Laun fyrir óunninn tíma , þ.e. þegar starfsmaður er ekki á vinnustað en á launum. Undir þennan lið fellur orlof, sérstakir frídagar („rauðir dagar") og veikindafjarvistir (eigin veikindi og veikindi barna).
3) Launatengd gjöld eru þau gjöld sem vinnuveitandi greiðir til ríkisins, lífeyrissjóða og ýmissa sjóða tengdum stéttarfélögum stafsmanna. Einnig falla hér undir samningsbundnar tryggingar og eftir atvikum félagsgjöld til samtaka atvinnurekenda, sem gjarnan eru hlutfall af launagreiðslum.
Hér er sundurliðaður launakostnaður vegna verkafólks, afgreiðslufólks, skrifstofufólks og iðnaðarmanna.
Miðað er við sjálfgefin gildi en hver og einn atvinnurekandi getur aðlagað grunninn að sinni starfsmanni en heildarlaunakostnaður (það hlutfall sem leggst ofan á mánaðarlaun fyrir unninn tíma) getur verið misjafn innan einstakra fyrirtækja.
Kostnaðarliðir á borð við ökutækjastyrk, símastyrk, fæðispening sem sum fyrirtæki greiða ásamt kostnaði við öryggisbúnað, vinnufatnað, aðstöðu og fjarveru starfsmanns vegna námskeiðssetu eru allt liðir sem taka ber tillit til við mat á heildarlaunakostnaði. Þá eru meðaltals orlofsréttindi, veikindafjarvistir og viðbótarframlag í lífeyrissjóði einnig mismunandi milli fyrirtækja. Rétt er að aðlaga skjalið að því eftir því sem við á.
Síðast uppfært 27. janúar 2021
Hlífðarfatareikningur
Í kjarasamningum verkafólks, Samiðnar og VM eru ákvæði um greiðslu fatapeninga inn á sérstaka hlífðarfatareikninga / fatareikninga.
Við hverja launaútborgun er greidd fjárhæð, sem tilgreind er í kjarasamningi, inn á „reikning“, þ.e. skráð er hjá vinnuveitanda sérstök fjárhæð sem starfsmaður getur nýtt við úttekt á vinnufatnaði. Vinnuveitandi sér þá um kaup á vinnufatnaði sem starfsmaður getur fengið á kostnaðarverði. Kostnaður kemur þá til frádráttar inneign á fatareikningi.
Hlutabætur og hlutf. ráðningarstyrkur
Hlutabótaleiðin sem í boði hefur verið frá því í mars 2020 rann sitt skeið þann 31. maí 2021. Frá þeim tíma er unnt að sækja um hlutfallslegan ráðningarstyrk fyrir þá starfsmenn sem voru á hlutabótum í apríl og maí 2021.
Styrkurinn nemur hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi launamanns auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fimm mánuði á tímabilinu 1. júní 2021 til og með 31. október 2021.
Upphaflegt starfshlutfall og óskertar orlofsgreiðslur
Skilyrði hlutfallslegs ráðningarstyrks er að viðkomandi launamaður og hlutaðeigandi fyrirtæki hafi samið um a.m.k. sama starfshlutfall og launamaðurinn hafði verið ráðinn í hjá fyrirtækinu áður en starfshlutfall hans var minnkað. Þá er skilyrði að viðkomandi fyrirtæki skuldbindi sig til að greiða viðkomandi launamanni óskertar orlofsgreiðslur á yfirstandandi orlofstímabili eða í samræmi við fyrra starfshlutfall þrátt fyrir að viðkomandi hafi verið í minnkuðu starfshlutfalli hjá hlutaðeigandi fyrirtæki á ávinnslutíma orlofsréttinda. Að öðru leiti gilda sömu skilyrði og reglur um hlutfallslega ráðningarstyrkinn og hlutabætur.
Hér á vefnum má nálgast samkomulag um hækkað starfshlutfall og óskert orlofsréttindi.
Reglugerð um hlutfallslegan ráðningarstyrk má nálgast hér .
Sótt er um hlutfallslegan ráðningarstyrk á vef Vinnumálastofnunar.
___________________________
Um hlutabætur
Starfshlutfall verður að hafa lækkað um 20 prósentustig hið minnsta. Gerð er meðal annars sú krafa að tekjur atvinnurekanda eftir 15. mars 2020 hafi dregist saman um a.m.k. 25 prósent samanborið við eitt af tímabilum sem tilgreind eru í lögunum, sbr. nánar hér .
Tímabundnar greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði gera atvinnurekendum og launamönnum kleift að semja um lækkun starfshlutfalls án undangengins uppsagnarfrests.
Atvinnurekandi greiðir starfsmanninum laun í samræmi við nýtt starfshlutfall og starfsmaðurinn sækir á þeim grundvelli um atvinnuleysisbætur.
Mikilvægt er að atvinnurekendur og launafólk kynni sér vel þær greiðslur sem eru í boði og gangi skriflega frá samningum um lækkun starfshlutfalls.
Hér á vefnum má nálgast upplýsingar um reglurnar, samningsform, reiknivél og svör við algengum spurningum. Atvinnurekendum er einnig bent á heimasíðu Vinnumálastofnunar þar sem skrá þarf upplýsingar um starfsmenn og breytingar á starfshlutfalli.
SA og ASÍ hafa einnig sammælst um samningsform vegna hlutastarfs sem atvinnurekendur og launamenn geta stuðst við. Rétt er að atvinnurekendur kynni sér fyrst leiðbeiningar hér á vefnum, m.a. ef aðlaga þarf formið frekar að aðstæðum á vinnustað. Sjá jafnframt enska útgáfu og pólska útgáfu .
SA ásamt aðildarsamtökum stóðu fyrir upplýsingafundi 22. apríl 2020 með aðkomu Vinnumálastofnunar þar sem spurningum félagsmanna var svarað um framkvæmd, upplýsingagjöf og greiðslur. Upptöku af fundinum má nálgast hér.
Síðast uppfært: 18.6.2021
Hlutastarf
Hvað er hlutastarf?
Starfsmaður telst í hlutastarfi ef venjulegur vinnutími hans á viku eða að meðaltali miðað við heilt ár er styttri en sambærilegs starfsmanns í fullu starfi, sbr. 3. gr. laga nr. 10/2004 um starfsmenn í hlutastörfum.
Hlutfallslega sambærileg kjör
Starfsmenn í hlutastörfum skulu ekki njóta hlutfallslega lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna, sbr. 4. gr. laganna.
Sjá einnig samning SA og ASÍ um hlutastörf.
Hópbifreiðastjórar
Bílstjórar hópbifreiða, sem rúma 9 farþega eða fleiri, sbr. lög nr. 28/2017 um farþegaflutninga á landi og þurfa aukin ökuréttindi vegna starfa sinna, falla undir 17. kafla aðalkjarasamnings SA og SGS / Eflingar. Ef bílstjóri er jafnframt leiðsögumaður og annast leiðsögn fyrir farþega ásamt akstri bifreiðar, kunn að falla undir ákvæði um ökuleiðsögn í kjarasamningi SA og Leiðsagnar.
Hópuppsagnir
Um hópuppsagnir fer samkvæmt lögum um hópuppsagnir nr. 63/2000 og kjarasamningum.
Í lögum um hópuppsagnir er skilgreint hvað telst vera hópuppsögn og hvernig undirbúa skuli áformaðar uppsagnir með samráði við trúnaðarmenn og tilkynningu til vinnumiðlunar.
Í almennum kjarasamningum SA og landssambanda ASÍ er sérstakt samkomulag um hópuppsagnir sem nær til fyrirtækja með 16 starfsmenn og fleiri. Þar er einnig að finna sérákvæði um lengingu uppsagnarfrests þegar vafi er um endurráðningu starfsmanna.
Hráefnisskortur
.
Hver er trúnaðarmaður?
Sá einn er trúnaðarmaður sem er tilnefndur af hlutaðeigandi stéttarfélagi og réttilega kosinn til starfans skv. viðeigandi kjarasamningi.
Tilnefning
Trúnaðarmaður er starfsmaður, sem tilnefndur er til trúnaðarmannastarfans af stjórn stéttarfélags þess, sem á staðnum er í viðkomandi starfsgrein, sbr. 9. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.
1 –2 trúnaðarmenn
Samkvæmt flestum kjarasamningum er starfsmönnum heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina.
Sé ekki kveðið á um kosningu trúnaðarmanns í viðkomandi kjarasamningi nægir tilnefning hlutaðeigandi stéttarfélags.
Samkvæmt kjarasamningum er óheimilt að tilnefna trúnaðarmenn til lengri tíma en tveggja ára í senn en heimilt er að kjósa sama trúnaðarmanninn aftur.
Engin heimild er til að kjósa varatrúnaðarmenn.
Komi upp ágreiningur um það hvort trúnaðarmaður hafi verið tilnefndur samkvæmt ákvæðum laga eða kjarasamnings ber stéttarfélagið sönnunarbyrðina fyrir því að svo sé. Skrifleg tilkynning er þá æskileg en ekki nauðsynleg, sbr. Félagsdóm nr. 3/1990, 27. júní 1990 ( Siglufjarðarkaupstaður )
Í dómi Félagsdóms nr. 2/2014 ( Rio Tinto ) reyndi á það hvort uppsögn tiltekins starfsmanns hafi brotið gegn 11. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur og verið ólögmæt af þeim sökum. Starfsmanninum var sagt upp störfum að morgni og var kjörinn trúnaðarmaður síðar sama dag. Félagsdómur féllst ekki á að starfsmaðurinn hafði fært sönnur á að hann nyti stöðu trúnaðarmanns þegar honum var sagt upp störfum þar sem hann hafði ekki verið tilkynntur til atvinnurekanda síns sem kjörinn trúnaðarmaður áður en honum var sagt upp störfum. Ekki skipti máli þótt hann hefði sótt fund í trúnaðarráði fyrir kjörinn trúnaðarmann, að beiðni hans og fengið greidd laun á meðan.
Hvíldartími
Milli SA og ASÍ og landssambanda þess er í gildi sérstakur samningur um tiltekna þætti er varða skipulag vinnutíma frá 30. desember 1996. Samningurinn byggir á tilskipun Evrópusambandsins um sama efni og er birtur í útgefnum kjarasamningum SA.
Í flest öllum kjarasamningum SA og landssambanda ASÍ er einnig að finna ákvæði um hvíldartíma og vikulegan frídag, sbr. gr. 2.4 í kjarasamningum SA við VR , SGS og Eflingar . Þessi ákvæði eru að mestu eins en í kjarasamningum iðnaðarmanna eru þó sérákvæði um hvíld vegna útkalla og þegar hvíld fer undir 8 klst., sbr. t.d. kjarasamning Samiðnar , gr. 2.8 og RSÍ , gr. 2.7.
Í IX. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er auk þess kveðið á um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Sérreglur gilda um vinnu- og hvíldartíma barna og ungmenna skv. X. kafla sömu laga.
Þá eru einnig sérreglur varðandi bifreiðastjóra. Sjá nánar kafla um aksturs- og hvíldartíma ökumanna .
Hýrudráttur
Hýrudráttur er það kallað þegar atvinnurekandi haldur eftir af launum starfsmanns hætti hann störfum án þess að virða samningsbundinn uppsagnarfrest.
Sjá nánar umfjöllun á vinnumarkaðsvefnum um brotthlaup.
Höfundaréttur
Höfundaréttur er varinn í höfundalögum nr. 73/1972, en í honum felst:
(i) sæmdarréttur höfundar til að fá viðurkenningu fyrir verk sín, og;
(ii) fjárhagsleg höfundaréttindi.
Heimilt að framselja fjárhagsleg höfundarréttindi
Höfundi er heimilt að framselja hinn fjárhagslega þátt til þriðja aðila, s.s. vinnuveitanda.
Hluti af starfsskyldum starfsmanns getur verið að vinna að verkum sem njóta verndar höfundalaga og laga nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna.
Í ráðningarsamningi er gjarnan áréttað að skýrslur, forrit eða aðrar þær afurðir sem starfsmaður vinnur að framleiðslu á sem starfsmaður vinnuveitanda skulu vera óskorðuð eign vinnuveitanda.
Samkomulagið gildir hvort sem um er að ræða verk sem höfundarréttur gildir um skv. höfundarlögum, atvinnuleyndarmál, uppfinningu sem vernduð verður með einkaleyfi eða hvers konar hugverk sem starfsmaður vinnur að og þróar í starfi sínu í þágu vinnuveitanda.
Vinnuveitanda er því heimil hver sú nýting afurða starfsmannsins sem félagið telur rétta þar á meðal breytingar, einnig eftir að starfsmaður hefur látið af störfum.
Sjá einnig fylgiskjal með ráðningarsamningi um höfundarétt.
Iðnnemar
Rétt til iðnaðarstarfa í iðngreinum, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar hafa verið í reglugerð hafa meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni, sbr. 8. gr. laga nr. 42/1978 um handiðnað.
Um vinnustaðanám skal gera námssamning, sbr. reglugerð nr. 180/2021 um vinnustaðanám.
Skilyrði fyrir því að meistari eða iðnfyrirtæki geti tekið iðnnema á námssamning eru tilgreind í framangreindri reglugerð.
Kaup og kjör iðnnema eru ákveðin í kjarasamningum SA og stéttarfélaga iðnaðarmanna (Samiðn, RSÍ, VM, Matvís, Grafía).
Sjá einnig upplýsingar um iðnnám á www.idan.is.
Innvinnsla og greiðsla orlofs
Orlofslög nr. 30/1987 tilgreina lágmarksorlof, þann launastofn sem reikna ber orlofslaun af, hvernig halda skuli utan um áunnin orlofslaun og með hvaða hætti þau eru greidd út.
Í kjarasamningum eru ákvæði um orlof umfram lágmarksorlof og ávinnslu þess.
Orlofsrétturinn er tvískiptur, þ.e. felur annars vegar í sér rétt til orlofsdaga og hins vegar orlofslauna.
Jafnaðarkaup
Í kjarasamningum er samið um dagvinnulaun og álagsgreiðslur ef unnið er utan dagvinnutímabils eða umfram fullt starf. Er því gert ráð fyrir að lágmarkstímakaup sé mismunandi eftir því hvenær vinnan er innt af hendi.
Kallar á stöðuga aðgæslu
Stundum er greitt jafnaðarkaup, þ.e. sama kaup fyrir alla unna tíma jafnt á dagvinnutímabili sem utan þess. Jafnaðarkaup má þó ekki leiða til þess að starfsmaður beri minna úr býtum en ef hann hefði fengið greitt dagvinnu- og yfirvinnukaup eða dagvinnukaup og vaktaálag / eftirvinnukaup samkvæmt kjarasamningi. Þetta fyrirkomulag kallar því á stöðuga aðgæslu.
Verði vinna utan dagvinnutímabils meiri en gert var ráð fyrir við útreikning jafnaðarkaups þarf að gæta að því að heildarkjör starfsmanns verði ekki lakari en ef laun hefðu verið reiknuð í samræmi við ákvæði kjarasamninga.
Semja þarf um jafnaðarálag í ráðningarsamningi
Ganga þarf frá slíku fyrirkomulagi tryggilega í ráðningarsamningi enda meginregla að greitt sé vaktaálag / eftirvinnukaup eða yfirvinnukaup utan dagvinnutímabils.
Almennt forsenda að vinnutími sé reglubundinn
Ef vinnutími starfsmanns er ekki reglubundinn þá er mjög varasamt að greiða jafnaðarkaup, enda engar forsendur fyrir útreikningi.
Jafnlaunastaðall
Jafnlaunastaðall er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi. Með jafnlaunastaðli er miðað að innleiðingu markvissra og faglegra aðferða við ákvörðun launa, virkri rýni og umbótum á framkvæmd jafnlaunastefnu innan fyrirtækja. Staðallinn er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og velferðaráðuneytis.
Markmið staðalsins er að auðvelda vinnuveitendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á sínum vinnustað og uppfylla þannig ákvæði l aga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (jafnréttislög) en samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggja á að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Til að öðlast jafnlaunavottun skv. 7. gr. jafnréttislaga þarf faggiltur vottunaraðili að meta hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt og þar með sé unnt að veita viðkomandi fyrirtæki jafnlaunavottun.
Lesaðgangur að staðlinum ÍST 85 er opinn öllum á Íslandi með ákveðnum skilmálum samkvæmt samningi milli Staðlaráðs Íslands og stjórnvalda.
Ávinningur fyrirtækisins af notkun jafnlaunastaðalsins getur m.a. falist í aukinni þekkingu á launasetningu fyrirtækis, bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar, samfélagsábyrgðar og góðra stjórnarhátta.
Innleiðing jafnlaunastaðalsins
Við innleiðingu á jafnlaunastaðli þarf að flokka störf allra starfsmanna og velja þau viðmið sem eru mest einkennandi fyrir þær kröfur sem störfin gera til starfsmanna í hlutaðeigandi fyrirtæki. Skjalfesta þarf launastefnu fyrirtækisins.
Áður en vinna við innleiðingu jafnlaunastaðalsins hefst þarf að setja upp verkáætlun, fara yfir það hverjir af þeim þáttum sem gerðar eru kröfur um í staðlinum séu til staðar og hvaða umbætur þurfi að eiga sér stað með tilliti til krafna staðalsins. Hér er m.a. átt við það hvort jafnlaunastefna sé til og hvort hún hafi verið kynnt fyrir starfsfólki og sé aðgengileg þeim, hvort allar ákvarðanir um laun og kjör séu skjalfestar, rökstuddar og rekjanlegar, hvort verklagsreglur fyrir launaákvarðanir séu til og skráðar og hvort hlutverk, ábyrgð og völd séu skilgreind.
Við innleiðingu er nauðsynlegt að þau viðmið sem lögð skulu til grundvallar launaákvörðunum séu ákveðin og skulu viðmiðin ákveðin frá þeim kröfum sem störf gera til starfanna. Svigrúm fyrirtækis við ákvörðun viðmiða ræðst af ákvæðum jafnréttislaga. Flokka þarf störf á grundvelli þeirra málefnalegu viðmiða sem ákveðin eru. Í framhaldinu af því er störfum raðað til launa.
Því næst er að framkvæma verkáætlunina og er stærsti þáttur hennar oftast að framkvæma starfaflokkun. Einnig þarf að framkvæma launagreiningu byggða á starfaflokkuninni og huga að skjölun verklagsreglna.
Að lokum er rétt að gera nokkurs konar innri úttekt eða forúttekt til að athuga hvort vinnustaður telji sig uppfylla kröfur staðalsins.
Á vef velferðarráðuneytis er að finna verkfærakistu sem þróuð hefur verið til að auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðalsins, þ. á m. er reiknilíkan starfaflokkunarkerfis.
Frammistöðu fyrirtækisins er síðan viðhaldið með gátun, rýni stjórnenda og viðbrögðum við frábrigðum sem í ljós kunna að koma.
Innleiðing staðals - jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfesting
Fyrirtækjum með fleiri en 49 starfsmenn er skylt að öðlast jafnlaunavottun að undangenginni úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem staðfestir að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins, sjá um jafnlaunavottun.
Fyrirtækjum með 25–49 starfsmenn hafa hins vegar val um að gangast undir jafnlaunavottun skv. 7. gr. eða sækja um jafnlaunastaðfestingu sem Jafnréttisstofa veitir að undangengnum skilum á gögnum um að jafnlaunakerfi og framkvæmd þess uppfylli, að mati Jafnréttisstofu, þær kröfur sem settar eru fram í jafnréttislögum sjá um jafnlaunastaðfestingu.
Sjá nánar um jafnlaunastaðalinn á vef Stjórnarráðsins .
Jafnréttisáætlun
Sú skylda er lögð á fyrirtæki þar sem starfa 25 eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna („jafnréttislög“).
Með samþættingu jafnréttissjónarmiða í starfsmannastefnu er átt við að fyrirtæki flétti sjónarhorn kynjajafnréttis skýrt inn í starfsmannastefnu sína. Jafnframt skulu fyrirtæki gera áætlun um hvernig ná skuli þeim markmiðum er koma fram í jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu þeirra. Tilgangurinn með gerð jafnréttisáætlunar tengist því náið þeirri skyldu sem lögð er á vinnuveitendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns.
Hvað á að koma fram í jafnréttisáætlun?
Í jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu skal koma fram markviss stefna og verkefnaskrá fyrirtækis um hvernig jafnrétti kynjanna verði náð og því viðhaldið til framtíðar. Þar skal sérstaklega kveðið á um markmið í jafnréttismálum og gerð skal áætlun um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem þeim eru áskilin í jafnréttislögum.
Í jafnréttisáætlun skal setja fram tímasetta framkvæmdaáætlun þar sem fram kemur hvernig eftirfarandi ákvæði jafnréttislaga eru uppfyllt (markmið, aðgerðir, ábyrgð og tímarammi):
- Almenn ákvæði um launajafnrétti (6. gr.)
- Jafnlaunavottun (7. gr.)
- Jafnlaunastaðfesting (8. gr.)
- Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun (12. gr.)
- Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs (13. gr.)
- Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni (14. gr.)
Sumir vinnustaðir hafa farið þá leið að taka fleiri þætti en kyn inn í jafnréttisáætlanir sínar þrátt fyrir að það sé ekki skylt samkvæmt lögum. Í ljósi þess er athygli vakin á lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og lögum nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði .
Eftirfylgni innan fyrirtækis og endurskoðun á þriggja ára fresti
Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti.
Mikilvægt er að verkefnum jafnréttisáætlunarinnar sé fylgt eftir. Gott er að fara yfir stöðu allra verkefnanna a.m.k. árlega með framkvæmdastjóra, framkvæmdaraðilum og helstu stjórnendum. Einnig er gagnlegt að kynna reglulega fyrir starfsfólki hvað hefur tekist vel og hvað má betur fara. Áætlunin verður þá lifandi plagg sem líklegra er að skili árangri. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti. Gildistíminn þarf að koma fram í stefnunni / áætluninni.
Á heimasíðu Jafnréttisstofu er að finna leiðbeiningar við gerð jafnréttisáætlunar.
Síðast uppfært: Febrúar 2021
Jöfn meðferð
Lög nr. 86/2018 kveða á um jafna meðferð einstaklinga á vinnumarkaði en markmið laganna er að koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á vinnumarkaði og vinna gegn mismunun.
Með jafnri meðferð er átt við þegar einstaklingum er hvorki mismunað beint né óbeint vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ef leiddar eru líkur að því að mismunun samkvæmt ákvæðum laganna hafi átt sér stað skal sá sem talinn er hafa mismunað sýna fram á að ástæður þær sem lágu til grundvallar meðferðinni tengist ekki einhverjum af þeim þáttum.
Samkvæmt lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði skulu atvinnurekendur m.a.:
- vinna markvisst að jafnri meðferð á vinnumarkaði og innan fyrirtækis síns
- gæta að því að mismunun eigi sér ekki stað við starfsauglýsingar og ráðningar Sama gildir um stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og önnur starfskjör starfsmanna
- ganga úr skugga um að starfsmenn sem sinna sömu eða jafnverðmætum störfum fái greidd jöfn laun og sé ekki mismunað með ómálefnalegum hætti í tengslum við laun og önnur kjör
- gera viðeigandi ráðstafanir til að gera fötluðum einstaklingi eða einstaklingi með skerta starfsgetu kleift að eiga aðgengi að og taka þátt í starfi, njóta framgangs í starfi eða fá þjálfun
Frávik
Mismunandi meðferð getur verið réttlætanleg ef hún byggist á eðli viðkomandi starfsemi eða því samhengi sem til staðar er þar sem starfsemin fer fram, enda hafi kröfur um slíka starfstengda eiginleika lögmætan tilgang og gangi ekki lengra en nauðsyn krefur. Á þessum grundvelli geta atvinnurekendur t.d. sett reglur um hámarksaldur í ákveðin líkamlega erfið störf hjá sér.
Mismunandi meðferð vegna aldurs er heldur ekki talin brjóta gegn lögunum séu færð fyrir henni málefnaleg rök sem helgast af lögmætu markmiði, þ.m.t. stefnu í atvinnumálum eða öðrum markmiðum er varða vinnumarkað, enda gangi slíkar aðgerðir ekki lengra en nauðsynlegt er talið til að ná því markmiði sem stefnt er að.
Uppsagnarvernd
Atvinnurekanda er óheimilt að segja starfsfólki upp störfum sökum þess að þeir hafi kvartað undan eða kært mismunun eða krafist leiðréttingar á grundvelli laganna. Atvinnurekandi þarf einnig að gæta þess að starfsfólk verði ekki látnir gjalda þess í starfi að kvartað hafi verið undan eða kærð mismunun eða krafist leiðréttingar á grundvelli laga þessara.
Síðast uppfært: September 2020
Kallvakt
Hugtakið kallvakt kemur fyrir í eldri kjarasamningum en í kjarasamningum SA er nú almennt notað heitið "bakvakt. Sjá nánar um bakvaktir á vinnumarkaðsvef SA.
Kauptrygging fiskvinnslufólks
Þegar starfsmaður í fiskvinnslustörfum hefur öðlast rétt til kauptryggingar skv. gr. 18.4. í kjarasamningi SA og SGS / Eflingar skal atvinnurekandi greiða honum föst laun fyrir dagvinnu þótt hráefnisskortur valdi vinnslustöðvun.
Frávik gilda ef horfur eru á langvinnri rekstrarstöðvun vegna hjáefnisskorts og þegar vinnustöðvun stafar af ófyrirséðum áföllum sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979.
Sjá frekari umfjöllun um kauptryggingasamninga í fiskvinnslufyrirtækjum á vefsíðu Vinnumálastofnunar.
Kennitöluflakk
Hvað er kennitöluflakk?
Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast undan einhverjum eða öllum lagalegum skuldbindingum félagsins.
Kennitöluflakk getur annars vegar falið í sér að félag í greiðsluerfiðleikum er rekið í gjaldþrot og stofnað er nýtt félag. Eignir eru þá færðar að hluta eða að öllu leyti yfir í hið nýja félag á undirverði eða án endurgjalds. Nýja félagið er almennt starfrækt undir sama viðskiptanafni og út á við er eins og engin breyting hafi orðið. Í þessum tilvikum stofnast ásetningur til kennitöluflakks á síðari stigum.
Ásetningur til kennitöluflakks getur hins vegar verið til staðar frá upphafi. Í þeim tilvikum eru oft litlar sem engar eignir í félaginu og tilgangur félagsins er fyrst og fremst að misnota hlutafélagaformið með ólögmætum hætti. Í þessum tilvikum er oft um að ræða kerfisbundið gjaldþrot félaga.
Kennitöluflakk er refsivert
Mikilvægt er að kröfuhafar og aðrir þeir sem hafa grun um að viðhöfð hafi verið ólögmæt háttsemi sem gæti talist til kennitöluflakks tilkynni slíka háttsemi til embættis héraðssaksóknara sem fyrst.
Kennitöluflakk er skaðabótaskylt
Þá er mikilvægt að kröfuhafar nýti rétt sinn til þess að höfða skaðabótamál gegn forsvarsmönnum félaga sem virða ekki skyldu sína til þess að gefa félag til gjaldþrotaskipta undir þeim kringumstæðum sem félagið getur ekki staðið í fullum skilum við kröfuhafa sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikarnir muni líða hjá innan skamms, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti.
Kennitöluflakk er riftanlegt
Að sama skapi er oft grundvöllur til þess að rifta ráðstöfunum þrotamanns skv. XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti í tilviki kennitöluflakks, sbr. t.d. á grundvelli 131. gr. gþl. er hægt að rifta ráðstöfunum sem fela í sér flutning eigna úr gjaldþrota félagi í nýtt félag á undirverði eða án greiðslu.
Sjá frekari umfjöllun um kennitöluflakk í tillögum SA og ASÍ frá júní 2017.
Kjarasamingur við Hársnyrtisveina
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamingur við Samband stjórnunarfélaga
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamingur við Samiðn
Samiðn: Sveinar í byggingariðnaði, málmiðnaði og skrúðgarðyrkju. Innan Samiðnar eru 12 aðildarfélög, m.a. verkalýðsfélög með iðnaðarmannadeildir.
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamingur við VR og LÍV
Aðild: VR og Landssamband ísl. verzlunarmanna
Efni: Viðauki við lífskjarasamninginn. Breytingar á einstökum greinum kjarasamnings VR/LÍV.
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamningur SA og aðildarfélaga BHM
Hér finnur þú kjarasamning milli SA og 15 aðildarfélaga BHM. Samningurinn er ótímabundinn.
Kjarasamningur SA og hjúkrunarfræðinga
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn sem er ótímabundinn var síðast uppfærður hinn 16. ágúst 2022 og er nær alfarið samræmdur við kjarasamning SA og BHM.
Kjarasamningur SA og lyfjafræðinga
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og Lyfjafræðingafélags Íslands vegna apóteka. Samningurinn er ótímabundinn.
Kjarasamningur SA og verk-, tækni-, tölvunar- og byggingafræðinga
Hér finnur þú kjarasamning milli SA og stéttarfélaga verkfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og byggingafræðinga.
Kjarasamningur við Arkitektafélag Íslands
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamningur við BHM
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamningur við Eflingu
Hér að neðan finnur þú kjarasamninga milli SA og Eflingar - stéttarfélags, annars vegar aðalkjarasamning og hins vegar þjónustusamning sem nær til veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðarsölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.
Kjarasamningur við Fjármálafyrirtæki
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamningur við GRAFÍU
Grafía: Sveinar og nemar í prentun, prentsmíði/grafískri miðlun og bókbandi og verkafólk í prentsmiðjum, prentþjónustum og á bókbandsstofum.
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og Grafíu ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamningur við Iðnaðarmenn
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamningur við Leiðsögn - Stéttarfélags Leiðsögumanna
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamningur við MATVÍS
Matvís: Sveinar í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu og iðnnemar í sömu greinum.
(bakarar, framreiðslumenn / þjónar, kjötiðnaðarmenn og matreiðslumenn / kokkar)
Hér finnur þú uppfærðan kjarasamning milli SA og Matvís.
Kjarasamningur við mjólkurfræðinga
Hér finnur þú kjarasamning milli SA og Mjólkurfræðingafélags Íslands.
Kjarasamningur við RSÍ - Rafiðnaðarsamband Íslands
RSÍ: Sveinar og nemar í rafiðngreinum (m.a. rafvirkjar og rafeindavirkjar) og tæknifólk í rafiðnaði.
Kjarasamningur við SGS - Starfsgreinasamband Íslands
Hér að neðan finnur þú kjarasamninga milli SA og SGS (án Eflingar), annars vegar aðalkjarasamning og hins vegar þjónustusamning sem nær til veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðarsölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.
Kjarasamningur við Stéttarfélög byggingar-, tölvunar-, tækni- og verkfræðinga
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Kjarasamningur við VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna
VM: Vélstjórar, vélfræðingar og sveinar í málmtækni og netagerð.
Hér finnur þú kjarasamning milli SA og VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Kvöldmatartími
Í kjarasamningum er almennt kveðið á um það að kvöldmatartími skuli vera ein klukkustund frá kl. 19:00 - 20:00, sé yfirvinna unnin.
Kvöldmatartími reiknast sem vinnutími falli hann inn í vinnutímabil.
Ef unnið er í kvöldmatartíma greiðist yfirvinnukaup til viðbótar vinnutímanum. Þetta gildir þó ekki í vaktavinnu, þar eru eingöngu ákvæði um neysluhlé á vaktinni en séu þau unnin greiðast þau einnig með yfirvinnukaupi.
Kærunefnd jafnréttismála
Kærunefnd jafnréttismála er nefnd sem starfar á grundvelli III. kafla laga um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og reglugerð nr. 408/2021.
Verkefni kærunefndar jafnréttismála er að taka erindi til meðferðar vegna meintra brota á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lögum nr. nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og löfum nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi gagnvart málsaðilum en heimilt er að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla.
Sjá frekari umfjöllun um kærunefnd jafnréttismála á vef stjórnarráðsins.
Launabreytingar
Launahækkanir kjarasamninga
Kjarasamningar kveða á um lágmarkskjör í starfsgrein. Þar er ekki einungis kveðið á um lágmarkslaun heldur einnig í mörgum tilvikum lágmarkshækkun þeirra reglulegu launa sem starfsmaður nýtur á þeim degi þegar hækkun skv. kjarasamningi á að koma til framkvæmda, óháð launum viðkomandi starfsmanns. Þessi skilningur er staðfestur í bókun með kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ. Upplýsingar um umsamdar launahækkanir kjarasamninga má finna í kaupgjaldsskrá SA og uppfærðum kjarasamningum.
Í kjarasamningum er stundum samið um ólíkar hækkanir fyrir starfsfólk sem starfar á lágmarkstöxtum kjarasamninga og þeim sem eru á hærri launum en skv. taxta kjarasamnings, s.s. yfirborgaðir. Það er einmitt tilvikið í lífskjarasamningunum.
Í lífskjarasamningunum var samið um eftirfarandi almennar hækkanir sem eiga við starfsfólk sem er á hærri launum en skv. taxta kjarasamnings:
1. apríl 2019: 17.000 kr.
1. apríl 2020: 18.000 kr.
1. janúar 2021: 15.750 kr.
1. janúar 2022: 17.250 kr.
Fyrir starfsfólk sem tekur kjör skv. taxta kjarasamnings var aftur á móti samið um eftirfarandi launahækkanir en uppfærða taxta má eins og fyrr segir nálgast í kaupgjaldsskrá SA og uppfærðum kjarasamningum :
1. apríl 2019: 17.000 kr.
1. apríl 2020: 24.000 kr.
1. janúar 2021: 24.000 kr.
1. janúar 2022: 25.000 kr.
Þar sem taxtahækkanir eru hærri en almennar hækkanir í lífskjarasamningi getur það gerst að starfsmaður sem verið hefur lítillega yfirborgaður (minna en sem nemur muni á taxtahækkunum og almennum hækkunum) verði það ekki lengur. Mikilvægt er því að kynna sér vel kaupgjaldaskránna í slíkum tilvikum.
Er heimilt að flýta launahækkun?
Já, vinnuveitandi getur flýtt launahækkunum kjarasamninga, að öllu leyti eða hluta.
Samkvæmt bókun frá árinu 2011 í kjarasamningum SA og aðildarfélaga ASÍ er heimilt við ákvörðun launa eða launahækkun að flýta óframkomnum almennum hækkunum næstu 12 mánaða. Gera verður starfsmanni grein fyrir því að um flýtta hækkun skv. kjarasamningi sé að ræða.
Dæmi í ráðningarsamningi: „Við ákvörðun launa hefur verið tekið tillit til launahækkana kjarasamninga næstu 12 mánuði og eru þær því innifaldar í umsömdum launum."
Dæmi um staðfestingu launahækkunar: „Laun starfsmanns hækka frá og með 1. október 2021 og verða kr. xxx. Með því hefur verið flýtt komandi launahækkun kjarasamnings og hún því innifalin í umsömdum launum."
Dæmi um staðfestingu launahækkunar: „Laun starfsmanns hækka um 3% frá og með 1. október 2021. Launahækkun þessi kemur til frádráttar komandi launahækkun kjarasamnings."
Ef ósamið er á vinnumarkaði um launahækkanir er hægt að hafa fyrirvara vegna launahækkunar.
Dæmi um skriflegan fyrirvara: „Samkomulag er um að laun starfsmanns hækki um 3% frá og með 1. október 2022. Hækkun launa í komandi kjarasamningum er innifalin í þeirri hækkun. Verði samið um meiri almenna hækkun launa í kjarasamningi hækka laun þá til viðbótar sem nemur mismun."
Er heimilt að seinka eða afnema launahækkun?
Atvinnurekandi getur ekki einhliða ákveðið að launabreyting kjarasamningi komi ekki til framkvæmda og hann getur að sama skapi ekki samið við starfsmann um að laun hækki ekki. Atvinnurekanda er hins vegar heimilt að semja við starfsmann um að yfirborgun hans umfram lágmarkstaxta kjarasamninga taki lækkun. Mikilvægt er að samningur þar um sé skýr þannig að fyrir liggi hver ný mánaðarlaun eða nýtt tímakaup eigi að vera að teknu tilliti til umsaminnar launahækkunar kjarasamninga. Ef ekki næst samkomulag við starfsmann um lækkun yfirborgunar þá getur atvinnurekandi sagt upp yfirborgun eða launalið ráðningarsamnings.
Sjá nánar um uppsögn launaliðar og samninga um lækkun yfirborgunar .
Kjarasamningar án launabreytinga
Nokkrir kjarasamningar hafa ekki að geyma ákvæði um árlegar launabreytingar og ráðast þær því eingöngu af því sem um semst milli vinnuveitanda og starfsmanns. Um er að ræða kjarasamninga SA við Félag lykilmanna og félög háskólamanna, þ.e.
- Kjarasamning SA og Félags lykilmanna
- Kjarasamning SA og aðildarfélaga BHM
- Kjarasamning SA og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga
- Kjarasamning SA og félaga verk-, tækni-, bygginga- og tölvunarfræðinga
- Kjarasamning SA og Lyfjafræðingafélags Íslands
Í stað árlegra launabreytinga á starfsmaður rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári, m.a. til að ræða hugsanlegar launabreytingar. Niðurstaða viðtals skal liggja fyrir innan mánaðar. Hafa verður í huga að starfsmenn, sem undir þessa kjarasamninga falla, hafa eftir sem áður væntingar um að laun þeirra taki breytingum. Því er mikilvægt að vinnuveitandi ræði árlega við starfsmenn um forsendur launabreytinga, m.a. með tilliti til frammistöðu og annarra þátta sem áhrif geta haft á launaþróun.
Síðast uppfært: okt. 2022
Launajafnrétti
Jafnlaunareglan
Kveðið er á um jafnlaunareglu íslensks réttar í 6. gr. laga nr. 150/2020 um jafnan rétt kynjanna („jafnréttislög“) og kveður hún á um að konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Jafnframt er einnig, með lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði , gert ráð fyrir að þegar að kemur að ákvörðunum um laun og önnur kjör starfsfólks gildi jafnlaunaregla íslensks réttar.
Jöfn laun
Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. Ennfremur mega þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum eða ákvörðunum um önnur kjör ekki fela í sér mismunun á grundvelli þeirra þátta sem tilgreindir eru í lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði þ.e. vegna kynþáttar, þjóðernigsuppruna, trúar, lífsskounar, fötlunar, skertar starfsgetu, aldurs, kynkneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.
Sömu eða jafnverðmæt störf
Innlendir og erlendir úrskurðaraðilar hafa slegið því föstu að ólík störf geti verið jafnverðmæt. Það hvort að ólík störf séu jafnverðmæt byggist á heildstæðu mati á inntaki starfs. Þannig er virði starfa metið á grundvelli þeirra krafna sem í starfinu felast, það er kröfum um t.d. þekkingu, færni, ábyrgð og álag. Af þessu leiðir að ekki er tekið mið af hæfni starfsmanna þegar að virði starfs er metið.
Bann við mismunun í kjörum
Atvinnurekanda er óheimilt að mismuna starfsfólki sínu (konum, körlum og fólki með hlautlausa skráningu kyns í þjóðskrá) í launum og öðrum kjörum á grundvelli kyns sbr. 18 gr. jafnréttislaga eða vegna annarra þátta, sbr. 9. gr. laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði, þ.e. vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar, enda sinni það sömu eða jafnverðmætum störfum.
Í þessu felst ekki að allur launamismunur vegna sömu eða jafnverðmætra starfa sé óheimill. Launamunurinn verður hins vegar að byggja á málefnalegum þáttum og er almennt viðurkennt að t.d. menntun, starfsaldur, starfsreynsla, sérstök færni og aðrir slíkir þættir sem ekki teljast ómálefnalegir geti réttlætt launamismun.
Ef leiddar eru líkur á að starfsmenn njóti mismunandi launakjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf hvílir sönnunarbyrði á atvinnurekanda að sýna fram á að munurinn skýrist af öðrum þáttum en kyni sbr. 2. mgr. 18 gr. jafnréttislaga eða þeirra þátta sem tilgreindir eru í lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði þ.e. vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, túar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgeti, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.
Atvikunnurekanda tókst slík sönnun í máli:
- starfsmanna með sama starfsheiti á grundvelli munar á persónubundnum þáttum svo sem starfsreynslu (úrskurður kærunefndar jafnréttismála nr. 3/2016 )(Þjóðskjalasafnið ),
- tveggja viðskiptastjóra á þeim forsendum að annar starfsmaðurinn annaðist önnur og verðmætari verkefni og hafði yfir að ráða mun meiri starfsreynslu og menntun á því sviði sem þau störfuðu á (úrskurður kærunefndar jafnréttismála nr. 2/2009 )(Kaupþing banki ),
- sölumanna þar sem vinnutími annars sölumannsins var meiri og hann gegndi einnig öðrum og mun víðtækari starfsskyldum (álit kærunefndar jafnréttismála nr. 7/2004 )(Kjarnafæði ),
- þar sem vinnuframlag tveggja karlmanna á uppsagnarfresti var afþakkað en ekki konu á þeirri forsendu að konan hafði unnið skemur hjá félaginu og var ekki með eins sterka afstöðu gegn þeim skipulagsbreytingum sem voru tilefni uppsagnanna (úrskurður kærunefndar jafnréttismála nr. 10/2015 )(DV ).
Atvinnurekanda tókst á hinn bóginn ekki slík sönnun í máli:
- þar sem starfsmenn með sömu menntun og sambærilega starfsreynslu voru ráðnir til þess að gegna sama starfi og uppfylltu báðir öll þau skilyrði sem gerð voru í starfslýsingu (úrskurður kærunefndar jafnréttismála nr. 4/2015 og 5/2015 )(Seðlabankinn ),
- þar sem varnir hans byggðu á því að þar sem starfsmennirnir ættu undir ólíka kjarasamninga væri málefnalegt að greiða þeim mishá laun (dómur Hæstaréttar nr. 258/2004 )(STAK ),
- vegna þess að hann neitaði að afhenda kærunefnd jafnréttismála nauðsynleg gögn (úrskurður kærunefndar jafnréttismála nr. 3/2017 )(Álverið ),
- þar sem hann bar fyrir sig að launamunurinn skýrðist af því að karlmaðurinn væri í hlutastarfi en bannað er að mismuna hlutastarfsfólki (úrskurður kærunefndar jafnréttismála nr. 5/2017 )(Hönnunarhúsið ).
Síðast uppfært: Febrúar 2021
Launakjör
Laun og önnur kjör starfsmanns eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns. Í flestum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er kveðið á um lágmarkskjör í hlutaðeigandi starfsgrein. Umsamin laun og kjör starfsmanns verða að lágmarki að vera jafngóð og kjarasamningur kveður á um. Til þess að geta gengið úr skugga um að svo sé er lykilatriði að gera sér grein fyrir eftirfarandi atriðum:
- Hvaða kjarasamningur gildir um starfið?
- Hvaða launaflokkur gildir um starfið?
- Hvaða launaþrep á við?
Upplýsingar um kjarasamningsbundin launakjör má nálgast í kaupagjaldsskrá SA en kaupgjaldsskráin uppfærist til samræmis við kjarasamningsbundnar launabreytingar. Hér má svo nálgast gildandi kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins.
1. Hvaða kjarasamningur gildir um starfið?
Almennt veldur það ekki vandkvæðum að finna út hvaða kjarasamningur eigi við um starfið. Rafiðnaðarmenn falla t.d. undir kjarasamning SA og RSÍ , fagmenntaðir matreiðslumenn undir kjarasamning SA og MATVÍS , starfsfólk í verslunum undir kjarasamning SA við VR/LÍV og starfsfólk sem sinnir ræstingu undir kjarasamning SA við Eflingu/SGS .
Blönduð störf
Í sumum tilvikum er veruleikinn þó ekki eins einfaldur, t.d. þegar starfsmenn sinna blönduðum störfum sem geta átt undir fleiri en einn kjarasamning. Dæmi um slík störf geta verið þegar starfsmaður sinnir gestamóttöku ásamt almennum störfum á hóteli svosem þrifum og aðstoðarstörfum í eldhúsi. Fyrrnefnda starfið á undir sérkjarasamning SA og VR/LÍV vegna starfsfólks í gestamóttöku en hin síðarnefndu undir kjarasamning SA við SGS/Eflingu vegna ferðaþjónustu.
Ekki hefur reynt á það í dómaframkvæmd hvernig með eigi að fara í slíkum tilvikum. Rétt er að vinnuveitandi skilgreini þá hvort hlutverkið sé meira ráðandi. Rétt er að miða við að það hvaða kjarasamningur gildi um starfið ráðist af því hvað sé aðalstarf starfsmanns. Ef aukastarfið er hærra launað er góð framkvæmd að taka tillit til aukastarfsins við launaákvörðun ef til stendur að greiða kjarasamningsbundin laun þar sem starfsmaðurinn hefur hæfni til verðmætara starfsins. Ef kjarasamningsbundin laun fyrir aðalstarfið væru kr. 2.100 í dagvinnu en kr. 2.500 fyrir aukastarfið væri góð framkvæmd að greiða hærri fjárhæð en kr. 2.100 í dagvinnu en þó ætti ekki að vera þörf á að greiða kr. 2.500.
Í kjarasamningi SA og VR/LÍV er tekið á því þegar sú staða er fyrir hendi að starfsmaður gegni mismunandi launuðum störfum hjá sama fyrirtæki sem eiga undir þann kjarasamning, t.d. afgreiðslu- og skrifstofustörf. Í þeim tilvikum á að miða við hærra launaða starfið, nema starfsmaður takið að sér eitthvert starf að sér sem aukastarf, t.d. afgreiðsla í verslun ásamt tilfallandi skrifstofustörfum.
Fleiri en einn kjarasamningur geta átt við um starf
Þá eru þess einnig dæmi að fleiri en einn kjarasamningur geti átt við um hlutaðeigandi starf. Kjarasamningar SA við VR/LÍV annars vegar og SGS/Eflingar hins vegar ná t.d. báðir til lagerstarfa og starfa við útkeyrslu. Vinnuveitandi hefur í þessum tilvikum val um hvaða kjarasamning ákveðið er að miða við en mikilvægt er að skýrt komi fram í ráðningarsamningi hvaða kjarasamningur gildi. Rétt er að stéttarfélagsaðild, ef við á, fylgi þeim kjarasamningi sem lagður er til grundvallar.
Mikilvægt er að tilgreina í ráðningarsamningi hvaða kjarasamningur á við um starfið. Starfsmaður nýtur þeirra réttinda sem kjarasamningur mælir fyrir um hvort sem hann er félagsmaður í því stéttarfélagi sem kjarasamningur nær til enda starfi hann í starfsgrein sem samningurinn tekur til.
2. Hvaða launaflokkur gildir um starfið?
Í kjarasamningum eru almennt fleiri en einn launaflokkur. Hvar starfsmaður raðast getur meðal annars farið eftir tegund starfs og þeirri ábyrgð sem fylgir starfinu auk menntunar eða réttinda starfsmanns. Greina þarf því starfið og þær kröfur sem gerðar eru til þess auk menntunar og starfsreynslu starfsmanns. Ef vafi leikur á hvort starfsmaður hafi ákveðna menntun eða réttindi sem veitir rétt til hærri launaflokks með tilliti til þess starfs sem verið er að ráða starfsmann í er rétt að óska eftir að starfsmaður leggi fram gögn því til staðfestingar.
Í kjarasamningum verka- og afgreiðslufólks er samið um sérstaka launaflokka ungmenna (14-17 ára) fyrir ákveðin störf sem falla undir kjarasamningana. Þá er í kjarasamningum iðnaðarmanna launaflokkar vegna iðnnema. Sjá frekari upplýsingar í kaupgjaldsskrá.
3. Hvaða launaþrep á við?
Í kjarasamningum er oft að finna fleira en eitt launaþrep innan hvers launaflokks. Launaþrepin fara þá stighækkandi með aukinni reynslu í starfsgrein og/eða hjá hlutaðeigandi fyrirtæki. Við ráðningu er rétt að óska eftir upplýsingum um reynslu starfsmanns í hlutaðeigandi starfsgrein og að starfsmaður leggi fram upplýsingar til að sannreyna starfsreynslu sína ef vafi er fyrir hendi.
Við endurráðningu þarf svo að huga að ákvæðum kjarasamninga um áunnin réttindi í tengslum við kjarasamningsbundna launaröðun. Starfsmaður sem unnið hefur ákveðið lengi hjá fyrirtækinu og ræður sig þar aftur innan tilskilins tímafrests sem ákveðinn er í kjarasamningi nýtur því réttar til sömu kjarasamningsbundnu launaröðunarinnar og viðkomandi var með áður. Áunnin réttindi ná þó ekki til yfirborgana samkvæmt fyrri ráðningarsamningi sem eru umfram lágmarkskjör kjarasamninga, sbr. dómur Félagsdóms í máli frá 22. júní 2021 nr. 5/2021 . Ekki er því fyrir hendi almenn skylda til að endurráða starfsfólk á fyrri ráðningarkjör.
Félagsmenn eru hvattir til að beina fyrirspurn til lögfræðinga vinnumarkaðssviðs SA ef þeir eru í vafa um kjarasamningsbundna launaröðun.
Launaseðlar
Um útgáfu launaseðla er fjallað í 1. kafla kjarasamninga.
Launþegi á rétt á að fá launaseðil frá vinnuveitanda sínum við hverja útborgun þar sem greiðslan er sundurliðuð, svo sem í dagvinnu, vaktaálag, eftirvinnu og yfirvinnu. Einnig er tilgreint orlof og áunninn frítökuréttur. Allur frádráttur á að vera sundurliðaður.
Launatengdur kostnaður
Á vinnumarkaðsvefnum er að finna töflur um heildarlaunakostnað í nokkrum starfsstéttum. Hér er nánar gerð grein fyrir þeim launakostnaði og grundvelli útreiknings.
Síðast uppfært: Jan. 2021
Lágmarkstekjur
Í kjarasamningum verkafólks og verslunarmanna er ákvæði um lágmarkstekjur. Hafa verður í huga að hér er ekki um að ræða lágmarkstaxta kjarasamninga. Þeir standa sjálfstætt (sjá kaupgjaldsskrá SA ) en með kjarasamningum er tryggt að starfsmaður hafi tilteknar lágmarkstekjur að teknu tilliti til álags- og aukagreiðslna. Ákvæði um lágmarkstekjur nær einnig til aðstoðarfólks í félögum iðnaðarmanna en nær ekki til iðnnema.
Ef vinnuveitandi ákveður að greiða dagvinnulaun sem samsvara lágmarkstekjutryggingu þá er mikilvægt að taka fram ef eftirvinnukaup / vaktaálag / yfirvinnukaup greiðist m.v. annan dagvinnugrunn, t.d. mánaðarlaun skv. kjarasamningi.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru sem hér segir:
Frá 1. janúar 2021 kr. 351.000
Frá 1. janúar 2022 kr. 368.000
Síðast uppfært: Janúar 2022
Lengd orlofs í samningum
Lögbundið orlof er 24 virkir dagar, sem jafngildir 4 vikum og 4 dögum miðað við vinnu frá mánudegi til föstudags.
Í kjarasamningum hefur verið samið um aukinn orlofsrétt til handa starfsmönnum sem starfað hafa ákveðinn tíma hjá sama vinnuveitanda eða í sömu starfsgrein.
Hafa verður í huga að starfsmaður getur átt rétt á tilteknum fjölda orlofsdaga þótt hann eigi ekki rétt á þeim öllum greiddum. Sjá nánar um innvinnslu orlofs.
Síðast uppfært: Maí 2020
Lífeyrissjóður
Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 129/1997 er öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs.
Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs samkvæmt lögunum skal vera a.m.k. 12% af heildarfjárhæð greiddra launa. Í kjarasamningum hefur verið samið um skiptingu gjaldsins og hækkun á mótframlagi vinnuveitanda. Gegn 4% iðgjaldi starfsmanns er mótframlag vinnuveitanda frá 1. júlí 2018: 11,5%.
Fyrstu 12% af iðgjaldi til lífeyrissjóða á samningssviði SA og ASÍ rennur til samtryggingar. Sjóðsfélagar ráða því svo sjálfir hvort þeir ráðstafi iðgjaldi umfram 12% í tilgreinda séreign hjá viðkomandi lífeyrissjóði eða samtryggingu og gerist það í beinum samskiptum sjóðsfélaga og lífeyrissjóða án milligöngu launagreiðanda.
Lífskjarasamningurinn 2019 - 2022
Aðild: SGS (öll félög, þ.m.t. Efling), VR og LÍV
Efni: Almennar launahækkanir, hækkun kauptaxta, uppbætur, eingreiðsla, hagvaxtarauki, kauptrygging, samningsforsendur.
- Almenn kynning á lífskjarasamningnum
- Kynning framkvæmdastjóra SA í Sjónvarpi atvinnulífsins
- Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins
Hér að neðan finnur þú kjarasamning milli SA og viðsemjenda, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi.
Lokun fyrirtækis í orlofi
Vinnuveitandi getur ákveðið að allir starfsmenn hans taki orlof á sama tíma og lagt niður starfsemi sína á meðan. Starfsmenn sem ekki eiga rétt á fullu orlofi geta þá ekki krafist launa þegar þeir hafa fullnýtt orlofsdaga sína. Um þetta segir í 9. gr. orlofslaga nr. 30/1987 :
„Nú liggur atvinnurekstur niðri á meðan á orlofi stendur vegna þess að starfsfólki er veitt orlof samtímis og geta þá þeir launþegar, sem ekki eiga rétt á fullu orlofi, ekki krafist launa eða orlofslauna fyrir þá daga, sem á vantar.“
Eigi að loka í orlofi er rétt að tilkynna það svo fljótt sem við verður komið og helst fyrir upphaf orlofstímabilsins. Að öðrum kosti getur hugsanlega komið til þess að einstakir starfsmenn sem þegar hafa farið í orlof eða fengið úthlutað orlofi áður en ákvörðun um lokun er tekin og án þess að þeir hafi vitað um þau áform eigi rétt á launum þann tíma sem starfsemin liggur niðri. Lokun skal þó ávallt tilkynna minnst með mánaðar fyrirvara.
Eðlilegt er að miða við að samræmd orlofstaka vari ekki lengur en sem nemur sumarorlofi skv. kjarasamningum, þ.e. í 20 daga / 4 vikur.
Sérákvæði vegna fiskvinnslufyrirtækja
Í kjarasamningum fiskvinnslufólks er sérstök bókun um orlofsmál:
„Tilkynna skal starfsfólki í síðasta lagi í aprílmánuði hvernig almennu fyrirkomulagi orlofs verður háttað í viðkomandi fiskvinnslufyrirtæki og hvort komi til samræmdrar orlofstöku starfsfólks og á hvaða tímabili.”
Fiskvinnslufyrirtæki þurfa því að tilkynna eigi síðar en í aprílmánuði ef þau ætla að nýta sér heimild til samræmdrar orlofstöku starfsmanna og tilkynna jafnframt á hvaða tímabili fyrirtækið verði lokað vegna orlofstöku.
Læknisvottorð
Vinnuveitandi getur ávallt krafist þess að starfsmaður sanni veikindi sín með læknisvottorði, sbr. 8. gr. laga nr. 19/1979 .
Læknisvottorð hafa takmarkað gildi nema læknir hafi skoðað sjúkling og sannreynt að hann sé og hafi verið óvinnufær vegna sjúkdóms.
Lög og reglur
Um vinnuvernd gildir sérstök löggjöf, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Lögin eru til styttingar nefnd vinnuverndarlögin. Tilgangur laganna er að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í fyrirtækjum og stuðla að því að innan fyrirtækjanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál.
Fjölmargar og mikilvægar reglur og reglugerðir hafa verið settar með stoð í vinnuverndarlögunum. Í þessum reglum / reglugerðum er fjallað nánar um framkvæmd vinnuverndar á einstökum sviðum. Listi yfir gildandi reglur og reglugerðir er á heimasíðu Vinnueftirlitsins.
Sérstakri stofnun, Vinnueftirliti ríkisins (skamstafað VER), er falið eftirlit með framkvæmd vinnuverndarlaganna og þeim reglugerðum sem settar hafa verið með stoð í þeim. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má jafnframt finna fræðsluefni tengt vinnuvernd og upplýsingar um námskeið sem stofnunin stendur fyrir.
Lögskráning
Um lögskráningu sjómanna er fjallað um í samnefndum lögum nr. 35/2010.
Lögskráning er lögformleg skráning skipverja um borð í skipum í gengum lögskráningarkerfi.
Markmið laga um lögskráningu sjómanna er að tryggja að skipverjar hafi gild skírteini til þess að starfa um borð í skipi, að skip hafi gilt haffærisskírteini og að lögboðin áhafnartrygging sé í gildi.
Þá er það einnig markmið laganna að tryggja sönnun fyrir því hverjir séu um borð í skipi hverju sinni og að siglingatími skipverja sé skráður.
Mæðraskoðun
Í kjarasamningum er almennt ákvæði um að barnshafandi starfsmaður eigi rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram á vinnutíma.
Mætingabónus
Mætingabónus er sérgreiðsla sem atvinnurekandi býður starfsmönnum fyrir að mæta til vinnu á réttum tíma alla vinnudaga mánaðarins. Honum er því hvort tveggja ætlað að tryggja stundvísi og einnig að draga úr veikindafjarvistum.
Sjá nánar um mætingabónus.
Mötuneyti, starfsfólk, matráðar
Matráðar og almennir starfsmenn í mötuneytum falla undir 21. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar.
Námskeið
Kjarasamningar hafa að geyma ákvæði um rétt starfsmanna til að sækja námskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem starfsmenn geta sjálfir valið og hins vegar starfstengd námskeið.
Námskeið eru m.a. haldin og/eða styrkt af fræðslusjóðum SA og stéttarfélaganna, sjá t.d. www.attin.is, www.idan.is og www.raf.is.
Um laun á námskeiðum fer skv. viðkomandi kjarasamningi.
Auk þessa skal trúnaðarmönnum á vinnustað gefinn kostur á að sækja svokölluð trúnaðarmannanámskeið einu sinni á ári samkvæmt kjarasamningum. Sjá nánar um trúnaðarmenn.
Neysluhlé
Um tímalengd, tímasetningu og greiðslu neysluhlé, það er matar- og kaffitíma, fer samkvæmt viðkomandi kjarasamningi og ráðningarsamningi starfsmanns.
Ákvæði kjarasamninga og greiðslureglur eru mismunandi eftir því hvort um hlé í dagvinnu, yfirvinnu eða vaktavinnu er að ræða.
Vinnuveitendur þurfa oft að aðlaga þessi ákvæði kjarasamninga að sinni starfsemi og getur þá yfirborgun umfram lágmarkstaxta kjarasamninga veitt svigrúm til aðlögunar. Sjá nánar um yfirborgun.
Næturvinna
Hugtakið "næturvinna" er ekki notað í kjarasamningum um yfirvinnu. Annars vegar er næturvinna tímabil skv. gr. 2.2.2. í kjarasamningi SA og VR/LÍV sem greitt er með hærra álagi en eftirvinna um kvöld og helgar, sbr. gr. 1.7. í kjarasamningnum, og hins vegar tímabil skv. lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum vegna sérstakrar vinnuverndar næturvinnustarfsmanna.
Næturvinnustarfsmaður
Fjallað er um næturvinnustarfsmenn í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Hvað er næturvinnustarfsmaður?
Með næturvinnustarfsmanni er átt við:
(i) starfsmann sem venjulega vinnur að minnsta kosti þrjár klukkustundir af daglegum vinnutíma sínum á næturvinnutíma og / eða;
(ii) starfsmann sem ætlast er til að inni af hendi tiltekinn hluta af ársvinnuframlagi sínu á næturvinnutíma samkvæmt samkomulagi samtaka aðila vinnumarkaðarins.
Vinnutími næturvinnustarfsmanna
Næturvinnutími er tímabil sem er ekki skemmra en sjö klukkustundir og skal ná yfir tímabilið frá miðnætti til klukkan fimm að morgni eftir nánari afmörkun samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins.
Vinnutími næturvinnustarfsmanna skal að jafnaði ekki vera lengri en átta klukkustundir á hverju 24 klukkustunda tímabili.
Heimilt er með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins að lengja vinnutíma næturvinnustarfsmanna þannig að hann verði að jafnaði allt að 48 vinnustundir á viku. Skal þá skipuleggja vinnuna þannig að vinnutíminn verði sem reglulegastur.
Ekki er heimilt að lengja vinnutímann í tilviki sérstaklega áhættusamra starfa eða í tilviki starfa sem fela í sér mikið líkamlegt eða andlegt álag.
Heilsufarsvandamál
Þeir næturvinnustarfsmenn sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða sem sannanlega verða rakin til vinnutíma skulu þegar kostur er færðir til í dagvinnustörf sem henta þeim.
Upplýsingaskylda til Vinnueftirlitsins
Sú skylda hvílir á atvinnurekanda að láta Vinnueftirliti ríkisins í té upplýsingar um fjölda næturvinnustarfsmanna og vinnutíma þeirra.
Börn og unglingar
Börnum og unglingum er óheimilt að vinna á tímabilinu kl. 20 til kl. 6. Unglingum er þó heimilt að vinna frá kl. 20 til kl. 24 og frá kl. 4 á sérstökum starfssviðum, enda hafi fullorðinn einstaklingur umsjón með unglingnum ef þörf er á slíkri umsjón til verndar honum.
Heilbrigðisskoðun unglinga
Unglingar sem vinna næturvinnu eiga rétt á áður en þeir hefja næturvinnuna og með reglulegu millibili eftir það, á heilbrigðisskoðun og athugun á vinnuhæfni sinni sér að kostnaðarlausu, nema þeir vinni einungis í undantekningartilvikum á þeim tíma sem vinna er bönnuð. Framkvæmd skoðunarinnar er á ábyrgð viðkomandi atvinnurekanda.
Orlof og uppsagnarfrestur
Ef starfsmaður tekur orlof á uppsagnartíma getur það haft áhrif á lengd uppsagnarfrests. Ekki er óalgengt að við starfslok sé samið um hvernig orlofi skuli háttað. Gerður er greinarmunur á því hvort uppsagnarfrestur er þrír mánuðir eða lengri.
Orlofssjóður
Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða iðgjald í orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga eftir þeim reglum sem kjarasamningar greina, sbr. 6. gr. laga nr. 55/1980.
Gjaldið er 0,25% af heildarlaunum starfsmanns nema annað sé tekið fram í kjarasamningi.
Samkvæmt kjarasamningi SA og VR ber atvinnurekendum einnig að greiða 0,25% af launum í félagsheimilasjóð verslunarsamtakanna.
Samkvæmt kjarasamningum SA og háskólamanna er heimilt að semja við starfsmenn um annað fyrirkomulag, t.d. aðgang að sumarhúsi í eigu vinnuveitanda eða styrk vegna gistikostnaðar.
Orlofsuppbót 2022
Orlofsuppbót er kr. 53.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022. Orlofsuppbót er greidd þann 1. júní ár hvert. Ef starfsmaður hættir störfum fyrir lok orlofsárs er uppbótin greidd hlutfallslega m.v. upphæðina 1. maí á undan enda gildir sú fjárhæð út orlofsárið.
Réttur til fullrar orlofsuppbótar miðast við að starfsmaður hafi unnið 45 vikur eða meira á tímabilinu 1. maí - 30. apríl, fyrir utan orlof.
Síðast uppfært: Apríl 2022
Ófærð - óveður
Meginreglan er að ef starfsmaður mætir ekki til starfa af völdum ófærðar, er hann launalaus eða vinnur daginn af sér síðar. Hið sama gildir ef starfsmaður mætir of seint eða fer fyrr heim af þessum ástæðum.
Starfsmaður hefur lögmæt forföll í þessum aðstæðum en nýtur ekki réttar til launa nema um annað hafi verið samið. Sjá afbrigði frá framangreindri meginreglu í gr. 2.6. í kjarasamningum SA við Samiðn og VM.
Ef tekin er ákvörðun um að loka fyrirtæki vegna veðurs heldur starfsmaður aftur á móti launum þann tíma sem skipulagt var að hann ynni.
Persónuhlífar
Um notkun persónuhlífa gilda reglur nr. 497/1994 um notkun persónuhlífa. Sérstakar reglur gilda um gerð persónuhlífa en um þær verður ekki fjallað hér.
Persónuverndarsniðmát
Hér meðfylgjandi er að finna nokkur hagnýt persónuverndarsniðmát sem Samtök atvinnulífsins hafa útbúið. Nokkur þessara sniðmáta eru skyldubundin en önnur valkvæð.
1. skref - kortlagning gagna (valkvætt)
2. skref - vinnsluskrá (skyldubundið)
3. skref - innra eftirlitskerfi (skyldubundið)
3. skref, viðauki a - leiðbeiningar um öryggi (valkvætt)
3. skref, viðauki b - þagnarskylda (valkvætt)
3. skref, viðauki c - lýsing á uppsetningu (valkvætt)
3. skref, viðauki d - niðurstaða áhættumats (skyldubundið)
3. skref, viðauki e - öryggisafrit (valkvætt)
3. skref, viðauki f - skýrsla og leiðbeiningar vegna öryggisbrots (skyldubundið)
3. skref, viðauki g - vinnslusamningur (skyldubundið)
3. skref, viðauki h - myndavélakerfi á vinnustað (valkvætt)
3. skref, viðauki i - notkun ökurita á vinnustað (valkvætt)
4. skref - persónuverndarstefna (skyldubundið)
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
1. skref - Kortlagning gagna ( word skjal )
Í innleiðingarferlinu er gott að byrja á að kortleggja vel núverandi vinnslu persónuupplýsinga í fyrirtækinu og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Við útfyllingu á kortlagningu gagna kemur í ljós hvað fyrirtækið þurfi að gera til að uppfylla kröfur persónuverndarlaga. Þegar fyllt er út að tilteknum skilyrðum sé fullnægt þarf almennt ekki að grípa til sérstakra ráðstafana hvað þann þátt varðar. Fyrirtækjum er þó bent á að endanlegt mat á því hvort þau fullnægi kröfum persónuverndarlaga liggur hjá Persónuvernd og dómstólum. Þá þarf ávallt, eftir því sem þörf krefur, að ráðast í nauðsynlegar uppfærslur og viðhald.
Ef lögbundnar kröfur til vinnslu persónuupplýsinga eru ekki uppfylltar að fullu þarf fyrirtækið að meta hvernig það hyggst bæta úr því. Vinna við gerð innleiðingu á innra eftirlitskerfi í tengslum við skref 3 hjálpar almennt við að uppfylla lögbundnar kröfur eða eftir atvikum ætti það a.m.k. að gefa skýrari sýn á hvernig það skuli gert.
Mikilvægt er að setja sér tíma- og verklagsáætlun og forgangsraða þeim verkefnum sem eru brýnust. Ef fyrirtækið á í vandræðum með að uppfylla kröfur persónuverndarlaga getur verið ráðlagt að leita aðstoðar sérfræðinga, t.d. lögfræðinga og/eða tölvunarfræðinga.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
2. skref - Vinnsluskrá ( word skjal )
Fyrirtækjum er skylt að halda skrá yfir vinnslustarfsemi þeirra. Vinnsluskráin þarf að vera skrifleg og aðgengileg á tölvutæku formi. Persónuvernd á rétt til að fá aðgang að vinnsluskrá fyrirtækisins þegar hún krefst þess. Mælt er með því að fyrirtæki hefjist handa við gerð vinnsluskrár þegar búið er að ráðast í úrbætur á þeim vankönntum sem komu í ljós við kortlagningu gagna.
Hér í viðhengi má nálgast sniðmát að vinnsluskrá sem Samtök atvinnulífsins hafa útbúið.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref - innra eftirlitskerfi ( word skjal )
Fyrirtæki þurfa að hafa innra eftirlitskerfi til að geta staðið vörð um að uppfylltar séu kröfur persónuverndarlaganna. Innra eftirlitskerfi fyrirtækisins þarf að vera aðgengilegt starfsmönnum ásamt fulltrúum Persónuverndar. Hér í viðhengi er innra eftirlitskerfi sem Samtök atvinnulífsins hafa útbúið fyrir sína félagsmenn en nauðsynlegt er að yfirfara skjalið og aðlaga að þínum rekstri.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki a - leiðbeiningar um öryggi ( word skjal)
Til þess að uppfylla kröfur persónuverndarlaga skiptir lykilmáli að tryggja góða og örugga gagnavernd. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið leiðbeiningar um öryggi persónuupplýsinga sem félagsmenn geta nýtt á sínum vinnustað, óbreytt eða aðlagað.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki b - þagnarskylda ( word skjal )
Nauðsynlegt getur verið að láta starfsmann undirrita ábyrgðaryfirlýsingu um þagnarskyldu. Hér í viðhengi má nálgast sniðmát að þagnarskylduákvæði.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki c - lýsing á uppsetningu ( word skjal )
Mikilvægt getur verið að hafa góða yfirsýn yfir netteikningar, tæki og hugbúnað. Nálgast má sniðmát að slíkri uppsetningu í viðhengi.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki d - niðurstaða áhættumats ( word skjal )
Öll fyrirtæki þurfa reglulega að framkvæma áhættumat. Í áhættumati er metið hvort persónuupplýsingar sem unnar eru af fyrirtækinu séu tryggðar með fullnægjandi hætti varðandi trúnað, áreiðanleika og aðgengi. Ef áhættumat leiðir í ljósi að áhætta af vinnslunni er meiri en samþykkt áhætta er nauðsynlegt að láta framkvæma öryggisráðstafanir til að draga úr áhættu. Sjá dæmi um einfalt áhættumat í viðhengi.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki e - öryggisafrit ( word skjal )
Til að tryggja áreiðanleika og aðgengi að persónuupplýsingum þarf að vera til öryggisafrit. Nálgast má dæmi um verklagsreglur um töku öryggisafrita í viðhengi.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki f
A) skýrsla vegna öryggisbrots ( word skjal )
B) leiðbeiningar vegna öryggisbrots
Mikilvægt er að tryggja að öll öryggisbrot og meint brot á verklagsreglum eða öryggisreglum séu skráð, meðhöndluð á réttan hátt og þau færð inn í sérstaka skrá. Með öryggisbroti við meðferð persónuupplýsinga er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.
Þá er skylt að tilkynna Persónuvernd um öll öryggisbrot, án ótilhlýðilegrar tafar, og ef mögulegt er, eigi síðar en 72 klst. eftir að fyrirtækinu verður vart um brotið, til Persónuverndar nema ólíklegt þyki að brotið leiði til áhættu fyrir réttindi og frelsi einstaklinga. Samtök atvinnulífsins hafa vegna þessa útbúið meðfylgjandi skýrslu vegna öryggisbrots.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki g - vinnslusamningur
Heimilt er að semja við svokallaðan vinnsluaðila um að annast í heild eða að hluta vinnslu persónuupplýsinga sem fyrirtækið ber ábyrgð á. Með vinnsluaðila er átt við einstakling eða lögaðila sem vinnur persónuupplýsingar á vegum annars fyrirtækis (ábyrgðaraðila). Ganga þarf frá skriflegum vinnslusamningi við vinnsluaðila um vinnsluna þar sem gengið er meðal annars frá því hvernig vinnsla persónuupplýsinga eigi að fara fram. Nálgast má sniðmát að vinnslusamningi á heimasíðu Persónuverndar.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki h - myndavélakerfi á vinnustað ( word skjal )
Rafræn vöktun á vinnustað með myndavélakerfi er heimil þegar hún fer fram í málefnalegum tilgangi og hennar er sérstök þörf vegna eðlis þeirrar starfsemi sem þar fer fram.
Ef safna á efni í tengslum við rafræna vöktun, svo sem hljóð- og myndefni, sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar, er það skilyrði að vöktunin sé nauðsynleg og fari einungis fram í öryggis- eða eignavörsluskyni. Þá er það einnig skilyrði að það efni sem til verður við vöktunina sé ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af. Þó er heimilt að afhenda gögnin til lögreglu vegna slyss eða refsiverðs verknaðar enda sé öllum öðrum eintökum eytt. Þá er það skilyrði að öllu efni sem safnast við vöktunina sé eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita það.
Þegar rafræn vöktun fer fram á vinnustað eða á almannafæri er nauðsynlegt að gera glögglega viðvart um vöktunina og hver sé ábyrgðaraðili svo sem með merki eða öðrum áberandi hætti. Þá þarf fyrirtækið að uppfylla upplýsingaskyldu sína skv. 13. gr. persónuverndarreglugerðarinnar.
Mikilvægt er að framkvæma áhættumat áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig rafræn vöktun eigi að vera á vinnustað. Endurskoða þarf áhættumat reglulega.
Í viðhengi má nálgast dæmi um rafræna vöktun með myndavélakerfi á vinnustað sem hægt er að styðjast við ef skilyrði rafrænar vöktunar með myndavélakerfi eru fyrir hendi en nauðsynlegt er að breyta því og aðlaga eftir því sem við á.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
3. skref, viðauki i - notkun ökurita á vinnustað ( word skjal )
Sömu sjónarmið eiga við í öllum meginatriðum um notkun ökurita og rafræna vöktun á vinnustað.
Við mat á lögmæti ökurita og annars rafræns staðsetningarbúnaðar skiptir miklu máli hvort starfsmaður eigi þess kost að slökkva á þeim gefi sérstakt tilefni til, t.d. heimsókn til læknis. Þá er að jafnaði heimilt að notast við ökurita ef það er tryggt að þeir séu einungis virkir á vinnutíma. Í ákveðnum tilvikum getur þó verið lögmætt og málefnalegt að hafa heimild til að kveikja á staðsetningarbúnaðnum utan vinnutíma starfsmanna gefi sérstakt tilefni til, t.d. grunur um þjófnað á bifreiðinnieða eða notast við ökurita sem virkjast sjálfkrafa ef bifreiðin fer út fyrir tiltekið landsvæði.
Framkvæma þarf áhættumat og fullnægja fræðsluskyldu með sama hætti og í tilviki rafrænnar vöktunar á vinnustað.
Nálgast má sniðmát fyrir notkun ökurita á vinnustað í viðhengi sem nauðsynlegt er að breyta og aðlaga eftir því sem við á og lög heimila.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
4. skref - persónuverndarstefna ( word skjal )
Öll fyrirtæki (sem vinna með persónuupplýsingar) þurfa að setja sér persónuverndarstefnu á auðskiljanlegu og aðgengilegu formi. Þar skulu m.a. koma fram upplýsingar um hvaða persónuupplýsingum fyrirtækið hyggst safna. Hvernig það hyggst nota, miðla, varðveita og vernda upplýsingarnar og hvernig hægt sé að fá aðgang að þeim. Nauðsynlegt er að endurskoða persónuverndarstefnuna reglulega.
Hér í viðhengi er að finna sýnishorn að persónuverndarstefnu. Varast skal að taka hana ekki upp óbreytta en stefnan þarf að geta endurspeglað starfsemi fyrirtækisins. Nauðsynlegt getur verið að breyta, aðalaga, bæta við og/eða sleppa einstaka ákvæðum eftir því sem persónuverndarlögin heimila.
Þá er athygli vakin á því að nauðsynlegt getur verið að uppfylla upplýsingaskyldu fyrirtækisins jafnframt með öðrum hætti í ákveðnum tilvikum, t.d. í tilviki barna eða þegar um afmarkaða þætti er að ræða eins og samþykki og rétt til að afturkalla það. Í slíkum tilvikum á einstaklingur ekki að þurfa að lesa í gegnum alla persónuverndarstefnuna. Sjá nánarum upplýsingaskylduna á heimasíðu Persónuverndar .
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Síðast uppfært: Júlí 2018
Ráðgjafa- og vottunarfyrirtæki
Eftirfarandi fyrirtæki sem veita ráðgjöf um jafnlaunavottun eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins:
Attentus - mannauður og ráðgjöf
Eftirfarandi vottunaraðilar eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins:
Ráðgjafafyrirtæki
Eftirfarandi fyrirtæki sem veita ráðgjöf um persónuvernd eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins:
Ráðningarbréf
Ráðningarbréf er skrifleg einhliða yfirlýsing atvinnurekanda um ráðningarkjör og notað þegar starfsmaður tekur að mestu kjör skv. kjarasamningi og undirgengst ekki aðrar skyldur.
Staðlað ráðningarbréf hefur einnig verið þýtt á ensku.
Reykingar á vinnustöðum
Í gildi eru sérstök lög um tóbaksvarnir nr. 6/2002 . Markmið laganna er að vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra. Með tóbaki er í lögunum átt við tóbaksjurtir (nicotiana) og allan varning unninn að öllu eða einhverju leyti úr þeim til neyslu. Frekari ákvæði um tóbaksreykingar eru í reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum nr. 326/2007 . Markmið hennar er að tryggja að þeir sem ekki reykja verði ekki fyrir skaða og óþægindum af völdum tóbaksreyks.
Riftun (fyrirvaralaus uppsögn)
Vinnuveitanda kann að vera heimilt að rifta ráðningarsamningi vegna vanefnda eða brostinna forsendna. Hér er fjallað um forsendur riftunar, formkröfur og bótaskyldu (skaðabætur og miskabætur) vegna ólögmætrar riftunar.
Með riftun er átt við fyrirvaralausa uppsögn eða slit á ráðningu án greiðslu launa á uppsagnarfresti. Rifti vinnuveitandi ráðningu með lögmætum hætti fellur niður réttur starfsmanns til launa á uppsagnarfresti.
Ef vinnuveitandi telur nauðsynlegt að láta starfsmann hætta fyrirvaralaust er rétt að leita fyrst ráðgjafar hjá lögfræðingum Vinnumarkaðssviðs SA.
Ræstingarstörf
Starfsfólk við ræstingar fellur undir 22. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar um vinnu við ræstingarstörf. Kaflinn nær til tímamældrar ákvæðisvinnu, tímavinnu, vaktavinnu og fermetramælingar.
S1 vottorð
S1 vottorð (áður E-106) staðfestir rétt til heilsufars- / læknisþjónustu ef einstaklingur flytur búsetu sína til annars lands en þar sem hann er tryggður.
S1 vottorð er gefið út samhliða A1 vottorði.
Sjá nánar á vef Tryggingastofnunar.
Samfélagsmiðlar
Stór hluti landsmanna notar samfélagsmiðla og leitarsíður á borð við google á degi hverjum. Þar er hægt að nálgast mikið magn persónuupplýsinga. Hér að neðan er að finna spurningar og svör við nokkrum álitamálum sem geta komið upp í þessu samhengi á vinnustöðum.
Síðast uppfært: Feb. 2018
Samningar SA og ASÍ
Samningar SA og ASÍ:
- Samkomulag SA og ASÍ um fjarvinnu
- Samkomulag um starfsmannaleigur 2018
- Samningur um launabreytingar og framlag í lífeyrissjóði (jan. 2016)
- Samningur um stórframkvæmdir / Agreement on major development
- Samkomulag um skipulag vinnutíma og skýringar vegna 48 klst. hámarksvinnutíma
- Samkomulag um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði
- Samkomulag um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum með síðari breytingum
- Samningur um hlutastörf (sjá einnig lög nr. 10/2004 um starfsmenn í hlutastörfum)
Ýmsar yfirlýsingar SA og ASÍ:
- Yfirlýsing vegna sjálfboðaliða 2016
- Yfirlýsing um framkvæmd útboðsmála
Sauðfjárslátrun
Verkafólk sem starfar við sauðfjárslátrun fellur undir 24. kafla kjarasamnings SA og SGS.
Séreignarlífeyrissparnaður
Í helstu kjarasamningum er kveðið á um mótframlag vinnuveitanda á móti viðbótarlífeyrissparnaði starfsmanna (séreignarsjóði). Ber vinnuveitanda að greiða 2% framlag enda sé framlag starfsmanns a.m.k. 2%.
Vinnuveitendur greiða framlag starfsmanns og eigið framlag mánaðarlega til þeirra sjóða sem starfsmenn hafa valið og gert samning við um ávöxtun sparnaðarins. Lífeyrissjóðir og ýmis fjármálafyrirtæki taka við slíkum sparnaði, og er starfsmönnum frjálst að velja til hverra þeir greiða, að svo miklu leyti sem það fer ekki í bága við reglur einstakra sjóða.
Sjá nánar um séreignarlífeyrissparnað.
Sérstakir frídagar („rauðir dagar“)
Starfsfólk, sem ekki vinnur vaktavinnu á almennt rétt á því að taka frí á sérstökum frídögum. Það er hins vegar mismunandi hvort starfsmenn eiga rétt á að fá greitt fyrir sérstaka frídaga sem falla á virka daga. Vinna á sérstökum frídögum greiðist með ákveðnum hætti en ólíkar reglur gilda um starfsmenn í vaktavinnu, sjá nánar vetrarfrí vaktavinnumanna .
Sérstök uppsagnarvernd
Meginreglan er að hvorum aðila um sig, vinnuveitanda eða starfsmanni, er frjálst að segja upp ráðningarsamningi án þess að réttlæta uppsögnina eða tilgreina ástæður, nema lög eða kjarasamningar kveði á um annað.
Í aðalkjarasamningum SA er kveðið á um rétt starfsmanns til viðtals um ástæður uppsagnar en í því felst engin takmörkun á rétti vinnuveitanda til uppsagnar.
Einstakir hópar njóta þó sérstakrar uppsagnarverndar samkvæmt lögum. Það eru trúnaðarmenn, öryggistrúnaðarmenn, barnshafandi konur og foreldrar í fæðingarorlofi. Vinnuveitandi þarf einnig að gæta að vernd einstaklinga samkvæmt jafnréttislögum , lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði , l ögum um fjölskylduábyrgð og aðilaskiptalögum .
Þá geta verið reglur í einstökum kjarasamningum sem takmarka uppsagnarrétt að einhverju leyti. Slík ákvæði eru þó fátíð og eingöngu í kjarasamningum einstakra fyrirtækja.
Sjálfboðaliðar – yfirlýsing SA / ASÍ
Kjarasamningar kveða á um að greiða skuli laun fyrir störf í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja. Nánar er kveðið á um störf sjálfboðaliða í yfirlýsingu SA og SA.
Sjúkdómar
Starfsmenn eiga rétt á launum verði þeir óvinnufærir vegna sjúkdóms, enda séu skilyrði launaréttar uppfyllt að öðru leyti.
Almennt yrði miðað við skilgreiningu lækna á því hvort um sjúkdóm sé að ræða. Dómstólar hafa þó lokaorðið í þeim efnum. Í flestum tilvikum er enginn vafi um hvort starfsmaður sé haldinn sjúkdómi en oft geta þó komið upp vafamál.
Fjarvistir vegna læknisrannsókna, tannlækninga, áfengismeðferðar og valkvæðra aðgerða falla almennt utan greiðsluskyldu.
Sérstaklega er fjallað um Covid-19 og sóttkví hér á vefnum .
Sjúkrasjóður
Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða iðgjald í sjúkrasjóði viðkomandi stéttarfélaga eftir þeim reglum sem kjarasamningar greina, sbr. 6. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980, sbr. einnig 7. gr. laga um rétt verkafólks til launa vegna sjúkdsóms- og slysaforfalla nr. 19/1979.
Gjald í sjúkrasjóð er 1% af heildarlaunum starfsmanns nema annað sé tekið fram í kjarasamningi.
Skilyrði launaréttar í veikindum
Starfsmaður á rétt á launum frá vinnuveitanda í veikindafjarvistum enda:
- sé hann forfallaður vegna veikinda eða slyss,
- óvinnufær vegna veikindanna eða slyssins,
- á ekki sjálfur sök á veikindum / slysi,
- sé í ráðningarsambandi við vinnuveitanda,
- áunnið sér veikindarétt,
- tilkynni vinnuveitanda um veikindin / slysið og
- staðfesti óvinnufærni með læknisvottorði, óski vinnuveitandi þess.
Öll þessi skilyrði þurfa að vera uppfyllt. Hér verður nánar fjallað um þessa þætti.
Sérstaklega er fjallað um Covid-19 og sóttkví hér á vefnum.
Skipulagning og ákvörðun
Vinnuveitandinn á að höfðu samráði við starfsmann ákvörðun um það hvenær orlof er veitt, sbr. 1. málsl. 5. gr. orlofslaga .
Tilkynna skal starfsmanni um orlofstöku eins fljótt og mögulegt er og í síðasta lagi mánuði áður en orlof hans á að hefjast nema samkomulag sé um annað eða sérstakar ástæður komi í veg fyrir að það sé mögulegt, sbr. 2. málsl. 5. gr. orlofslaga .
Skuldajöfnuður
Vinnuveitanda er að meginstefnu til bannað að greiða laun með skuldajöfnuði nema um það hafi sérstaklega verið samið, sbr. 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups eða um samrætta kröfu er að ræða.
Samningur um skuldajöfnun
Samningur um skuldajöfnun getur t.d. verið vegna úttekta starfsmanna verslana / veitingahúsa á söluvörum. Er þá tekið fram í ráðningarsamningi að heimilt sé að draga úttekt starfsmanns frá við greiðslu launa.
Samrætt krafa
Ef ekki er fyrir hendi samningur um skuldajöfnun þarf krafan að vera af sömu rót eða „samrætt“. Með samrættum kröfum í þessum skilningi er t.d. átt við skaðabætur vegna vanefnda á vinnusamningi eða vegna tjóns sem launþegi hefur valdið vinnuveitanda. Krafa um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa telst einnig samrætt krafa í þessum skilningi.
Skyldur starfsmanna og trúnaður
Skyldur starfsmanns gagnvart vinnuveitanda byggjast fyrst og fremst á ráðningarsambandinu og þeim lýkur þegar starfsmaður fellur af launaskrá við starfslok. Ákveðnar skyldur geta þó gilt eftir lok ráðningar á grundvelli samnings eða laga.
Á ráðningartíma hvílir vinnu- og hlýðniskylda á starfsmanni. Í því felst að vinna þau verk sem honum ber að inna af hendi og mæta stundvíslega. Honum er einnig óheimilt að vinna gegn hagsmunum vinnuveitanda á ráðningartímanum.
Eftir lok ráðningar getur reynt á ákvæði ráðningarsamnings um bann við samkeppni í tiltekinn tíma, en slík ákvæði mega ekki vera víðtækari en nauðsynlegt er. Atvinnuleyndarmál vinnuveitanda njóta einnig lögbundinnar verndar.
Slys á beinni leið til og frá vinnu
"Starfsmaður nýtur aukins veikindaréttar slasist hann við vinnu. Þessi aukna vernd nær einnig til slysa sem eiga sér stað á beinni leið til eða frá vinnu.
Dagvinnulaun í þrjá mánuði + áunninn veikindaréttur
Stafi forföll af slysi á beinni leið til eða frá vinnu ber atvinnurekanda að greiða starfsmanni dagvinnulaun í þrjá mánuði til viðbótar áunnum veikindarétti.
Leiðin þarf að vera bein!
Ef starfsmaður víkur af beinni leið, t.d. kemur við í verslun á leiðinni heim en slasast síðan á leið þaðan til heimilis síns, eiga ákvæði um aukinn veikindarétt ekki við. Sama á við ef starfsmaður kemur t.d. við á dagheimili á leið til vinnustaðar. Hann nýtur hins vegar veikindaréttar í samræmi við áunninn veikindarétt eins og um frítímaslys væri að ræða.
Starfsmaður kann að glata rétti sökum gáleysis
Slys á beinni leið til eða frá vinnu eru oftast umferðarslys. Oft má rekja slík slys til gáleysis ökumanns. Ef sú er raunin gæti starfsmaður glatað rétti til launa í veikindum.
Endurkröfuréttur
Ef starfsmaður hefur verið í fullum rétti reynir á endurkröfurétt vinnuveitanda á hendur tjónvaldi eða tryggingafélagi hans.
Starfsmaður ber sönnunarbyrði
Sönnunarbyrðin um að slys hafi átt sér stað á beinni leið til eða frá vinnu hvílir á starfsmanni.
Sjá nánar um slys á beinni leið til eða frá vinnu. "
Slys
Starfamaður á rétt til launa í fjarvistum sem rekja má til slyss.
Orsakir slyss geta þó verið þess eðlis að starfsmaður hafi glatað rétti vegna gáleysis eða vinnuveitandi eigi bótakröfu á þann sem valdur er að tjóni. Nánar er fjallað um þau atvik í köflum um brottfall veikindaréttar og endurkröfurétt .
Slysatryggingar
Slysatryggingum má skipta í tvennt; lögboðnar og kjarasamningsbundnar.
A) Lögbundnar slysatryggingar
Samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga nr. 45/2015 eru launamenn, sjálfstætt starfandi einstaklingar og iðnnemar slysatryggðir við störf sín. Sjá nánar heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.
Ef ætla má að slys sé bótaskylt samkvæmt lögunum ber atvinnurekandi að senda tilkynningu til Sjúkratrygginga um slysið.
Slysadagpeningar greiðast frá og með áttunda degi eftir að slys varð, enda hafi hinn slasaði verið óvinnufær í minnst tíu daga. Hér eru meðtaldir allir dagar, ekki einungis vinnudagar.
Ef atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum laun í vinnuslysaforföllum eða slysum á beinni leið til og frá vinnu þá renna slysadagpeningar beint til hans. Á það einnig við aukagreiðslur vegna barna. Atvinnurekandi á þó ekki rétt á hærri greiðslu en sem nemur 3/4 af greiddum launum.
B) Slysatryggingar skv. kjarasamningum
Öllum fyrirtækjum er skylt að kaupa slysatryggingu vegna þeirra launþega sem hjá þeim starfa. Kveðið er á um þessa slysatryggingu í kjarasamningum SA og einstakra stéttarfélaga.
Tryggingin nær til slysa sem verða af völdum slyss í starfi eða á eðlilegri leið til eða frá vinnu. Í kjarasamningum verkstjóra og iðnverkafólks er þó kveðið á um sólarhringstryggingu.
Verði starfsmaður fyrir slysi sem tryggingin nær til á hann rétt á dagpeningum á grundvelli tryggingarinnar.
Almennt greiðast dagpeningar frá og með fimmtu viku eftir að slys átti sér stað og þar til hinn slasaði verður vinnufær að nýju, þó að hámarki í 37 vikur. Dagpeningar þessir eru greiddir til vinnuveitandans á meðan hann greiðir starfsmanni sínum laun.
Ákvæði um slysatryggingar er oftast í sama kafla og ákvæði um veikindarétt.
Smitvarnir á vinnustöðum - Covid-19
Sjá hér á covid.is um gildandi takmarkanir.
Hér að neðan má nálgast svör við algengum spurningum um smitvarnir á vinnustöðum.
Sólarhringstrygging
Kjarasamningar SA hafa að geyma ákvæði um skyldu atvinnurekenda til að kaupa slysatryggingu vegna starfsmanna. Tryggingin nær til slysa sem verða af völdum slyss í starfi eða á eðlilegri leið til eða frá vinnu. Kjarasamningar SA við Samband stjórnendafélaga v. verkstjóra, Félag lykilmanna v. sérfræðinga og stjórnenda og SGS/Eflingu v. iðnverkafólks ná einnig til slysa í frítíma (sólarhringstrygging) og verða atvinnurekendur að gæta að þeim þegar slysatrygging launþega er keypt hjá tryggingafélagi.
Staðgengilslaun
Hugtakið ""staðgengilslaun"" er notað í kjarasamningum SA við verkafólk (Starfsgreinasambandið og Eflingu), Samiðn, FIT og VM og skilgreinir þau laun sem starfsmaður á rétt á fyrsta mánuð veikindafjarvista.
Hvaða laun hefði starfsmaður sannanlega haft?
Með staðgengislaunum er átt við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss. Vinnuveitandi getur því þurft að meta hversu mikla yfirvinnu starfsmaður hefði unnið þá daga sem hann er fjarverandi vegna veikinda.
Í kjarasamningum verkafólks er sérstaklega tilgreint að mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa teljist ekki til staðgengilslauna.
Sjá nánar um veikindi starfsmanna.
Starfsendurhæfingarsjóður
Virk - Starfsendurhæfingarsjóður starfar á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingasjóða nr. 60/2012.
Allir vinnuveitendur greiða iðgjald í sjóðinn sem er 0,13% af heildarlaunum. Gjaldið var lækkað tímabundið í 0,10% vegna áranna 2016 og 2017.
Þjónusta Virk miðar að því að virkja einstaklinga með skerta starfsgetu til þátttöku á vinnumarkaði. Sjá nánar á heimasíðu Virk Starfsendurhæfingarsjóðs.
Starfslokareglur
Lög nr. 86/2018 86/2018 kveða á um jafna meðferð einstaklinga á vinnumarkaði en markmið laganna er að koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á vinnumarkaði og vinna gegn mismunun. Með jafnri meðferð er átt við þegar einstaklingum er hvorki mismunað beint né óbeint vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkennum eða kyntjáningu.
Mismunandi meðferð vegna aldurs er ekki talin brjóta gegn lögunum séu færð fyrir henni málefnaleg rök sem helgast af lögmætu markmiði enda gangi slíkar aðgerðir ekki lengra en nauðsynlegt er talið til að ná því markmiði sem stefnt er að.
Við gerð starfslokareglna þurfa fyrirtæki að hafa í huga þau sjónarmið sem þau byggja slíkar reglur á. Þau sjónarmið sem talin hafa verið lögmæt eru til að mynda:
- stefna í atvinnumálum
- vinnumarkaðsmarkmið
- starfsþjálfun
- endurnýjun innan starfsstéttar
- líkamlegt og andlegt hreysti
- öryggissjónarmið
Hins vegar skiptir máli að aðgerðir fyrirtækis með hliðsjón af ofangreindum sjónarmiðum gangi ekki lengra en nauðsynlegt er talið til að ná því markmiði sem stefnt er að með starfslokareglum.
Fyrirtæki eru hvött til að vanda vel til stefnu fyrirtækisins hvað starfslokareglur varðar, mikilvægt er að stefnan sé kynnt starfsmönnum og horft sé til aðlögunar fyrir þá starfsmenn sem komnir eru á eða eru að nálgast starfslokaaldur. Ef einhver vafi er til staðar er félagsmönnum ráðlagt að hafa samband við lögfræðinga vinnumarkaðssviðs.
Sjá einnig frétt sem birtist á heimasíðu SA um málið 2022.
Starfslokasamningar
Flestum ráðningarsamböndum lýkur með uppsögn af hálfu vinnuveitanda eða starfsmanns.
Einungis í undantekningartilvikum er þörf á samningi til að ljúka ráðningu, t.d. ef slíta á tímabundnum, óuppsegjanlegum samningi.
Starfslokasamningar eru þó gerðir í vissum tilvikum þar sem víkja á með einhverjum hætti frá þeim almennu reglum sem gilda um ráðningarslit eða launauppgjör. Starfslokasamningur má þó ekki ganga gegn lög- og kjarasamningsbundnum réttindum starfsmanns.
Nokkuð er um að starfslokasamningar feli það eitt í sér að starfsmaður hætti þegar störfum en haldi launum á uppsagnarfresti. Felist í samningi afdráttarlaust loforð um óskert laun án vinnuframlags á uppsagnarfresti er vinnuveitandi bundinn af því og getur ekki síðar krafist frádráttar vegna launa starfsmanns frá öðrum vinnuveitanda, jafnvel þótt starfsmaður hefji störf hjá samkeppnisaðila. Gildir þá sú meginregla að samningar skulu standa.
Ef starfsmanni er hins vegar einfaldlega sagt upp störfum og vinnuframlag afþakkað þá er atvinnurekanda heimilt að draga frá laun sem starfsmaður aflar sér á tímabilinu og fella alfarið niður greiðslur hefji hann störf í samkeppni. Sjá nánar umfjöllun um riftun / bætur vegna riftunar . Einnig er heimilt að semja um sambærilega meðferð greiðslna í starfslokasamningi.
Starfslokasamningar þurfa að vera skýrir enda má búast við að allur vafi verði túlkaður starfsmanni í hag. Hafa ber eftirfarandi þætti í huga:
- Hafi starfsmanni verið sagt upp störfum verður uppsagnarfrestur ekki skertur síðar með gerð starfslokasamnings. Þó er talið heimilt að semja um starfslok á uppsagnarfresti að beiðni starfsmanns enda getur starfsmaður haft hagsmuni af því að slíta ráðningu vegna tilboðs um starf hjá öðrum vinnuveitanda. Mælt er með að taka þá fram í samningnum að hann sé gerður að beiðni starfsmanns.
- Ekki er nóg að kveða á um starfslok starfsmanns, ef hann á að láta af störfum fyrir lok uppsagnarfrests. Einnig þarf að vera skýrt að launagreiðslur falli niður frá og með tilgreindum degi.
- Tiltaka í samningi að atvinnurekanda sé heimilt að fella niður launagreiðslur fari starfsmaður í vinnu á tímabilinu og honum sé óheimilt að starfa fyrir samkeppnisaðila á tímabilinu.
- Ef gert er ráð fyrir að starfsmaður taki orlof á uppsagnarfresti þá verður að taka fram í samningi að skv. ósk starfsmanns þá verði hann í orlofi frá (dags.) til (dags.) og að ekki komi til lengingar á uppsagnarfresti af þeim sökum.
- Ef greiða á starfsmanni laun umfram samningsbundinn uppsagnarfrest er rétt að hafa eftirfarandi í huga:
> Samkvæmt orlofslögum ber að reikna orlof af öllum launum. Því þarf að taka fram í samningi ef orlof á að vera innifalið í sérgreiðslu.
> Ef starfsmaður á inni orlof er rétt að taka fram ef uppgjör þess á að vera innifalið í sérgreiðslu.
> Ef starfsmaður á að njóta mánaðarlauna en ekki samningsbundinna hlunninda á tímabilinu, s.s. ökutækjastyrks, er rétt að taka það fram. - Ef starfsmaður á þegar að láta af hendi búnað í eigu atvinnurekanda, s.s. fartölvu og síma, er rétt að tilgreina það í samningi.
- Ef starfsmanni ber að vera atvinnurekanda innan handar á tilgreindu tímabili, er rétt að taka fram hvaða skyldur hvíla á honum.
- Árétta að starfslokasamningur feli í sér fullnaðaruppgjör vegna starfsloka starfsmanns og að hvorugur aðili eigi frekari kröfur á hinn vegna ráðningarsambandsins eða starfslokanna.
Sjá nánar dæmi um starfslokasamninga undir "eyðublöð".
Starfsmannaleigur
Fyrirtæki hafa í auknum mæli leitað til starfsmannaleiga til að bregðast við skorti á starfsfólki. Þegar skipt er við starfsmannaleigu þarf fyrst og fremst að hafa í huga að um sé að ræða skráða starfsmannaleigu og að fyrirtækið beri traust til hennar.
Samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur frá 12. apríl 2018 er ætlað að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra.
Með samkomulaginu er starfsmannaleigum skipt í þrennt:
- Viðurkenndar starfsmannaleigur. Starfsmannaleigur, sem verið hafa í starfsemi um skeið og hafa áunnið sér almennt traust á markaðnum, geta sótt um sérstaka viðurkenningu samráðsnefndar ASÍ og SA. Þær njóta sérstöðu m.t.t. ábyrgðar notendafyrirtækja á launum.
- Starfsmannaleigur sem undirgengist hafa launaeftirlit af hálfu stéttarfélaga. Með því að undirgangast launaeftirlit getur starfsmannaleiga aukið traust til starfsemi sinnar. Hún getur að loknum reynslutíma og að öðrum skilyrðum uppfylltum sótt um stöðu sem viðurkennd starfsmannaleiga.
- Aðrar starfsmannaleigur.
Samkvæmt lögum nr. 139/2005 um starfsmannaleigur, eins og þeim bar breytt með l ögum nr. 75/2018, munu notendafyrirtæki bera ábyrgð á vangoldnum launum starfsmanna starfsmannaleiga, nema um sé að ræða starfsmannaleigu sem fengið hefur viðurkenningu samráðsnefndar ASÍ og SA. Sjá nánar um ábyrgðina í frumvarpi til laganna (sjá 36. gr. frumvarpsins og athugasemdir á bls. 71 - 75) og í umfjöllun hér að neðan.
Síðast uppfært: Júlí 2018
Starfsmenntun
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög þeirra standa að fjölmörgum starfs- og símenntunarsjóðum. Til að auðvelda fyrirtækjum umsóknir úr sjóðunum vegna starfsmenntunar eigin starfsmanna hefur verið opnuð sérstök vefgátt: www.attin.is
Síðast uppfært: September 2020
Startgjald
Samkvæmt veitingasamningi SA og SGS / Eflingar og kjarasamningi SA og Matvís ber vinnuveitanda að greiða starfsfólki fjárhæð sem jafngildir 2 1/2 startgjaldi leigubifreiða þegar viðkomandi þarf að komast til og frá vinnu að vissum skilyrðum uppfylltum.
Hvenær er rétturinn til staðar?
Rétturinn miðast við þann tíma sem almenningsvagnar ganga ekki. Vinnuveitandi getur þess í stað þess að greiða startgjald samið við starfsfólk sitt að flytja það á eigin kostnað.
Hjá Starfsgreinasambandinu er rétturinn á hinn bóginn til staðar ef vinnuvakt lýkur eftir miðnætti, eða hefja þarf vinnu fyrir kl. 08:00. Vinnuveitandi getur hér komist frá greiðslu gjaldsins ef hann sér starfsmanni fyrir gistingu með uppbúnu rúmi eða flytur það á eigin kostnað.
Eðlilegt er að vinnuveitendur sem vilja flytja starfsmenn á eigin kostnað eða útvega þeim gistingu í stað þess að greiða þeim startgjald semji um það við starfsmenn í ráðningarsamningi.
Stórhátíðarálag
"Hvert er stórhátíðarálagið?
Fyrir vinnu á stórhátíðardögum greiðist stórhátíðarkaup og er stórhátíðarkaup almennt 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Stórhátíðardagur á virkum degi
Ef starfsmaður á rétt til fast vikukaups eða mánaðarkaups heldur hann auk þess dagvinnulaunum sínum, lendi stórhátíðardagar á virkan dag.
Vaktavinnufólk
Það vaktavinnufólk sem fær vetrarfrídaga skv. kjarasamningi á ekki rétt á stórhátíðarkaupi vegna vinnu á helgidögum. Auk vetrarfrídags er greitt hærra álag vegna vinnu þessa dags, eða 90%. "
Stórhátíðardagar
Stórhátíðardagar eru:
- Nýársdagur
- Föstudagurinn langi
- Páskadagur
- Hvítasunnudagur
- 17. júní
- Aðfangadagur jóla eftir kl. 12:00
- Jóladagur
- Gamlársdagur eftir kl. 12:00
Ath. sérákvæði í kjarasamningi verslunarmanna: Frídagur verslunarmanna er stórhátíðardagur.
Störf trúnaðarmanna
Laun
Samkvæmt kjarasamningum er trúnaðarmönnum í samráði við verkstjóra heimilt án launaskerðingar að verja eftir því sem þörf krefur tíma til trúnaðarmannastarfans á vinnustaðnum. Önnur störf í þágu stéttarfélagsins veita ekki rétt til launa.
Fundur á vinnustað
Trúnaðarmönnum er heimilt að boða til fundar á vinnustað tvisvar á ári í vinnutíma og skulu fundirnir hefjast einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Fundi skal boða í samráði við stjórnendur fyrirtækisins með 3 daga fyrirvara. Sé fundarefni mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum nægir eins dags fyrirvari. Heimild til að halda fundi í vinnutíma er þó ekki skv. kjarasamningum SA við félög háskólamanna.
Kvartanir
Trúnaðarmaður skal bera kvartanir verkamanna upp við verkstjóra eða aðra stjórnendur fyrirtækisins áður en leitað er til annarra aðila.
Sumarorlof
Í ákvæðum kjarasamnnga um orlof er gerður greinarmunur á orlofi sem veita skal á sumarorlofstímabili, almennt 20 orlofsdagar, og svo orlofi sem veita má utan sumarorlofstímabils. Ef atvinnurekand óskar þess sérstaklega við starfsmann að hann taki ekki sumarorlof þá kemur til 25% lenging orlof að því marki sem 20 dögum er ekki náð. Sjá nánar um orlof.
Tilkynning um fæðingar- / foreldraorlof
Tilkynna eins fljótt og kostur er
Starfsmanni er skylt skv. lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof að tilkynna vinnuveitanda eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi átta vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barns hyggist hann nýta sér rétt til fæðingarorlofs.
Vilji foreldrar breyta áður tilkynntum upphafsdegi fæðingarorlofs ber þeim að tilkynna það vinnuveitanda þremur vikum fyrir hinn nýja fyrirhugaða upphafsdag fæðingarorlofs.
Starfsmaður sem hyggst nýta sér rétt til foreldraorlofs skal tilkynna það vinnuveitanda eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi sex vikum fyrir fyrirhugaðan upphafsdag orlofs.
Tilkynning skal vera skrifleg
Tilkynning um töku fæðingarorlofs- og/eða foreldraorlofs á að vera skrifleg og skal þar tilgreina fyrirhugaðan upphafsdag orlofsins, lengd og tilhögun. Þá skal vinnuveitandi árita tilkynningu um móttökudagsetningu og afhenda starfsmanninum afrit hennar.
Vinnuveitandi getur lagt til aðra tilhögun
Ef vinnuveitandi getur ekki fallist á óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofs skal hann að höfðu samráði við starfsmann leggja til aðra tilhögun innan viku frá móttökudagsetningu tilkynningar. Skal það gert skriflega og ástæður tilgreindar fyrir breyttri tilhögun.
Ef samkomulag næst ekki milli starfsmanns og vinnuveitanda um töku fæðingarorlofs á starfsmaður ávallt rétt á að taka fæðingarorlof sitt í einu lagi frá þeim upphagsdegi sem starfsmaður ákveður.
Tilkynning vinnuslysa og atvinnusjúkdóma
Atvinnurekanda ber að tilkynna Vinnueftirliti ríkisins um vinnuslys svo hægt sé að leggja mat á aðstæður og atvik í tengslum við vinnuslys.
Um tilkynningu vinnuslysa gildir 79. gr. laga nr. 46/1980 .
Tímalengd og launagreiðslur
Lengd veikindaréttar starfsmanns ræðst af þeim kjarasamningi sem um starf hans gildir. Hér að neðan eru dregin saman ákvæði kjarasamninga sem áhrif hafa á lengd veikindaréttar og hvaða laun ber að greiða á veikindatímabili.
Trúnaðarmannanámskeið
Samkvæmt kjarasamningum skal trúnaðarmönnum á vinnustað gefinn kostur á að sækja svokölluð trúnaðarmannanámskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi.
Hver trúnaðarmaður hefur rétt á að sækja eitt eða fleiri námskeið, samtals eina viku á ári.
Einn trúnaðarmaður á ári í hverju fyrirtæki á þá rétt á að halda dagvinnulaunum sínum í allt að eina viku á ári. Í flestum kjarasamningum er gert ráð fyrir að í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 15 starfsmenn skuli trúnaðarmenn halda dagvinnutekjum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Frávik frá þessu er t.d. í kjarasamningi iðnverkafólks.
Heimild til launaðra fjarvista vegna námskeiða er þó ekki í kjarasamningum SA og háskólamanna.
Trúnaðarskylda
Samkvæmt almennum reglum er starfsmaður bundinn trúnaðarskyldu gagnvart vinnuveitanda sínum meðan hann er í ráðningarsambandi.
Óheimilt að vinna gegn hagsmunum fyrirtækis
Starfsmanni er óheimilt að vinna gegn hagsmunum vinnuveitandans og veita öðrum eða hagnýta sér upplýsingar sem verulegu máli skipta fyrir starfsemi fyrirtækisins.
Starfsmanni þarf að hafa verið gert ljóst eða mátt vita að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða.
Óheimilt að taka þátt í samkeppnisrekstri
Starfsmaður má ekki koma sér í þá stöðu að hann lendi í samkeppni við vinnuveitanda sinn.
Hefji starfsmaður starfsemi eða störf í samkeppni við vinnuveitandann felur það í sér alvarlegt brot á trúnaðarskyldum sem heimilar fyrirvaralausan brottrekstur án undangenginnar aðvörðunnar.
Meginregla að trúnaðarskylda endi við starfslok
Trúnaðarskyldan fellur niður við starfslok, (lok uppsagnarfrests) nema um annað sé samið sérstaklega í ráðningarsamningi, eða leiði af ákvæðum laga (t.d. atvinnuleyndarmál).
Tryggingagjald
Um tryggingagjald gilda lög nr. 113/1990.
Tryggingagjald er lagt á allar tegundir launa og þóknana fyrir störf sem eru skattskyld skv. lögum um tekju- og eignarskatt.
Allt mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð telst sem stofn til útreiknings tryggingagjalds.
Tryggingagjald er innheimt í staðgreiðslu og skiptist í almennt tryggingagjald og atvinnutryggingagjald.
Markaðsgjald og gjald í Ábyrgðasjóð launa er innheimt með tryggingagjaldi og er hluti þess heildargjalds sem innheimt er.
Sjá nánar á heimasíðu ríkisskattstjóra.
Tækjastjórnendur
Tækjastjórnendur falla ásamt bifreiðastjórum, öðrum er hópbifreiðastjórum, undir 16. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar, enda starfi þeir á tækjum sem krefjast vinnuvélaréttinda eða aukinna ökuréttinda.
Tölvupóstur
Um tölvupóst og netnotkun starfsmanna gilda reglur nr. 837/2006 um rafræna vöktun.
Einkatölvupóstur
Með einkatölvupósti er átt við tölvupóst sem sendur er eða móttekin með vél- eða hugbúnaði vinnuveitanda, en varðar hvorki hagsmuni hans né þá starfsemi sem hann rekur.
Einkatölvupóstur er nánar tiltekið sá póstur sem:
(i) auðkenndur er sem einkamál í efnislínu eða er að öðru leyti þannig að augljóst sé að um einkatölvupóst sé að ræða, eða;
(ii) vistaður er í sérstakri möppu á vinnustað í tölvupóstkerfi sem er auðkennd sem einkamál eða ef að öðru má ráða að hún hafi þannig efni til að geyma.
Má skoða einkatölvupóst?
Óheimilt er að skoða einkatölvupóst nema brýna nauðsyn beri til s.s. vegna tölvuveiru eða sambærilegs tæknilegs atviks.
Einungis er heimilt að skoða tölvupóst starfsmanns tilviksbundið ef grunur er uppi um brot starfsmanns gegn trúnaðar- eða vinnuskyldum.
Starfsmaður á rétt á að vera viðstaddur
Þegar tölvupóstnotkun er skoðuð skal þess gætt að gera starfsmanni fyrst grein fyrir því og veita honum færi á að vera viðstaddur slíka skoðun nema þess sé enginn kostur vegna alvarlegra veikinda starfsmannsins.
Geti starfsmaður ekki verið viðstaddur skoðunina skal veita honum færi á að tilnefna annan mann í sinn stað.
Starfsmaður má eyða einkatölvupósti
Starfsmaður á rétt á því að fá að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti sem ekki tengist starfsemi vinnuveitandans.
Loka skal pósthólfi við starfslok
Eigi síðar en tveimur vikum frá starfslokum skal loka pósthólfi starfsmanns.
Rafræn vöktun og tölvupóstur
Fari fram rafræn vöktun innan fyrirtækis í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi innan þeirra heimilda sem lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og reglur nr. 837/2006 heimila skal starfsmanni tilkynnt eftir því sem við á hvernig farið skuli með einkatölvupóst og annan tölvupóst innan fyrirtækisins.
Tölvuvinna
Um vinnu við tölvu gilda reglur nr. 498/1994 um skjávinnu.
Lágmarkskröfur
Vinnuumhverfi starfsmanns sem vinnur við skjá, s.s. tölvan sjálf, mús, prentari, stóll og borð kallast verkstöð og skal hún uppfylla þær lágmarkskröfur sem tilgreindar eru í reglunum og viðauka sem þeim fylgja.
Framkvæma skal úttekt
Vinnuveitendur skulu sjá til þess að gerð sé úttekt á verkstöðvum í því skyni að meta hvaða áhrif þær hafa á starfsmenn með tilliti til öryggis, hollustu og hugsanlega áhættu fyrir sjón og gera viðeigandi ráðstafanir til að ráða bót á ástandinu, sé þess þörf.
Sérstök gleraugu
Í 9. gr. reglnanna og sérstöku skýringargagni sem þeim fylgja (bls. 6) er fjallað um augn- og sjónvernd starfsmanna og kostnaðarþátttöku vinnuveitanda við kaupa á sérstökum gleraugum til skjávinnu.
Uppfinningar starfsmanna
Fjallað er um uppfinningar starfsmanna í lögum nr. 72/2004. Lögin ná til uppfinninga sem unnt er að fá einkaleyfi fyrir hér á landi.
Atvinnurekandi getur krafist framsals
Ef starfsmaður hefur komið fram með uppfinningu sem er þáttur í starfi hans getur atvinnurekandi krafist framsals réttarins yfir uppfinningunni til sín enda sé hagnýting hennar á starfssviði atvinnurekandans.
Atvinnurekandinn hefur sama rétt þótt hagnýting uppfinningarinnar sé ekki á starfssviði sínu ef uppfinning starfsmannsins tengist tilteknu verkefni sem atvinnurekandinn hefur falið honum.
Starfsmaður á rétt á sanngjörnu endurgjaldi
Ef atvinnurekandi öðlast rétt til uppfinningar starfsmanns á starfsmaðurinn rétt á sanngjörnu endurgjaldi, jafnvel þótt um annað hafi verið samið, nema verðmæti uppfinningarinnar fari ekki fram úr því sem ætla má með sanngirni að starfsmanninum beri að inna af hendi með tilliti til heildarkjara hans.
Ef starfsmaðurinn er ráðinn til að vinna að uppfinningum má semja um að sanngjarnt endurgjald fyrir uppfinningu felist í ráðninagarkjörum starfsmannsins einvörðungu.
Uppgjör launa við starfslok
Þegar starfsmaður lætur af störfum hjá vinnuveitanda, hvort sem er með samkomulagi eða við lok uppsagnarfrests, þarf að gera upp laun, uppbætur og áunnið orlof.
Ef ágreiningur hefur verið um launamál getur verið skynsamlegt að ganga frá formlegu samkomulagi um starfslok þar sem fram kemur hvaða greiðslur eru inntar af hendi við starfslokin og að hvorugur aðili eigi frekari kröfur á hinn vegna starfslokanna.
Upplýsingar og samráð í fyrirtækjum
Lög nr. 151/2006 um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum gilda um þau fyrirtæki þar sem starfa að jafnaði a.m.k. 50 starfsmenn á innlendum vinnumarkaði.
Markmið laganna er að tryggja rétt starfsmanna til upplýsinga og samráðs í fyrirtækjum og stuðla að því að fulltrúar starfsmanna og fyrirtækja vinni í anda samvinnu við tilhögun og framkvæmd upplýsingagjafar og samráðs, að teknu tilliti til hagsmuna beggja aðila.
Hvaða upplýsingar á að veita?
Vinnuveitendur skulu veita fulltrúum starfsmanna upplýsingar um:
(i) nýliðna þróun og horfur varðandi starfsemi og fjárhagsstöðu fyrirtækisins,
(ii) stöðu, skipulag og horfur í atvinnumálum í fyrirtækinu og um allar ráðstafanir sem fyrirsjáanlegar eru, einkum ef atvinnuöryggi er ógnað, og;
(iii) ákvarðanir sem líklegt er að leiði til verulegra breytinga á skipulagi vinnunnar eða á ráðningarsamningum starfsmanna, þar með taldar ákvarðanir sem eru byggðar á ákvæðum laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum og hópuppsagnir.
Fundur með starfsmönnum
Fulltrúum starfsmanna skal gefast kostur á samráði með því að eiga fund með vinnuveitanda og fá viðbrögð frá honum við því áliti sem þeir kunna að setja fram. Jafnframt skal vinnuveitandi gera fulltrúum starfsmanna grein fyrir ástæðum viðbragða sinna.
Takmörkun á upplýsingarétti
Atvinnurekanda er þó ekki skylt að veita fulltrúum starfsmanna upplýsingar eða að hafa við þá samráð ef upplýsingarnar eru samkvæmt hlutlægum viðmiðum þess eðlis að það geti valdið alvarlegu tjóni eða röskun á starfsemi fyrirtækisins.
Þá er atvinnurekanda heimilt að binda upplýsingar sem hann veitir fulltrúum starfsmanna trúnaði á grundvelli lögmætra hagsmuna fyrirtækisins.
Sjá einnig samkomulag SA og ASÍ um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum aftast í kjarasamningum.
Uppsagnarfrestur
Uppsagnarfrestur starfsmanna er mislangur eftir því hvert starfssvið þeirra er og hvaða kjarasamningur gildir um störf þeirra. Við mat á lengd uppsagnarfrests þarf að gæta að nokkrum þáttum:
- Hvaða kjarasamningur gildir um starfið? Kjarasamningar starfsgreinar ákvarða lágmarkskjör.
- Hefur verið samið um betri rétt til handa launamanni í ráðningarsamningi?
- Tímabundnum samningi verður ekki sagt upp nema samið hafi verið um uppsagnarheimild.
- Mismunandi er milli kjarasamninga hvort uppsagnarfrestur ávinnst með "samfelldu starfi" eða leggja skuli saman starfstímabil.
- Gæta þarf ákvæða um áunnin réttindi við endurráðningu til sama vinnuveitanda.
- Starfsmaður sem náð hefur 55 ára aldri á almennt 4 - 6 mánaða uppsagnarfrest hafi hann unnið 10 ár samfellt hjá sama vinnuveitanda.
- Ef heimilt er að rifta ráðningu vegna brota í starfi (almennt að undangenginni áminningu) fellur niður réttur til launaðs uppsagnartíma.
Uppsagnarfrestur einstakra starfshópa:
Uppsagnarvernd fæðingarorlofslaga
Lög um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020 vernda:
- barnshafandi konur og konur sem nýlega hafa alið barn
- starfsmenn sem tilkynnt hafa um töku fæðingar- eða foreldraorlofs
- foreldra í fæðingar- eða foreldraorlofi
Óheimilt er að segja þessum starfsmönnum upp störfum nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni.
Sjá einnig almenna umfjöllun um fæðingarorlof og foreldraorlof .
Uppsögn - veikindi
Samkvæmt meginreglu vinnuréttar og kröfuréttar leysir uppsögn starfsmenn og vinnuveitendur, undan skyldum sínum samkvæmt ráðningarsambandi, að loknum uppsagnarfresti.
Veikindaréttindi eru meðal þeirra réttinda og skyldna sem falla niður við ráðningarslit. Frá þessari meginreglu eru þó vissar undantekningar og fjallað nánar um það hér á vefnum í umfjöllun um brottfall veikindaréttar.
Uppsögn launaliðar
Kjarasamningar kveða á um lágmarkskjör launafólk í viðkomandi starfsgrein. Óheimilt er að greiða lægri laun er samið hefur verið um í kjarasamningum.
Launahækkun samkvæmt kjarasamningi er einnig hluti lágmarkskjara starfsmanns. Óheimilt er að lækka eða afnema yfirborgun starfsmanns með því að greiða ekki út umsamda launahækkun.
Yfirborgun starfsmanns verður þó lækkuð ef fylgt er ákvæðum ráðningarsamnings og kjarasamnings. Koma þar tvær leiðir til greina, uppsögn eða samkomulag við starfsmann.
Uppsögn yfirvinnu
Segja þarf upp fastri yfirvinnu
Ef föst yfirvinna er umsamin í ráðningarsamningi eða hefur verið föst og regluleg það lengi að telja má að hún sé orðin hluti fastra kjara starfsmanns þá verður greiðslu fyrir yfirvinnu ekki felld niður nema að undangenginni uppsögn.
Sami uppsagnarfrestur
Meginreglan er sú að sami uppsagnarfrestur sé í tilviki uppsagna á yfirvinnu og almennt við uppsagnir.
Í kjarasamningum SA og Samiðnar (gr. 2.2.2.) og SA og VM (gr. 2.2.2.) er sérákvæði um uppsögn yfirvinnu. Hafi verið unnin reglubundin yfirvinna í tvo mánuði eða meira ber að tilkynna fyrirhugaðar breytingar þar á með minnst tveggja vikna fyrirvara. Fyrirvari er háður því að ekki sé um óviðráðanlegar orsakir að ræða en efnisskortur telst í þessu sambandi ekki til óviðráðanlegra orsaka.
Útkall
Útkall er skilgreint sem „óvænt röskun á frítíma starfsmanns“.
Það telst ekki útkall þegar yfirvinna er boðuð með fyrirvara. Þá er hún hvorki óvænt né ófyrirséð.
Því síður telst það vera útkall þegar listi er hengdur upp og starfsmönnum boðið að skrá sig til yfirvinnu. Í því tilviki er ekki um kvaðningu til vinnu að ræða.
Þegar í hlut á verkafólk eða verslunarmenn þarf einnig að hafa hliðsjón af ákvæðum í aðalkjarasamningum SA og Starfsgreinasambandsins / Eflingar um heil og hálf dagvinnulaun og ákvæði gr. 2.2.4. í kjarasamningi SA og VR / LÍV um lágmarksgreiðslu fyrir vinnu á laugar- og sunnudögum.
Sjá nánar um útkall í umfjöllun um vinnutíma.
Útkall
Með útkalli er átt við óvænta röskun á frítíma starfsmanns þegar hann er kallaður til vinnu eftir að venjubundnum vinnudegi er lokið. Réttur til greiðslu vegna útkalls tekur mið af því óhagræði sem felst í því að þurfa að yfirgefa heimili sitt eftir að dagvinnu lýkur og einskorðast því við þau tilvik þegar starfsmaður, sem er kvaddur til vinnu, þarf að mæta á tiltekinn vinnustað, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 1/2022 .
Ef starfsmaður er beðinn um að sinna símaaðstoð við viðskiptamenn utan vinnutíma eða fjarlausnum þá telst sú vinna ekki vera útkall, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 6/2003 . Samið er þá sérstaklega um greiðslur fyrir það vinnuframlag.
Það telst ekki útkall þegar yfirvinna er boðuð með fyrirvara. Þá er hún hvorki óvænt né ófyrirséð. Því síður telst það vera útkall þegar listi er hengdur upp og starfsmönnum boðið að skrá sig til yfirvinnu. Í því tilviki er ekki um kvaðningu til vinnu að ræða.
Beiðni um að sinna öðru verki innan útkallstíma
Ef starfsmaður hefur verið kallaður út og er beðinn um að vinna annað verk innan útkallstímans þá telst ekki um nýtt útkall að ræða. Skiptir þá ekki máli hvort starfsmaðurinn er á þeirri stundu staddur á vinnustaðnum eða utan hans, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 5/2003 , en í því máli vísaði Félagdómur til þess að ekki skuli skv. kjarasamningum greiða fyrir óunninn tíma nema skýr og ótvíræð ákvæði kjarasamnings kveði á um slíkt.
Greiðsla fyrir útkall
Greiðslur fyrir útköll eru ekki samræmdar milli kjarasamninga. Hjá verkafólki og verslunarmönnum er útkall að lágmarki 4 klst. nema dagvinna hefjist innan tveggja klst. frá því starfsmaður kom til vinnu. Ávallt greiðast 4 klst. að lágmarki skv. veitingasamningi SGS / Eflingar . Í samningum Samiðnar , RSÍ og VM er greidd ein klst. umfram unninn tíma, þó að lágmarki 3 klst. nema dagvinna hefjist innan þriggja klst. frá því starfsmaður kom til vinnu. Í þeim samningum gilda sérreglur um útköll að nóttu og um helgar.
Sérákvæði geta gilt um útköll á bakvöktum.
Sjá nánar gildandi kjarasamninga:
Gr. 1.8. í kjarasamningi SGS / Eflingar
Gr. 1.8. í kjarasamningi VR / LÍV
Gr. 2.3. í kjarasamningi RSÍ
Gr. 1.8. í kjarasamningi Samiðnar
Gr. 1.8. í kjarasamningi VM
Gr. 1.9. í kjarasamningi Matvís
Gr. 1.8. í kjarasamningi Grafíu
Síðast uppfært: Maí 2020
Útreikningur veikindaréttar
Lagareglur um veikindarétt er annars vegar að finna í lögum nr. 19/1979 , sem ná til verkafólks í landi, og hins vegar sjómannalögum nr. 35/1985 .
Í kjarasamningum hefur verið samið um ýmis frávik frá lögum nr. 19/1979, m.a. að veikindaréttur sé heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili.
Hér verður fjallað um þá þætti sem áhrif hafa á ávinnslu og talningu veikindadaga starfsfólks.
Útsendir starfsmenn: Frá íslandi
Rétturinn til að veita þjónustu yfir landamæri á EES svæðinu er einn af hornsteinum EES samningsins. Jafnt einstaklingar sem lögaðilar, með atvinnurekstur í heimalandi sínu, geta boðið upp á og veitt þjónustu í öðru ríki innan EES án sérstakra leyfa. Þjónustan kann þó að vera tilkynningarskyld.
Gagnkvæmir samningar um veitingu þjónustu ná einnig til Sviss og Færeyja er hér verður til einföldunar einungis vísað til EES ríkja / borgara.
Þegar fyrirtæki sendir starfsmann tímabundið til annars lands til að veita þjónustu er sá starfsmaður jafnan nefndur „útsendur starfsmaður“ (e. posted worker). Lög tryggja honum lágmarkskjör og réttindi á meðan hann gegnir störfum í öðru landi.
Um útsenda starfsmenn sem sendir eru til Íslands og skyldur fyrirtækja og notendafyrirtækja fer skv. lögum nr. 45/2007 .
Hér á vefnum er annars vegar fjallað um réttindi og skyldur þegar starfsmenn eru sendir til Íslands til að veita þjónustu og hins vegar þegar íslensk fyrirtæki senda starfsmenn sína til annarra landa EES í tengslum við veitingu þjónustu.
Á vefsíðunni www.posting.is er einnig fjallað um réttindi og skyldur vegna útsendra starfsmanna.
Útsendir frá Íslandi
Reglur um útsenda starfsmenn byggja á tilskipunum ESB og því mega íslensk fyrirtæki, sem hyggjast veita þjónustu í öðrum EES ríki, gera ráð fyrir að þar gildi sambærilegar reglur og þegar erlend þjónustufyrirtæki senda starfsmenn til Íslands.
Það er þó nauðsynlegt að kynna sér reglur viðkomandi ríkis og getur þá verið gagnlegt að fá upplýsingar frá erlendum kaupanda þjónustunnar, jafnvel tilgreina í þjónustusamningi að verkkaupi veiti verktaka nauðsynlegar upplýsingar um tilkynningarskyldu / skráningu og hvaða lágmarkskjör ber að virða, eftir atvikum með tilvísun til laga eða kjarasamninga.
Á síðu ESB um posted workers má nálgast upplýsingasíður í einstökum aðildarríkjum, sjá í meginmáli: National websites on posting - choose country.
Noregur stendur utan ESB eins og Ísland og er því ekki tilgreint á síðu ESB. Upplýsingasíða þeirra er:
Útsendir starfsmenn: Til íslands
Rétturinn til að veita þjónustu yfir landamæri á EES svæðinu er einn af hornsteinum EES samningsins. Jafnt einstaklingar sem lögaðilar, með atvinnurekstur í heimalandi sínu, geta boðið upp á og veitt þjónustu í öðru ríki innan EES án sérstakra leyfa. Þjónustan kann þó að vera tilkynningarskyld.
Gagnkvæmir samningar um veitingu þjónustu ná einnig til Sviss og Færeyja er hér verður til einföldunar einungis vísað til EES ríkja / borgara.
Þegar fyrirtæki sendir starfsmann tímabundið til annars lands til að veita þjónustu er sá starfsmaður jafnan nefndur „útsendur starfsmaður“ (e. posted worker). Lög tryggja honum lágmarkskjör og réttindi á meðan hann gegnir störfum í öðru landi.
Um útsenda starfsmenn sem sendir eru til Íslands og skyldur fyrirtækja og notendafyrirtækja fer skv. lögum nr. 45/2007 .
Hér á vefnum er annars vegar fjallað um réttindi og skyldur þegar starfsmenn eru sendir til Íslands til að veita þjónustu og hins vegar þegar íslensk fyrirtæki senda starfsmenn sína til annarra landa EES í tengslum við veitingu þjónustu.
Á vefsíðunni www.posting.is er einnig fjallað um réttindi og skyldur vegna útsendra starfsmanna.
Útsendir til Íslands
Þegar erlent þjónustufyrirtæki sendir starfsmenn sína til Íslands til að veita þjónustu þarf það að gæta að fjölmörgum þáttum, s.s. að:
1) Gerðir séu skriflegir samningar við starfsmenn sem tryggi þeim lágmarkslaun skv. íslenskum kjarasamningum
2) Tilkynnt sé um starfsemi hér á landi til Vinnumálastofnunar
3) Sótt sé þegar við á um undanþágu til Ríkisskattstjóra á grundvelli tvísköttunarsamninga
Síðast uppfært: September 2018
Vakta- og hlutavinnufólk
Vaktavinnufólk vinnur sér inn orlofsdaga (sumarfrí) í hlutfalli við vinnuframlag eins og aðrir starfsmenn. Sérstök umfjöllun er um vetrarfrí vaktavinnumanna vegna vinnu á rauðum dögum.
Ef vaktir eru að jafnaði færri en fimm á viku þarf að reikna sérstaklega út fjölda vakta eða klukkustunda í sumarorlofi.
Sama á við um hlutavinnufólk ef það vinnur að jafnaði færri daga en fimm á viku. Það er því ekki sjálfgefið að vaktavinnumenn eigi rétt á 24 vinnudögum í orlofi. Starfsmaður sem vinnur 1 dag á viku getur ekki tekið 24 vikna frí og sá sem vinnur 2 daga á viku á ekki rétt á 12 vikna fríi.
Algengt er að vaktavinnumenn vinni að meðaltali 3,5 daga á viku og ef þeir ættu rétt á 24 vöktum í frí þá jafngildir það tæpum 7 vikum. Sú er þó ekki raunin. Af þeim sökum er orlof þeirra oft reiknað í klukkustundum eða beitt sérstakri reiknireglu til að finna réttan fjölda vinnudaga eða stunda í orlofi.
Hafa verður í huga orlofslaun verða að skila sér til starfsmanna. Fyrirtækin beita mismunandi aðferðum við útreikning orlofslauna en hér á eftir er fyrst og fremst verið að reikna fjölda orlofsdaga. Í mörgum tilfellum fara orlofslaun og fjöldi orlofsdaga saman en þó ekki alltaf. Ef orlof af fastri yfirvinnu er t.d. greitt inn á orlofsreikning þarf að gæta þess að það sé ekki jafnframt greitt í orlofi.
Nota má tvær aðferðir við útreikning orlofsdaga:
1. Umreikna orlof yfir í klukkustundir
2. Finna út fjölda vaktadaga í orlofi
Vaktavinna
Ef vinnuveitandi þarf að skipuleggja reglubundna vinnu utan dagvinnutímabils getur verið hentugt að beita ákvæðum kjarasamnings um vaktavinnu. Er þá heimilt að greiða vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutímabils í stað yfirvinnu. Vaktavinna er t.d. algeng á veitinga- og gististöðum, í ferðaþjónustu, umönnunarstörfum, akstri hóp- og flutningabifreiða, öryggisþjónustu og í iðnaði.
Kjarasamningur SA og VR/LÍV hefur ekki að geyma ákvæði um vaktavinnu en þess í stað eru ákvæði um eftirvinnu sem eru að mörgu leyti sveigjanlegri en vaktavinnuákvæði.
Ákvæði kjarasamninga um vaktavinnu eru mismunandi og því mikilvægt að vinnuveitandi kynni sér vel þann kjarasamning sem um starfið gildir. Ef ráða á starfsmann til vaktavinnu er rétt að tilgreina það í skriflegum ráðningarsamningi.
Megineinkenni vaktavinnu
- Vaktavinna er fyrirfram ákveðin vinnutilhögun og á því ekki við um tilfallandi vinnu.
- Vaktir eru skipulagðar til ákveðins tíma (gjarnan fjögurra vikna í senn eða lengur) og vaktskrá aðgengileg starfsmönnum.
- Lengd vakta er fyrirfram ákveðin og er í kjarasamningum kveðið á um lágmarkslengd vakta.
- Greitt er vaktaálag þar til fullri vinnu eða umsömdu starfshlutfalli hefur verið skilað. Vaktaálag er mismunandi milli kjarasamninga.
- Yfirvinna er greidd eftir 40 klst. á viku að meðaltali.
Upptaka vaktavinnu
Ákvæði kjarasamninga um upptöku vaktavinnu eru mismunandi. Í veitingasamningi SA við SGS / Eflingu er gert ráð fyrir ráðningu til vaktavinnu og verður því vaktavinna ekki tekin upp nema með samkomulagi við starfsmann. Þegar vaktavinna er tekin upp tímabundið, t.d. hjá iðnaðarmönnum , er heimilt að tilkynna um upptöku vakta með fyrirvara sem kjarasamningur tilgreinir. Ef reglulega þarf að taka upp vaktir er rétt að tilgreina í ráðningarsamningi að starfsmaður séu ráðinn hvort tveggja til dagvinnu og vaktavinnu, eftir nánari ákvörðun vinnuveitanda.
Vaktaálag
Álagslaust tímabil er almennt frá kl. 8 að morgni til kl. 17 en í sumum samningum er það til kl. 16. Álagslaust tímabil er því ekki sama tímabil og dagvinnutímabil hjá dagvinnufólki. Álag á kvöldin, nóttunni og um helgar er mismunandi milli samninga og í almennum kjarasamningum SA við SGS / Eflingu er vaktaálag einnig mismunandi milli einstakra kafla.
Neysluhlé á vöktum
Greidd neysluhlé á vöktum eru með sama hætti og hjá dagvinnufólki, þ.e. 35 mín. á 8 klst. vinnudegi. Neysluhlé eru hlutfallslega lengri / styttri þegar vaktir eru lengri eða styttri en 8 klst. Í sumum kjarasamningum segir að neysluhlé séu 5 mín. fyrir hverja unna klst. en það þýðir að reikna skuli 5 mín. fyrir hverja heila unna klst. Neysluhlé í þeim tilvikum eru 35 mín. á 8 klst. vakt og 55 mín. á 12 klst. vakt.
Neysluhlé eru tekin eftir því sem hentar á vinnustað eftir samkomulagi vinnuveitanda og starfsmanna. Vinna í neysluhléum er greidd með yfirvinnukaupi. Ef vinna er skipulögð með þeim hætti að torvelt er að veita neysluhlé er mikilvægt að semja um greiðslu vegna sveigjanlegra neysluhléa og vinnu í þeim. Þessi greiðsla getur verið hluti yfirborgunar starfsmanns, ef hún er fyrir hendi. Sjá nánar um yfirborgun.
Kjarasamningar gera ekki ráð fyrir matartímum á vöktum en þó er ekki útilokað, henti það starfseminni, að semja við starfsmann um að hann taki hádegishlé á vakt.
Yfirvinna
Í vaktavinnu er yfirvinna greidd fyrir vinnu umfram 40 klst. á viku að jafnaði / meðaltali. Það þýðir að vaktavinna getur verið mismikil milli vikna, yfir 40 klst. aðra vikuna en undir 40 klst. hina en yfirvinna greiðist einungis ef vaktastundir að meðaltali eru yfir 40 klst.
Dæmi: Á „kokkavöktum" þar sem starfsmaður vinnur á 12 klst. vöktum í 2-3-3-2 kerfi þá vinnur hann 2 - 5 vaktir á viku, 24, 36, 48 eða 60 klst., að meðaltali 42 klst. á viku. Því eru greiddar 2 klst. í yfirvinnu á viku eða 8,67 klst. á mánuði.
Sérákvæði eru í kjarasamningum SA við Matvís og SGS / Eflingu v. veitingahúsa um styttri vinnuskyldu ef einungis er unnið á kvöldvöktum.
Vaktavinna á helgi- og stórhátíðardögum
Tvenns konar fyrirkomulag er í kjarasamningum um vaktavinnu á „rauðum dögum".
1) Yfirvinnu- eða stórhátíðarkaup ásamt óskertum dagvinnulaunum
Greitt er yfirvinnu- eða stórhátíðarkaup fyrir vinnu á rauðum degi auk þess sem starfsmaður heldur óskertum dagvinnulaunum (eins og hjá dagvinnufólki, sjá umfjöllun um sérstaka frídaga ).
Í þessum vaktaköflum er almennt gert ráð fyrir að starfsmaður sé í fríi á rauðum dögum, nema um annað hafi verið samið eða leiði af eðli starfseminnar.
2) Vaktaálag og vetrarfrí
Greitt er vaktaálag fyrir vinnu á rauðum degi og er það almennt 45% á almennum helgidögum og 90% á stórhátíðardögum.
Auk vaktaálags ávinnur starfsmaður sér inn 12 vetrarfrídaga miðað við ársstarf (96 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) fyrir helgi- og stórhátíðardaga sem falla á mánudaga til föstudaga. Sé vinnustað lokað á þeim dögum eða frí veitt fækkar vetrarfrídögum samsvarandi. Sjá umfjöllun um vetrarfrí vaktavinnustarfsmanna.
Þetta fyrirkomulag er í samningum SA við Matvís og SGS / Eflingu v. veitingahúsa, ræstinga og umönnunarstarfa.
Síðast uppfært: Maí 2020
Vaktmenn
Starfsmenn við dag- og næturvörslu í fyrirtækjum, stofnunum og skipum við hvers konar eftirlitsstörf falla undir 23. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar.
Veikindi
Gerður er greinarmunur á því hvort starfsmaður veikist áður en til orlofstöku kemur eða hvort hann veikist eftir að orlof er hafið .
Veikindi barna
Í kjarasamningum SA er ákvæði um rétt starfsmanna til launa í fjarvistum vegna veikinda barna.
Á hverju 12 mánaða tímabili er rétturinn sem hér segir:
Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda: 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð.
Eftir sex mánaða starf hjá sama vinnuveitanda: 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili.
Rétturinn getur því mest orðið 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Eftir eins mánaðar starf er starfsmaður með 2ja daga rétt, eftir tveggja mánaða starf hefur hann 4 daga rétt o.s.frv. þar til 12 daga rétti er náð.
Foreldri á rétt á þessum dagafjölda óháð fjölda barna. Með foreldri er einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann sem er framfærandi barns og kemur í stað foreldris.
Skilyrði launaréttar er að um sé að ræða sjúkt barn undir 13 ára aldri og að annarri umönnun verður ekki komið við . Rétturinn er þó jafnframt til staðar í tilvikum barna undir 16 ára aldri þegar veikindi eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag.
Rétturinn nær til aðhlynningar barns sem vegna tilfallandi veikinda kemst hvorki í leikskóla né skóla þann daginn og annarri umönnun verður ekki við komið. Undir launaréttinn falla ekki þau tilvik þegar að foreldri þarf að fara með barn sitt í hvers kyns þjálfun t.d. talþjálfun, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 17/2020 .
Ef skilyrði launaréttar eru uppfyllt skal foreldri halda dagvinnulaunum sínum svo og vaktaálagi þar sem það á við. Verslunarfólk heldur eftirvinnuálagi. Með dagvinnulaunum er almennt átt við þau föstu laun sem starfsmaður fær fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.
Vinnuveitandi getur farið fram á læknisvottorð til staðfestingar á sjúkdómi barns.
Verkstjóri
Verkstjórar eru sérstakir trúnaðarmenn atvinnurekanda gagnvart starfsmönnum, sem þeir stjórna fyrir hönd atvinnurekanda.
Sérstök staða verkstjóra gagnvart atvinnurekanda er m.a. skilgreind í inngangskafla kjarasamnings SA og Verkstjórasambands Íslands.
Samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er verkstjóri hver sá maður sem á vegum atvinnurekanda hefur með höndum verkstjórn og eftirlit með starfsemi í fyrirtæki eða hluta þess. Verkstjóri ber sérstakar skyldur samkvæmt lögunum vegna vinnuverndar og öryggis starfsmanna. Sjá nánar 20. - 23. gr. laganna.
Verktakar / launamenn
Vegna þess mikla munar sem er á stöðu launþega og verktaka (einstaklingsverktaka) verður að gera skýran greinarmun á ráðningarsamningum og verksamningum og þekkja mögulegar afleiðingar þess ef ágreiningur um eðli samnings kemur til kasta dómstóla eða skattyfirvalda.
Síðast uppfært: Maí 2018
Vernd trúnaðarmanna
Trúnaðarmaður nýtur skv. 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur sérstakrar verndar gegn uppsögnum. Óheimilt er að segja trúnaðarmanni upp vegna starfa hans sem trúnaðarmanns og hann skal einnig sitja fyrir um að halda starfi sínu ef fækka þarf starfsmönnum í fyrirtæki.
Vetrarfrí vaktavinnumanna
Tvenns konar fyrirkomulag er viðhaft þegar kemur að launum vaktavinnumanna fyrir vinnu á almennum frídögum og stórhátíðardögum, þ.e. „rauðum dögum".
1) Yfirvinnu- eða stórhátíðarkaup ásamt óskertum dagvinnulaunum
Greitt er yfirvinnu- eða stórhátíðarkaup fyrir vinnu á rauðum degi auk þess sem starfsmaður heldur óskertum dagvinnulaunum (eins og hjá dagvinnufólki, sjá umfjöllun um sérstaka frídaga ).
Við þess konar fyrirkomulag er almennt gert ráð fyrir að starfsmaður sé í fríi á rauðum dögum, nema um annað hafi verið samið eða leiði af eðli starfseminnar.
2) Vaktaálag og vetrarfrí
Greitt er vaktaálag fyrir vinnu á rauðum degi og er það almennt 45% á frídögum og 90% á stórhátíðardögum.
Auk vaktaálags ávinnur starfsmaður sér inn 12 vetrarfrídaga miðað við ársstarf (96 dagvinnustundir m.v. 40 stunda vinnuviku) fyrir almenna frídaga og stórhátíðardaga sem falla á mánudaga til föstudaga. Sé vinnustað lokað á þeim dögum eða frí veitt fækkar vetrarfrídögum samsvarandi.
Í eftirtöldum kjarasamningum eru ákvæði um vetrarfrídaga vaktavinnumanna vegna rauðra daga:
3. kafli kjarasamnings SA og SGS / Eflingar v. veitinga- og gistihúsa o.fl.
22. kafli kjarasamninga SA og SGS / Eflingar v. ræstingar í vaktavinnu
Grein 2.4. í kjarasamningi SA og Matvís
Grein 4.3 í sérkjarasamningi SA og VR/LÍV vegna starfsfólks í gestamóttöku
Vetrarfrí vaktavinnumanna er á engan hátt tengt orlofsreglum eða vetrarorlofi skv. kjarasamningum.
Umfjöllun hér að neðan um vetrarfrídaga byggir á fylgiskjali með kjarasamningi SA og SGS / Eflingar vegna veitinga- og gistihúsa o.fl.
Vetrarfrí vaktavinnustarfsfólks
Vetrarfrí eru nefndir þeir frídagar sem vaktavinnumenn ávinna sér vegna vinnu á „rauðum dögum“. Sjá hins vegar „vetrarorlof“ hér í A-Ö.
Mismunandi er milli kjarasamningi hvað gildir um vinnu á rauðum dögum og laun fyrir vinnu á þeim dögum:
A) Frí á rauðum degi
Vaktavinnumaður er í fríi á rauðum degi nema um annað hafi verið samið.
Komi hann til vinnu fær hann greitt yfirvinnukaup eða stórhátíðarkaup, eftir því sem við á.
B) Vinna á rauðum degi
Vaktavinnumaður vinnur rauða daga eftir því sem tilgreint er í vaktskrá.
Hann fær dagvinnukaup með vaktaálagi fyrir vinnu sína.
Hann fær að auki allt að 12 vetrarfrídaga á ári til að mæta því að hann skilar dagvinnuskyldu sinni á frídögum.
Þetta fyrirkomulag gildir t.d. á hótelum og veitingahúsum.
Sjá nánar um vetrarfrí vaktavinnumanna.
Vetrarorlof
Vetrarorlof er sá hluti orlofs sem veittur er utan sumarorlofstímabils.
Samkvæmt almennum kjarasamningum SA ber að veita 20 daga orlof að sumri og er heimilt að veita orlof umfram það að vetri.
Ef atvinnurekandi óskar þess að starfsmaður taki færri en 20 orlofsdaga að sumri á hann rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.
Taki starfsmaður t.d. einungis 16 sumarorlofsdaga að ósk atvinnurekanda fær hann einn orlofsdag til viðbótar að vetri.
Viðbótarlífeyrissparnaður
Starfsmönnum er heimilt að greiða viðbótarframlag í séreignarsjóð (viðbótarlífeyrissparnað).
Vinnuveitanda ber í þeim tilvikum að greiða 2% mótframlag enda sé framlag starfsmanns a.m.k. 2%.
Vinnuveitendur greiða framlag starfsmanns og eigið framlag mánaðarlega til þeirra sjóða sem starfsmenn hafa valið og gert samning við um ávöxtun sparnaðarins.
Lífeyrissjóðir og ýmis fjármálafyrirtæki taka við viðbótarlífeyrissparnaði, og er starfsmönnum frjálst að velja til hverra þeir greiða, að svo miklu leyti sem það fer ekki í bága við reglur einstakra sjóða.
Sjá frekari umfjöllun um viðbótarlífeyrissparnað.
Viðvörun
Sjá umfjöllun um viðvörun / aðvörun í umfjöllun um áminningar vegna riftunar ráðningar.
Vinna barna og unglinga
Um vinnu barna og unglinga („ungmenni“) er fjallað um í X. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nánar er fjallað um vinnu barna og unglinga í reglugerð nr. 426/1999 .
Ákvæðin eiga við vinnu einstaklinga undir 18 ára aldri. Ólíkar reglur gilda um vinnu barna og unglinga.
Hvaða ungmenni eru börn og hver unglingar?
Með barni átt við einstakling sem er undir 15 ára aldri eða einstakling sem er í skyldunámi. Ungmenni telst því vera barn sem lengi sem það er í skyldunámi.
Með unglingi er átt við einstakling sem hefur náð 15 ára aldri en er undir 18 ára aldri og er ekki lengur í skyldunámi.
Takmarkanir á vinnu ungmenna gilda ekki í tilviki heimilisaðstoðar á einkaheimili vinnuveitanda eða vinnu í fjölskyldufyrirtæki enda sé vinnan tilfallandi eða vari í skamman tíma og ekki skaðleg eða hættuleg ungmennum.
Ráðningarsamningar ólögráða einstaklinga eru ekki bindandi fyrir þá nema samþykki lögráðamanns sé fyrir hendi, sjá nánar um gerð ráðningarsamninga .
Vinna í matar- og kaffitímum
Í kjarasamningum gilda mismunandi reglur um vinnu í matar- og kaffitímum.
Almenna reglan er sú að einungis skuli unnið í matar- og kaffitímum séu verkamenn fúsir til þess.
Álag ef unnið í matar- og kaffitímum
Ef unnið er í matar- og kaffitíma á starfsmaður rétt á tilteknu álagi sem er mismunandi eftir kjarasamningum.
Samkvæmt kjarasamningi SA við VR / LÍV, Rafiðnaðarsambandið, Samiðn og VM fær starfsmaður sem vinnur í matar- eða kaffitímum á dagvinnutímabili eða hluta af þeim vinnuna greidda með eftir-/yfirvinnukaupi eftir því sem við á.
Í kjarasamningi SA og SGS / Eflingar fær starfsmaður sem gerir slíkt hið sama kaup fyrir vinnutímann og hefðbundna dagvinnu auk 1/4 klst. fyrir hvern kaffitíma og eina klst. fyrir hvern matartíma, og skal það einnig gert, þótt skemur sé unnið.
Vinna við tölvu og sjónvernd
Um vinnu við tölvu og sjónvernd gilda reglur nr. 498/1994 um skjávinnu. Um skjávinnu er einnig fjallað í leiðbeiningariti Vinnueftirlits nr. 14 Vinna við tölvu.
Vinnuskylda
Ein af meginskyldum launamanns er vinnuskyldan, þ.e. skylda hans til að inna vinnuframlag af hendi gegn greiðslu launa.
Brot á vinnuskyldu getur leitt til riftunar ráðningarsamnings, almennt að undangenginni áminningu.
Sjá nánar um skyldur starfsmanna og trúnað.
Vinnuslys
Hvað er vinnuslys?
Vinnuslys teljast þau óhöpp sem verða við framkvæmd vinnu.
Þau slys teljast ekki vinnuslys sem:
1. hljótast af athöfnum slasaða sjálfs sem ekki standa í neinu sambandi við vinnuna eða framkvæmd hennar,
2. gerast á athafnasvæði fyrirtækis nema meira komi til,
3. gerast í frítíma stafsfólks t.d. í matartíma, þótt þau eigi sér stað innan veggja fyrirtækisins, nema þau séu í tengslum við framkvæmd vinnunnar eða vegna aðstæðna á vinnustað,
4. hljótast af áflogum á vinnustað eða gáska.
Hver er veikindarétturinn?
Starfsmaður á auk áunnins veikindaréttar rétt á þrem mánuðum á dagvinnulaunum.
Sjá nánar um slys og tilkynningu vinnuslysa.
Vinnustaðanámssjóður
Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Um sjóðinn gilda lög nr. 71/2012 um vinnustaðanámssjóð.
Rannís annast umsýslu sjóðsins og má nálgast nánari upplýsingar og umsóknareyðublað á heimasíðu Rannís.
Vinnustaðasamningur
Vinnustaðasamningur er samkvæmt 4. mgr. 5. gr. Laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur er kjarasamningur sem tvö eða fleiri stéttarfélög standa að fyrir félagsmenn sína.
Vinnustaðaskírteini
Vinnustaðaskírteini eru skírteini sem atvinnurekanda í tilteknum atvinnugreinum ber að leggja starfsmönnum sínum til með upplýsingum um hlutaðeigandi starfsmann og atvinnurekanda.
Starfsmenn skulu bera skírteinin á sér og eftirlitsfulltrúa er heimilt að heimsækja vinnustaðinn. Skal hann tilkynna fulltrúa atvinnurekanda fyrst um komu sína og haga eftirliti þannig að sem minnst röskun verði fyrir starfsemina.
Sjá nánar www.skirteini.is.
Vinnustöðvun
Vinnustöðvun í skilningi laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur er verkbann atvinnurekenda og verkföll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði, sbr. 19. gr. laganna.
Aðgerðir eins og yfirvinnubönn, hægagangur, ráðningarbönn og fjöldauppsagnir geta talist til verkfalls séu þær gerðir í sameiginlegum tilgangi.
Vinnutímastytting 2019 - 2022
Í kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins 2019 var samið um styttingu vinnutíma eða sérstaka heimild til viðræðna innan fyrirtækis um vinnutímastyttingu. Ákvæði kjarasamninga SA eru því mismunandi og mikilvægt að greina á milli hópa:
1) Afgreiðslu- og skrifstofufólk
Samkvæmt kjarasamningum VR/LÍV var sjálfkrafa stytting vinnutíma þann 1. janúar 2020 og breyttust þá einnig deilitölur dagvnnutímakaups. Stytting nemur 9 mín. á dag m.v. fullt starf ef ekki næst samkomulag um annað fyrirkomulag.
Sjá ákvæði kjarasamningsins VR/LÍV og kynningarefni um vinnutímastyttingu
2) Verkafólk
Hjá verkafólki er heimilt að semja um styttingu vinnutíma á hverjum vinnstað samhliða niðurfellingu kaffitíma á grundvelli ákvæða 5. kafla kjarasamninga um fyrirtækjaþátt. Starfsmenn þurfa fyrst í atkvæðagreiðslu að samþykkja að hefja viðræður við vinnuveitanda.
Sjá almenna umfjöllun um vinnutímastyttingu kjarasamninga.
3) Iðnaðarmenn
Samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga iðnaðarmanna er líkt og hjá verkafólki heimilt að semja um styttingu vinnutíma á hverjum vinnustað samhliða niðurfellingu kaffitíma á grundvelli ákvæða 5. kafla kjarasamninga um fyrirtækjaþátt.
Þann 1. apríl 2020 var tekinn upp "virkur vinnutími" hjá iðnaðarmönnum , þ.e. greiddar eru 37 klst. á viku í stað 40 klst. áður. Greiðsla fyrir kaffitíma, 3 klst. á viku, fer inn í tímakaup fyrir virkan tíma. Það hefur hvorki áhrif á lengd vinnudags né hlé frá vinnu. Sjá skýringar í hlutaðeigandi kjarasamningum.
Frá og með 1. janúar 2022 er það einhliða réttur starfsmanna, sem falla undir kjarasamninga iðnaðarmanna, að lokinni atkvæðagreiðslu innan fyrirtækis, að stytta vinnutíma úr 37 klst. í 36 klst. og 15 mín. (36,25 klst.) án breytinga á neysluhléum. Það gildir þar sem ekki hafa verið gerðir 5. kafla samningar um vinnutímastyttingu.
Sjá umfjöllun um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna 2022.
4) Háskólamenn
Virkur vinnutími hjá háskólafólki sem starfar eftir almennum kjarasamningi SA og BHM varð 35,5 virkar vinnustundir frá og með 1. mars 2021 eða sá hinn sami og hjá skrifstofufólki skv. kjarasamningi SA og VR/LÍV. Sama breyting á sér svo stað hjá þeim starfsmönnum sem starfa eftir kjarasamningi SA við Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag tölvunarfræðinga og Verkfræðingafélag Íslands hinn 1. apríl 2021 og skv. kjarasamningi SA við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. október 2022.
Vinnutímastytting kemur einungis til framkvæmda þar sem virkur vinnutími (sá tími sem starfsmaður er við störf) er lengri en 35,5 stundir að jafnaði á viku. Neysluhlé og önnur hlé frá vinnu vegna ýmiss konar persónulegra erinda teljast ekki til virks vinnutíma í þessu sambandi.
Heimilt er að samræma dagvinnutíma milli starfsmanna hjá sama atvinnurekanda, sem taka kjör samkvæmt öðrum kjarasamningum sérfræðinga og skrifstofufólks, og ákvarða annan dagvinnutíma starfsmanns. Eðlilegt er að tekið sé samtal við starfsmenn þar sem svo háttar til.
Sjá samkomulag um breytingu og uppfærslu á kjarasamningi SA og BHM, samkomulag um breytingu á uppfærslu á kjarasamningi SA og Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag tölvunarfræðinga og Verkfræðingafélag Íslands og í kjarasamningi SA og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samningsform: word skjal
Reiknivél á virkum vinnutíma: excel skjal
Aðrir hópar
Skoða þarf hvern og einn kjarasamning, eins og honum var breytt, til að sjá hvort vinnutími hafi verið styttur og þá með hvaða hætti.
Vinnutímastytting iðnaðarmanna 1. janúar 2022
Iðnaðarmenn eiga rétt á vinnutímastyttingu sem getur tekið gildi frá og með 1. janúar 2022.
Með iðnaðarmönnum er hér átt við einstaklinga sem starfa skv. kjarasamningum SA við Samiðn , RSÍ , VM , MATVÍS , Félag hársnyrtisveina og Grafíu .
Hinn 1. apríl 2020 var tekinn upp virkur vinnutími hjá iðnaðarmönnum, þ.e. hætt að greiða fyrir kaffitíma en á móti hækkaði tímakaup í dagvinnu um 8,33% til að mæta fækkun greiddra tíma. Upptaka virks vinnutíma hafði engin áhrif á vinnudag starfsmanna, matar- og kaffitímar og mánaðarlaun breyttust því ekki (eða lítið). Sjá nánar um virkan vinnutíma hér .
Í kjarasamningum iðnaðarmanna er að finna heimild til að fella niður formlega kaffitíma með samningi, án skerðingar mánaðarlauna og stytta virkan vinnutíma í 36 klst. á viku að jafnaði í stað 37 klst. Viðvera styttist þá að auki sem nemur brottfalli kaffitíma. Sömu heimild er að finna í kjarasamningum verkamanna.
Í þeim tilvikum sem ekki hefur verið gert samkomulag um niðurfellingu formlegra kaffitíma og vinnutímastyttingu því samfara geta starfsmenn einhliða kosið um vinnutímastyttingu í 36 klst. og 15 mín. virkan vinnutíma á viku m.v. fullt starf sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2022. SA hvetja atvinnurekendur til að hafa frumkvæði að viðræðum við starfsmenn um framkvæmd vinnutímastyttingar.
Til að tryggja rétta og góða framkvæmd vinnutímastyttingar er mikilvægt að atvinnurekendur kynni sér ákvæði hlutaðeigandi kjarasamningsins og dæmi um samkomulag á vinnustað. Hér að neðan er einnig "spurt og svarað" auk þess sem lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA veita aðildarfyrirtækjum aðstoð.
Samningsform: word skjal
Reiknivél á virkum vinnutíma : excel skjal
Glærur um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna
Kynningarfundur SA um vinnutímastyttinguna
Vinnutímastytting VR-LÍV
Vinnutímastytting verslunar- og skrifstofufólks tekur gildi 1. janúar 2020. Kynna ber útfærslu styttingar fyrir 1. desember 2019.
Til að tryggja rétta og góða framkvæmd vinnutímastyttingar er mikilvægt að atvinnurekendur kynni sér ákvæði kjarasamningsins, kynningu SA og dæmi um samkomulag á vinnustað. Hér að neðan er einnig "spurt og svarað" auk þess sem lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA veita aðildarfyrirtækjum aðstoð.
Ákvæði kjarasamnings: Ný vinnutímaákvæði kjarasamnings VR/LÍV - taka gildi 1. janúar 2020
Kynning: Kynning á vinnutímastyttingu VR/LÍV (október 2019)
Upptaka frá málstofu SA í október 2019
Samningsform: word skjal
Spurt og svarað:
Virk - Starfsendurhæfingarsjóður
Virk - Starfsendurhæfingarsjóður starfar á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingasjóða nr. 60/2012.
Allir vinnuveitendur greiða iðgjald í sjóðinn sem er 0,13% af heildarlaunum. Gjaldið var lækkað tímabundið í 0,10% vegna áranna 2016 og 2017.
Þjónusta Virk miðar að því að virkja einstaklinga með skerta starfsgetu til þátttöku á vinnumarkaði. Sjá nánar á heimasíðu Virk Starfsendurhæfingarsjóðs.
Virkur vinnutími
Virkur vinnutími er vinnutími án neysluhléa, þ.e. sá tími sem starfsmaður er við störf.
Fullt starf telst almennt vera 37,08 virkar vinnustundir á viku eða 37 klst. og 5 mín. (40 klst. að frádregnum 5 * 35 mín. í neysluhlé).
Virkur vinnutími í verslunum er 35 klst. og 50 mín. (38,75 klst. að frádregnum 5 * 35 mín í neysluhlé) og hjá skrifstofufólki og sölumönnum 35 klst. og 30 mín. (36,75 klst. að frádregnum 5 * 15 mín.).
Sjá nánar um vinnutíma.
Virkur vinnutími iðnaðarmanna 1. apríl 2020
Í kjarasamningum SA og félaga iðnaðarmanna er kveðið á um breytta skilgreiningu greidds vinnutíma. Í stað þess að greiða 8 klst. á dag og 40 klst. á viku er frá 1. apríl 2020 einungis greitt fyrir „virkan vinnutíma“. Greiðsla fyrir kaffitíma á dagvinnutímabili fellur niður og tímakaup í dagvinnu hækkar á móti.
Það þýðir að greiddar verða 7,4 klst. á dag og 37 klst. á viku m.v. fullt starf en laun á dag og viku jafngilda því sem starfsmaður fékk áður fyrir 8 klst. á dag og 40 klst. á viku. Tímakaup í dagvinnu hækkar um 8,33% til að mæta fækkun greiddra tíma.
Í þessu excel skjali má reikna hækkun tímakaups í dagvinnu og yfirvinnu frá 1. apríl 2020 m.v. virkan vinnutíma og yfirvinnu 1 og 2.
Upptaka virks vinnutíma hefur engin áhrif á vinnudag starfsmanna, matar- og kaffitíma og mánaðarlaun breytast ekki (eða lítið).
Sjá um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna 2022 hér.
Vímuefnapróf
Engin sérstök ákvæði eða reglur er að finna í löggjöf um töku sýna hjá starfsmönnum fyrirtækja og stofnana í þeim tilgangi að kanna hvort þeir séu undir áhrifum ávana- eða fíkniefna.
Vímuefnapróf eru algeng hér á landi sem og í nágrannalöndum okkar, þar er yfirleitt ekki heldur að finna lagareglur um slík próf starfsmanna, heldur grundvallast prófin á samningsákvæðum (ráðningarsamningi eða kjarasamningi).
Ótvírætt samþykki
Forsenda vímuefnaprófa er að starfsmaður veiti ótvírætt samþykki sitt fyrir því að undirgangast slíkt próf enda sé hann meðvitaður um hvaða afleiðingar það kann að hafa að neita að mæta í vímuefnapróf eða falla á slíku prófi.
Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 695/2014 og 130/2015 var talið að starfsmaður hefði veitt ótvírætt samþykki sitt fyrir því að undirgangast vímuefnapróf með því að skrifa undir ráðningarsamning þar sem slík skylda var lögð á hann.
Þá var talið að vinnuveitandanum hefði verið heimilt að víkja starfsmanninum sem féll á vímuefnaprófi fyrirvaralaust úr starfi (rifta ráðningarsamningnum) þar sem í ráðningarsamningnum kom fram að það varðaði fyrirvaralausri brottvikningu úr starfi að vera undir áhrifum áfengis, annarra vímuefna eða lyfja þegar komið væri til starfa eða neyta áfengis, annarra vímuefna eða lyfja við störf.
Persónuverndarlögin gilda
Öll meðferð upplýsinga úr vímuefnaprófum verður að fara eftir ákvæðum persónuverndarlaga.
Í ljósi þessa þarf að gæta að áreiðanleika vímuefnaprófanna og gæta meðalhófs við öflun upplýsinga, þ.e. að einungis sé aflað upplýsinga um ólögmæta lyfjanotkun starfsmanns sem hafa þýðingu fyrir starf hans.
Yfirborgun / bónus
Kjarasamningar SA eru lágmarkskjarasamningar. Það þýðir að óheimilt er að greiða lægra kaup en þar er kveðið á um, sbr. 1. gr. laga um starfskjör launafólks nr. 55/1980 .
Vinnuveitendum og launamönnum er hins vegar frjálst að semja sín á milli um hærri greiðslur. Þessar greiðslur geta verið með ýmsum hætti og skiptir máli hvernig þær eru fram settar.
Ef fella á aðrar greiðslur skv. kjarasamningi inn í heildarlaun / yfirborgun er nauðsynlegt að það komi skýrt fram í ráðningarsamningi og/eða á launaseðli. Sama á við ef yfirvinnukaup á ekki að reiknast af yfirborgun.
Heildarkjör starfsmanns verða að vera jafngóð eða betri en samkvæmt kjarasamningi.
Síðast uppfært: Maí 2020
Yfirvinna
Yfirvinna utan dagvinnutímabils
Yfirvinna er sá vinnutími sem skilað er utan dagvinnutímabils eins og það er skilgreint í kjarasamningi, sjá umfjöllun um dagvinnu (sbr. þó eftirvinnukaup verslunarmanna og vaktavinnu ).
Yfirvinna þegar fullri dagvinnu hefur verið skilað
Yfirvinna er einnig vinnutími sem unninn er umfram fulla dagvinnu skv. kjarasamningi.
Mismunandi er í kjarasamningum hvort miðað sé við full skil dagvinnu á dag, viku eða mánuði.
- Í samningum verkafólks er almennt miðað við að yfirvinna hefjist þegar 8 klst. vinnudegi hefur verið skilað en þó er heimilt að semja við starfsmann um að skila 40 klst. vinnuviku á færri dögum en fimm. Þannig má t.d. skipuleggja dagvinnu í 9 klst. fjóra daga vikunnar (þó innan dagvinnutímabils) og 4 klst. fimmta daginn.
- Hjá iðnaðarmönnum er miðað við 37 virkar vinnustundir á viku og yfirvinna greidd fyrir vinnu umfram það. Yfirvinna 1 er greidd fyrir alla yfirvinna þar til yfirvinna 2 tekur við en yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutíma umfram 41 klst. á viku að meðaltali á mánuði/launatímabili, sjá nánar.
- Hjá afgreiðslu- og skrifstofufólki er yfirvinna ekki greidd fyrr en fullri dagvinnu hefur verið skilað í hverjum mánuði (167,94 klst. hjá afgreiðslufólki og 159,27 klst. hjá skrifstofufólki) en eftirvinnukaup er greitt fyrir vinnu utan dagvinnutímabils þar til fullri vinnu hefur verið skilað, sjá nánar.
Yfirvinna í neysluhléum
Ef unnið er í matar- og kaffitímum á dagvinnutímabili greiðist yfirvinnukaup. Sjá nánar um neysluhlé . Sérreglur gilda um vinnu hlutastarfsfólks í afgreiðslu en það fær greitt eftirvinnukaup fyrir vinnu í matar- og kaffitímum á dagvinnutímabili.
Yfirvinnutímakaup
Yfirvinna er greidd með yfirvinnukaupi sem er 1,0385% af mánaðarlaunum. Hjá verkafólki og iðnaðarmönnum jafngildir það 80% álagi á dagvinnutímakaup. Heimilt er að semja um að yfirvinnukaup sé reiknað af lægri mánaðarlaunum en mánaðarlaunum viðkomandi starfsmanns, t.d. skv. kjarasamningi. Yfirborgun á dagvinnu myndar þá ekki stofn við útreikning yfirvinnukaups. Sjá nánar um yfirborgun og áhrif á yfirvinnukaup.
Yfirvinna hlutastarfsfólks
Yfirvinna er ekki greidd á dagvinnutímabili nema starfsmaður hafi þegar skilað fullri dagvinnu eins og hún er skilgreind í kjarasamningi. Ef starfsmaður er t.a.m. í hlutastarfi og vinnur umfram umsamið starfshlutfall er dagvinnutímakaup greitt fyrir vinnu á dagvinnutímabili þar til fullri dagvinnu skv. kjarasamningi hefur verið skilað.
Síðast uppfært: Maí 2020
Yfirvinna iðnaðarmanna 1 & 2
Yfirvinna iðnaðarmanna hefur um langt skeið verið greidd með tímakaupi sem samsvarar 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu (jafngildir 80% álagi ofan á dagvinnukaup m.v. deilitöluna 173,33).
Í kjarasamningum iðnaðarmanna var samið um tvískipta yfirvinnu, yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 frá 1. apríl 2020.
Yfirvinna 1 er lægri en gildandi yfirvinna og yfirvinna 2 er hærri. Álagið tekur svo aftur breytinum 1. janúar 2021.
Yfirvinnuálag getur þó verið annað í einstaka fyrirtækjum eftir því hvernig staðið er að yfirborgun ofan á tímakaup. SA hafa því útbúið excel skjal til að reikna hækkun dagvinnu- og yfirvinnutímakaups 1. apríl 2020 og 1. janúar 2021.
Til greina kemur að atvinnurekandi og starfsmenn semji um frestun upptöku yfirvinnu 1 og 2 og styðjist áfram við áðurgildandi álag eða semji um nýtt meðalálag. Hér undir form & eyðublöð má nálgast tvenns konar samningsform:
Samningur um frestun yfirvinnu 1&2 (virkum vinnutíma ekki frestað)
Samningur um frestun yfirvinnu 1&2 og virks vinnutíma
Sjá einnig almenna kynningu á kjarasamningum iðnaðarmanna , umfjöllun um virkan vinnutíma iðnaðarmanna 1. apríl 2020 og um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna 2022.
Síðast uppfært: 3. nóv. 2020
Þjónusta utan bakvakta
Í kjarasamningum SA og stéttarfélaga iðnaðarmanna eru ákvæði um þjónustu utan bakvakta með fjarlausnum og símhringingum. Greiða skal starfsmanni þóknun vegna þess ónæðis sem hlýst af því að sinna þjónustu í frítíma.
Þungar byrðar
Um þungar byrðar gilda reglur nr. 499/1994 um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar.
Ökumannskort
Bílstjórar sem aka bifreiðum sem falla undir reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna skulu hafa ökumannskort auk gildra ökuréttinda. Samkvæmt 16. kafla um bifreiðastjóra og 17. kafla um hópbifreiðastjóra í kjarasamningi SA og SGS / Eflingar á starfsmaður, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, rétt á endurgreiðslu kostnaðar vegna lögbundinnar endurnýjunar ökumannskorts.
Ökutækjastyrkur
Með ökutækjastyrk er almennt átt við fasta, mánaðarlega greiðslu sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni vegna notkunar eigin bifreiðar í þágu atvinnurekandans á grundvelli notkunarsamnings. Sjá dæmi um notkunarsamning undir Form/Eyðublöð hér á vinnumarkaðsvefnum.
Öryggisnefnd
50 starfsmenn eða fleiri
Í fyrirtækjum þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri skal stofna öryggisnefnd og kjósa starfsmenn tvo fulltrúa úr sínum hópi og atvinnurekandi tilnefnir tvo fulltrúa. Um störf öryggisnefnda er fjallað í II. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 920/2006.
Uppsagnarvernd
Fulltrúar starfsmanna í öryggisnefndum njóta uppsagnarverndar með sama hætti og trúnaðarmenn, sbr. 9. gr. laga nr. 46/1980.
Sjá nánar um öryggistrúnaðarmenn- og verði.