Starfsmenntun

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög þeirra standa að fjölmörgum starfs- og símenntunarsjóðum. Til að auðvelda fyrirtækjum umsóknir úr sjóðunum vegna starfsmenntunar eigin starfsmanna hefur verið opnuð sérstök vefgátt: www.attin.is

Síðast uppfært: September 2020

Áttin

Áttin er vefgátt, sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum og gerir fyrirtækjum kleift að sækja um styrki fyrir sitt starfsfólk þótt það eigi aðild að mismunandi fræðslusjóðum.

Sjóðirnir sem standa að Áttinni eru IÐAN fræðslusetur , Landsmennt , Menntasjóður Verkstjórasambandsins og SA, Rafiðnaðarskólinn , Starfsafl , Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóður verslunarinnar . Ætla má að sjóðirnir nái til um 110-120 þúsund starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum eða um 75-80% starfsmanna á þeim vinnumarkaði.

Sjá nánar á vef Áttar .

Verslunarmenn

Vinnuveitendur greiða starfsmenntagjald af félagsmönnum innan VR og aðildarfélaga Landssambands íslenzkra verzlunarmanna til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks . Stéttarfélögin greiða mótframlag sem svarar einum fjórða af framlagi vinnuveitanda.

Almennt gjald nemur 0,3% af launum (frá 1. jan. 2015) en fyrirtæki með virka endurmenntunarstefnu geta sótt um greiðslu lægra gjalds sem nemur 0,10%. Um skilyrði fyrir greiðslu lægra gjalds vísast til samþykkta og starfsreglna sjóðsins .

Fyrirtæki innan SA geta sótt um styrki til sjóðsins vegna starfs- og endurmenntunar starfsmanna sinna.

Flóabandalagið (Efling, Hlíf og VFSK)

Atvinnurekendur greiða 0,3% af launum í fræðslusjóði verkafólks.

SA og félög innan Flóabandalagsins standa að Starfsafli . Fyrirtæki innan SA geta sótt um styrki til að vinna sérstök starfsmenntaverkefni.

Starfsgreinasamband Íslands

Atvinnurekendur greiða 0,3% af launum í fræðslusjóði verkafólks.

SA og félög innan SGS standa að LandsMennt . Fyrirtæki innan SA geta sótt um styrki til LandsMenntar til þess að þróa og setja af stað námskeið fyrir starfsmenn.

Samiðn

Fyrirtæki í þeim greinum sem falla undir samninginn greiða símenntunargjald sem nemur 0,5% af heildarlaunum starfsmanna.

Samiðn á aðild að IÐUNNI fræðslusetri.

Matvís

Fyrirtæki í þeim greinum sem falla undir samninginn greiða símenntunargjald sem nemur 0,5% af heildarlaunum starfsmanna.

Matvís á aðild að IÐUNNI fræðslusetri .

Rafiðnaðarmenn

Atvinnurekendur greiða 1,1% af kaupi rafiðnaðarmanna til eftirmenntunar. Samhliða eftirmenntunargjaldi er innheimt 0,1% gjald af launum rafvirkja vegna Ákvæðisvinnustofu rafiðna.

SART (Samtök rafverktaka) og RSÍ standa að Rafiðnaðarskólanum .

Bíliðnaðurinn

Samkvæmt gr. 10.6.3. í kjarasamningi Samiðnar ber fyrirtækjum að greiða fagmenntagjald vegna félagsmanna í FIT og aðildarfélögum Samiðnar sem starfa í bílgreinum. Almennt fagmenntagjald í bílgreinum nemur 0,8% af heildarlaunum starfsmanns.

Fræðslumiðstöð bílgreina á aðild að IÐUNNI fræðslusetri .