Vinnumarkaðsvefur

Ráðning starfsmanna

Þegar starfsmaður er ráðinn til vinnu þarf að huga að mörgum þáttum. Góður undirbúningur og vandaður ráðningarsamningur getur komið í veg fyrir ágreining síðar.

Rétt er að hafa eftirfarandi þætti í huga:

  • Er ástæða til að auglýsa starfið og hvaða reglur gilda þá um auglýsingar?
  • Er rétt að leita til ráðningarfyrirtækis eða annarra sérhæfðra aðila á sviði mannauðsmála?
  • Eru skorður við því í lögum hvern má ráða til starfans, t.d. vegna aldurs eða kröfu um menntun?
  • Hvaða reglur gilda um ráðningarsamninga og efni þeirra?
  • Á að gera tímabundinn eða ótímabundinn samning? Reynslutími?
  • Hvaða kjarasamningur gildir sem lágmarkskjör í starfsgreininni?
  • Hvaða reglur gilda í kjarasamningi um vinnutíma, vaktavinnu / eftirvinnu, yfirvinnu, neysluhlé og annað sem áhrif getur haft á skipulag vinnu og launakostnað?
  • Hvernig er rétt að haga yfirborgun og hvaða liði er heimilt hafa sem hluta yfirborgunar?
  • Hlunnindi?
  • Sérstakar skyldur og trúnaður?

Hafa verður í huga að sérreglur gilda um ráðningu starfsmanna frá ríkjum utan EES, starfsmenn starfsmannaleiga og erlenda þjónustuverktaka.