Vinnumarkaðsvefur

Trúnaðarmannanámskeið

Samkvæmt kjarasamningum skal trúnaðarmönnum á vinnustað gefinn kostur á að sækja svokölluð trúnaðarmannanámskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi.

Hver trúnaðarmaður hefur rétt á að sækja eitt eða fleiri námskeið, samtals eina viku á ári.

Einn trúnaðarmaður á ári í hverju fyrirtæki á þá rétt á að halda dagvinnulaunum sínum í allt að eina viku á ári. Í flestum kjarasamningum er gert ráð fyrir að í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 15 starfsmenn skuli trúnaðarmenn halda dagvinnutekjum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Frávik frá þessu er t.d. í kjarasamningi iðnverkafólks.

Heimild til launaðra fjarvista vegna námskeiða er þó ekki í kjarasamningum SA og háskólamanna.