Lög og reglur

Um vinnuvernd gildir sérstök löggjöf, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Lögin eru til styttingar nefnd vinnuverndarlögin. Tilgangur laganna er að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í fyrirtækjum og stuðla að því að innan fyrirtækjanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál.

Fjölmargar og mikilvægar reglur og reglugerðir hafa verið settar með stoð í vinnuverndarlögunum. Í þessum reglum / reglugerðum er fjallað nánar um framkvæmd vinnuverndar á einstökum sviðum. Listi yfir gildandi reglur og reglugerðir er á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Sérstakri stofnun, Vinnueftirliti ríkisins (skamstafað VER), er falið eftirlit með framkvæmd vinnuverndarlaganna og þeim reglugerðum sem settar hafa verið með stoð í þeim. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má jafnframt finna fræðsluefni tengt vinnuvernd og upplýsingar um námskeið sem stofnunin stendur fyrir.