Vinnumarkaðsvefur

Vinnuvernd

Ein mikilvægasta skylda atvinnurekanda er að tryggja starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.

Skaðlegar starfsaðstæður geta haft í för með sér veikindi og slys með varanlegum afleiðingum fyrir starfsmenn, neikvæða ímynd fyrirtækis og verulegan kostnað vegna fjarvista starfsmanna, aukinnar starfsmannaveltu og skaðabótakrafna.

Hér er á síðunni er fjallað um hluta þeirra reglna sem gilda á sviði vinnuverndar en atvinnurekandi verður ávallt að hafa heildstæða mynd af þeim reglum sem ná til starfseminnar og þekkingu til að framfylgja þeim.