Uppsögn launaliðar

Kjarasamningar kveða á um lágmarkskjör launafólk í viðkomandi starfsgrein. Óheimilt er að greiða lægri laun er samið hefur verið um í kjarasamningum.

Launahækkun samkvæmt kjarasamningi er einnig hluti lágmarkskjara starfsmanns. Óheimilt er að lækka eða afnema yfirborgun starfsmanns með því að greiða ekki út umsamda launahækkun.

Yfirborgun starfsmanns verður þó lækkuð ef fylgt er ákvæðum ráðningarsamnings og kjarasamnings. Koma þar tvær leiðir til greina, uppsögn eða samkomulag við starfsmann.

Uppsögn launaliðar ráðningarsamnings

Atvinnurekanda er heimilt að segja upp yfirborgun starfsmanns að öllu leyti eða hluta. Sé ráðningarkjörum sagt upp að hluta felst í því tilboð til starfsmanna um nýjan og breyttan ráðningarsamning. Þessu tilboði getur starfsmaður tekið eða hafnað. Því er rétt að skora á starfsmann að gera athugasemdir fyrir tiltekið tímamark.

Til að starfsmaður geti tekið tilboði um breytt ráðningarkjör þarf honum að vera ljós sú breyting sem vinnuveitandi leggur til. Því er æskilegt í uppsagnarbréfi að tiltaka fyrirhugaðar breytingar á ráðningarkjörum.

Um uppsögn að hluta vísast að öðru leyti til umfjöllunar hér undir framkvæmd uppsagna – uppsögn ráðningarsamnings að hluta.

Samkomulag um lækkun launa