Vinnumarkaðsvefur

Vinnutímastytting 2019 - 2022

Í kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins 2019 var samið um styttingu vinnutíma eða sérstaka heimild til viðræðna innan fyrirtækis um vinnutímastyttingu. Ákvæði kjarasamninga SA eru því mismunandi og mikilvægt að greina á milli hópa:

1) Afgreiðslu- og skrifstofufólk

Samkvæmt kjarasamningum VR/LÍV var sjálfkrafa stytting vinnutíma þann 1. janúar 2020 og breyttust þá einnig deilitölur dagvnnutímakaups. Stytting nemur 9 mín. á dag m.v. fullt starf ef ekki næst samkomulag um annað fyrirkomulag.

Sjá ákvæði kjarasamningsins VR/LÍV og kynningarefni um vinnutímastyttingu

2) Verkafólk

Hjá verkafólki er heimilt að semja um styttingu vinnutíma á hverjum vinnstað samhliða niðurfellingu kaffitíma á grundvelli ákvæða 5. kafla kjarasamninga um fyrirtækjaþátt. Starfsmenn þurfa fyrst í atkvæðagreiðslu að samþykkja að hefja viðræður við vinnuveitanda.

Sjá almenna umfjöllun um vinnutímastyttingu kjarasamninga.

3) Iðnaðarmenn

Samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga iðnaðarmanna er líkt og hjá verkafólki heimilt að semja um styttingu vinnutíma á hverjum vinnustað samhliða niðurfellingu kaffitíma á grundvelli ákvæða 5. kafla kjarasamninga um fyrirtækjaþátt.

Þann 1. apríl 2020 var tekinn upp "virkur vinnutími" hjá iðnaðarmönnum , þ.e. greiddar eru 37 klst. á viku í stað 40 klst. áður. Greiðsla fyrir kaffitíma, 3 klst. á viku, fer inn í tímakaup fyrir virkan tíma. Það hefur hvorki áhrif á lengd vinnudags né hlé frá vinnu. Sjá skýringar í hlutaðeigandi kjarasamningum.

Frá og með 1. janúar 2022 er það einhliða réttur starfsmanna, sem falla undir kjarasamninga iðnaðarmanna, að lokinni atkvæðagreiðslu innan fyrirtækis, að stytta vinnutíma úr 37 klst. í 36 klst. og 15 mín. (36,25 klst.) án breytinga á neysluhléum. Það gildir þar sem ekki hafa verið gerðir 5. kafla samningar um vinnutímastyttingu.

Sjá umfjöllun um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna 2022.

4) Háskólamenn

Virkur vinnutími hjá háskólafólki sem starfar eftir almennum kjarasamningi SA og BHM varð 35,5 virkar vinnustundir frá og með 1. mars 2021 eða sá hinn sami og hjá skrifstofufólki skv. kjarasamningi SA og VR/LÍV. Sama breyting á sér svo stað hjá þeim starfsmönnum sem starfa eftir kjarasamningi SA við Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag tölvunarfræðinga og Verkfræðingafélag Íslands hinn 1. apríl 2021 og skv. kjarasamningi SA við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. október 2022.

Vinnutímastytting kemur einungis til framkvæmda þar sem virkur vinnutími (sá tími sem starfsmaður er við störf) er lengri en 35,5 stundir að jafnaði á viku. Neysluhlé og önnur hlé frá vinnu vegna ýmiss konar persónulegra erinda teljast ekki til virks vinnutíma í þessu sambandi.

Heimilt er að samræma dagvinnutíma milli starfsmanna hjá sama atvinnurekanda, sem taka kjör samkvæmt öðrum kjarasamningum sérfræðinga og skrifstofufólks, og ákvarða annan dagvinnutíma starfsmanns. Eðlilegt er að tekið sé samtal við starfsmenn þar sem svo háttar til.

Sjá samkomulag um breytingu og uppfærslu á kjarasamningi SA og BHM, samkomulag um breytingu á uppfærslu á kjarasamningi SA og Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag tölvunarfræðinga og Verkfræðingafélag Íslands og í kjarasamningi SA og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Samningsform: word skjal

Reiknivél á virkum vinnutíma: excel skjal

Aðrir hópar

Skoða þarf hvern og einn kjarasamning, eins og honum var breytt, til að sjá hvort vinnutími hafi verið styttur og þá með hvaða hætti.