Vinnumarkaðsvefur

Persónuvernd

Umfjöllunin hér á vinnumarkaðsvefnum tekur fyrst og fremst mið af helstu leikreglum sem gilda á almennum vinnumarkaði í vinnuréttarlegu samhengi frá og með 25. maí 2018 þegar ný persónuverndarlög eiga að taka gildi.

Á vefnum má m.a finna

  • hagnýt svör við mörgum algengum spurningum um persónuvernd og nýju persónuverndarreglurnar,
  • persónuverndarsniðmát og ráðgjöf vegna innleiðingar nýrra persónuverndarreglna,
  • umfjöllun um notkun samfélagsmiðla,
  • fyrirlestra um persónuvernd sem birst hafa undanfarið á málstofum á vegum Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga samtakanna,
  • lista yfir fyrirtæki sem veita ráðgjöf á sviði persónuverndar.

Fyrirtæki þurfa að huga að persónuvernd í tengslum við mannauðsmál, viðskipti og gagnakerfi svo eitthvað sé nefnt. Það er til mikils að vinna fyrir fyrirtæki að standa vel að þessum málum. Með því er hægt að draga úr kostnaði við gagnavörslu og auka trúðverðugleika fyrirtækisins. Brot geta varðað þungum sektum.

Persónuvernd snertir alla starfsmenn fyrirtækisins og því þurfa allir starfsmenn að vera meðvitaðir um persónuvernd með einum eða öðrum hætti. Æðstu stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að uppfylltar séu kröfur persónuverndarlaga á hverjum tíma. Gott getur verið að mynda teymi fjölbreyttra fagaðila innan fyrirtækis utan um þetta verkefni og að ákveðinn aðili hafi yfirumsjón með innleiðingu nýrra reglna.

Við munum leitast við að uppfæra og betrumbæta vefinn eftir þörfum og hvetjum þig til að senda á okkur ábendingu ef eitthvað má betur fara.