Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Sjálfbær þróun felst í ,,að mæta þörfum nútímans án þess að aftra kynslóðum framtíðar að mæta sínum eigin þörfum.“ – Brundtland skýrslan, 1987.

Hugtakið sjálfbærni tengir saman grunnstarfsemi fyrirtækja og þá hugsun að búa til virði til langs tíma. Hagræðing á ferlum fyrirtækja getur skilað sér í aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til frambúðar.

Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: vernd umhverfisins, félagsleg velferð, og efnahagsvöxtur, en mikilvægt er skoða þessar þrjár stoðir heildrænt þegar leitast er við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð án þess að skaða umhverfið.

planta í lófa einstaklings

Aðkoma atvinnulífsins skiptir sköpum þar sem horfa þarf til nýsköpunar og fjárfestingatækifæra en sjálfbærni er undirstaða hagvaxtar framtíðarinnar.

Samtök atvinnulífsins beita sér fyrir einföldun á regluverki, innleiðingu á hagrænum hvötum, takmörkunum á íþyngjandi kvöðum og að stjórnvöld skapi umhverfi sem leyfir nýsköpun, þá sérstaklega í umhverfis- og loftslagsmálum, að blómstra.

fallandi foss
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins – SA & EY á Íslandi

Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi standa að árlegum Sjálfbærnidegi atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).

Tvær konur og einn karlmaður sitja í þægindastólum uppi á sviði að ræða saman.
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins 2021 – Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins fór fram í fyrsta sinn 24. nóvember 2021 með veglegri dagskrá og vinnustofu í Hörpu. Meginefni fundarins var að skoða hvaða tækifæri felast í kolefnishlutleysi og innleiðingu á hringrásarhugsun í rekstri fyrirtækja og hvernig það getur dregið úr kolefnislosun.

Aðalfyrirlesari dagsins var Edward Sims, sérfræðingur í sjálfbærni EY í Evrópu en hann fór yfir ný viðskiptatækifæri með kolefnismörkuðum og hringrásarhagkerfi.

Ljóst er að mikil tækifæri felast í lágkolefnis- eða kolefnishlutlausu hagkerfi sem mun koma til með að skapa ný störf, þekkingu og tækifæri fyrir komandi kynslóðir.

mynd af Halldóri Benjamín Þorbergssyni flytja erindi uppi á sviði við púlt

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?

grafík af ummælum Edward Sims, sérfræðingur í sjálfbærni EY í Evrópu. Hann segir “Viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þessari þróun mun aðeins vaxa ásmegin."

“Viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þessari þróun mun aðeins vaxa ásmegin,” sagði Edward Sims, sérfræðingur í sjálfbærni EY í Evrópu.

Mynd af fólki uppi á sviði; fjórir ummælendur til vinstri og einn spyrill til hægri

Pallborðsumræður: Hvað þurfa íslensk fyrirtæki að gera til að vera með?

mynd af Andra Þóri Guðmundssyni flytja erindi uppi á sviði við púlt

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.