Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Samtök atvinnulífsins sinntu hlutverki tengiliðs Íslands við UN Global Compact - sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð um langt skeið. Um er að ræða eitt öflugasta framtak í heiminum á sviði samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja. SA hvetja fyrirtæki til þess að kynna sér þau verkfæri sem sáttmálinn býður upp á til stuðnings atvinnulífinu. Auður Hrefna Guðmundsdóttir var ráðin umdæmisstjóri UN Global Compact á Íslandi en hægt er að nálgast allar upplýsingar hér.

Fyrirtæki og fólk er hvatt til góðra verka með því að taka þátt í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Meginflokkar Global Compact

Global Compact byggir á fjórum megin flokkum: umhverfismálum, mannréttindum, vinnurétti og vörnum gegn spillingu .

Aukin krafa er um að gerð sé grein fyrir hvernig þessum málum er háttað innan fyrirtækja og í sumum tilfellum er stefnan forsenda viðskipta. Global Compact er því verkfæri sem aðstoðar fyrirtæki við að ramma inn stefnu fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og tengja hana við grundvallargildi rekstrar fyrirtækisins.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Viðmiðin styðja helstu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og fyrirtæki geta notað Global Compact til þess að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir sjálfbærnistefnu sinni og hvernig henni er framfylgt.

Íslensk fyrirtæki sem eru aðilar að Global Compact geta tekið þátt í norrænu samstarfi Global Compact Nordic Network. Hagnýtir fundir um samfélagsábyrgð eru haldnir einu sinni á ári þar sem fyrirtæki miðla reynslu sinni. Síðasti norræni fundur netanna var haldinn á Grænlandi í nóvember 2021. Samtök atvinnulífsins voru viðstödd fundinn en meðal fyrirtækja sem voru með erindi á ráðstefnunni voru íslensku fyrirtækin Marel, Icelandair, Landsbankinn og Isavia.

Árið 2015 settu 193 þjóðir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, sér sameiginleg markmið – 17 heimsmarkmið um betri heim - sem í grunninn fela í sér að fyrir árið 2030 takist heimsbyggðinni að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt.

Þau 17 heimsmarkmið þjóða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæran og betri heim fyrir árið 2030.

Heimsmarkmiðin: Í 21 ár hefur UN Global Compact sameinað fyrirtæki fyrir betri heim

Sáttmálinn og heimsmarkmiðin vinna vel saman. Með því að innleiða 10 viðmið sáttmálans í rekstur fyrirtækja er lagður grunnur að ábyrgum rekstri fyrirtækja frá degi til dags, en stefnt er að því að heimsmarkmiðunum sé náð árið 2030.

Þátttakendur í Global Compact
Þátttakendur í Global Compact

15,478

Þátttakendur Global Compact í 165 löndum

25

Virkir aðilar að Global Compact á Íslandi

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar geta haft samband við Hugrúnu Elvarsdóttur, Verkefnastjóra á Samkeppnishæfnisviði SA.

Netfang

hugrun@sa.is

Símanúmer

869 3060