Vinnumarkaðsvefur

05. apríl 2022

Óska eftir sveigjanleika varðandi vottorð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óska eftir sveigjanleika varðandi vottorð

Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur óskað eftir því við atvinnurekendur að þeir sýni sveigjanleika þegar kemur að kröfu um vottorð vegna veikinda, ekki síst Covid-19 tengdra.

MIkið álag er á heilsugæslunni um þessar mundir, bæði vegna Covid-19 eftirfylgni en einnig vegna mikilla veikinda í samfélaginu. Með því að fækka komum einkennalausra sem þurfa ekki á raunverulegri læknisaðstoð að halda megi betur sinna þeim sem þurfa á þjónustunni að halda.

Bréf forstjóra heilsugæslunnar má lesa hér.

Samtök atvinnulífsins