Vinnumarkaðsvefur

29. nóvember 2022

Áríðandi tilkynning til félagsmanna um ósamvinnuþýð ríki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áríðandi tilkynning til félagsmanna um ósamvinnuþýð ríki

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ósamvinnuþýðum ríkjum

Yfirlýsing FATF frá nóvember 2022

Við bendum félagsmönnum á tilkynningu og yfirlýsingu ríkisskattstjóra um ríki sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 21. október um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022 , um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér.

Samtök atvinnulífsins