Vinnumarkaðsvefur

Stefna gegn einelti og áreitni

Á vinnuveitanda hvíla ríkar skyldur til að vinna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustað.

Vinnuveitandi skal gera áætlun um forvarnir þar sem einnig er tekið á því til hvaða aðgerða skuli grípa komi fram kvörtun, ábending eða ef rökstuddur grunur vaknar um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, sjá fræðsluefni hér á vefnum.

Samtök atvinnulífsins hafa stefnu og viðbragðsáætlun vegna einelti, áreitni og ofbeldi. Hér má nálgast stefnu og viðbragðsáætlun sem byggir á henni:

Stefna og viðbragðsáætlun vegna einelti, áreitni og ofbeldi

Sækja Word skjal

Samtök atvinnulífsins hafa einnig útbúið sérstakan sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi og hvetja starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri.