Vinnumarkaður - 

03. febrúar 2023

SA og Leiðsögn undirrita kjarasamning

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA og Leiðsögn undirrita kjarasamning

Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli Samtaka atvinnulífsins og Leiðsögn – Félags leiðsögumanna. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og mun atkvæðagreiðslu ljúka 15. febrúar næstkomandi.

Almenn mánaðarlaun hækka um 33.000 krónur afturvirkt frá 1. nóvember 2022 líkt og samið var um við SGS. Eins taka kjaratengdir liðir og desember- og orlofsuppbót sömu hækkunum.

Samningurinn er samhljóða þeim kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið á almennum vinnumarkaði og samþykktir með miklum meirihluta félagsmanna þeirra stéttarfélaga. Samtök atvinnulífsins hafa nú gengið frá heildarkjarasamningum við alla sína viðsemjendur að Eflingu-stéttarfélagi undanskildu.

Frá því að gengið var frá stefnumarkandi kjarasamningum SA við stéttarfélög á almennum vinnumarkaði; Brú að bættum lífskjörum hefur auk þess verið gengið frá fjölda sérkjarasamninga og fyrirtækjaþátta kjarasamninga. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins geta nálgast kjarasamningana og leiðbeiningar um þá hér á vinnumarkaðsvef samtakanna.

Tengt frétt

SA og Samband stjórnendafélaga undirrita kjarasamninga
Lesa meira

Tengt frétt

SA og SSF undirrita kjarasamning
Lesa meira

Tengt frétt

Brú að bættum lífskjörum fyrir 80.000 manns
Lesa meira

Samtök atvinnulífsins