Vinnumarkaður - 

23. desember 2022

SA og Samband stjórnendafélaga undirrita kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA og Samband stjórnendafélaga undirrita kjarasamninga

SA og Samband stjórnendafélaga undirrituðu skammtímakjarasamning á dögunum. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Atkvæðagreiðslu lýkur hinn 29. desember næstkomandi.

Mánaðarlaun stjórnenda hækka um 6,75%, þó að hámarki um kr. 66.000 líkt og samið var um við VR/LÍV og félög iðn- og tæknifólks nýverið. Kjaratengdir liðir og desember- og orlofsuppbót taka sömu hækkunum og skv. framangreindum kjarasamningum.

Undir kjarasamning SA og Sambands stjórnendafélaga falla verkstjórar og aðrir stjórnendur um land allt. Um 3.000 félagsmenn eru í Sambandi stjórnendafélaga.

Í gær var auk þess gengið frá kjarasamningi við Mjólkurfræðingafélag Íslands og er hann efnislega eins og nýundirritaður kjarasamningur SA og Matvís. Á undanförnum dögum hefur auk þess verið gengið frá fjölda sérkjarasamninga og fyrirtækjaþátta kjarasamninga eftir stefnumarkandi kjarasamningum SA við stéttarfélög á almennum vinnumarkaði; Brú að bættum lífskjörum. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins geta nálgast kjarasamningana og leiðbeiningar um þá hér á vinnumarkaðsvef samtakanna.

Tengt frétt

Brú að bættum lífskjörum fyrir 80.000 manns
Lesa meira

Samtök atvinnulífsins