Fréttir - 

13. október 2014

Öflugar konur frá Marz

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Öflugar konur frá Marz

Erla Björg Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri Marz Sjávarafurða, fjallaði m.a. um konur í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum sem fór nýverið fram. Marz hefur þá sérstöðu að þar vinna eingöngu konur sem starfa við kaup og sölu á sjávarfangi út um allan heim - oftar en ekki á fjarlægum mörkuðum sem erfitt er að fóta sig á. Erla sagði það ekki hafa verið með ráði gert að ráða eingöngu konur til fyrirtækisins, en þannig hafi málin þróast. Skiptir það máli?

Erla Björg Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri Marz Sjávarafurða, fjallaði m.a. um konur í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum sem fór nýverið fram. Marz hefur þá sérstöðu að þar vinna eingöngu konur sem starfa við kaup og sölu á sjávarfangi út um allan heim - oftar en ekki á fjarlægum mörkuðum sem erfitt er að fóta sig á. Erla sagði það ekki hafa verið með ráði gert að ráða eingöngu konur til fyrirtækisins, en þannig hafi málin þróast. Skiptir það máli?

Nei í sjálfu sér ekki sagði Erla en konurnar frá Marz eru öflugar. Fyrirtækið er með skrifstofur í Stykkishólmi og í Álaborg í Danmörku og alls starfa níu hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið selur um 8-10 þúsund tonn af sjávarafurðum á ári frá framleiðendum á Íslandi, Grænlandi, Noregi, Færeyjum, Danmörku, Bandaríkjunum, Rússlandi, Indónesíu, Póllandi og Kína.

undefined

Tegundirnar sem Marz annast sölu á eru líka fjölbreyttar, m.a. þorskur, Kyrrahafsþorskur, ýsa, ufsi, karfi, langa, grálúða, grásleppa, gulllax, makríll, síld, rækja, hrogn, kavíar, Alaska ufsi, hoki, tilapía svo fátt eitt sé nefnt. Viðskiptavinir Marz eru líka fjölbreyttir, allt frá iðnaðarkaupendum, heildsölum, veitingahúsum og til smásöluverslana.

Skiptir þá engu máli að vera kona í sjávarútvegi? Jú, en fyrst og fremst leggur Marz áherslu á samningsöryggi fyrir framleiðendur og kaupendur ásamt hröðum og jákvæðum samskiptum. Fyrirtækið er jafnframt ávallt tilbúið að þróa nýjar vörur með viðskiptavinum og framleiðendum. Erla viðurkennir að andi og vinnubrögð Marz stelpnanna sé klárlega markaðsforskot og það hái ekki fyrirtækinu í viðskiptum við lönd þar sem meirihluti viðskiptavina eru karlmenn sem eru óvanir að eiga viðskipti við konur.

„Ef við virðum þann menningarheim sem við eigum viðskipti við hverju sinni, bjóðum rétta vöru, á réttu verði, með réttu gæðin og afhendum á réttum tíma, þá er það almennt nóg fyrir hvaða markað sem er, óháð því hvort þú ert kona eða karlmaður.

Okkar geiri snýst um mannleg samskipti. Þar sem kaupendur og framleiðendur leitast við að byggja upp viðskipti við þá sem þeir treysta.  Það að við séum konur hefur einungis unnið með okkur í gegnum tíðina.”

Mars Sjávarafurðir var stofnað árið 2003 í Stykkishólmi. Erla stofnaði fyrirtækið með eiginmanni sínum, Sigurði Ágústssyni, meðal annars vegna þess að atvinnutækifæri í Stykkishólmi voru af skornum skammti en Erla er fædd og uppalinn í Reykjavík. Sigurður kynnti Erlu í upphafi fyrir 1-2 erlendum kaupendum að sjávarafurðum og boltinn byrjaði að rúlla.

Sjá nánar:

Glærur Erlu (PDF)

Sjávarútvegsdagurinn er samstarfsverkefni SA, Deloitte, LÍÚ og SF. Fleiri fréttir frá deginum má nálagast hér að neðan.

Unnið að nýju frumvarpi um fiskveiðistjórnun

Íslenskur sjávarútvegur skilar miklu til þjóðfélagsins

Framleiðni í sjávarútvegi hátt í tvöfaldast frá árinu 1997

Íslensk þorsklifur í stað foie gras"/frettatengt/frettir/haegt-ad-selja-meira-af-islenskum-fiski-til-hagaeda-veitingahusa-i-bretlandi/">Hægt að selja meira af íslenskum fiski til hágæða veitingahúsa í Bretlandi

Flóðbylgja fjárfestinga í sjávarútvegi

undefined

 

Samtök atvinnulífsins