1 MIN
Í beinni: Ársfundur atvinnulífsins 2024
Samtaka um grænar lausnir
Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna.
Hér að ofan má horfa á beint streymi af fundinum sem fer fram í dag kl. 15:00 í Silfurbergi, Hörpu.
Græn orka er lykill að orkuskiptum og kolefnishlutleysi Íslands . Á komandi starfsári Samtaka atvinnulífsins beinum við kastljósinu að grænni orku og grænum lausnum. Við hefjum þá vegferð í dag undir yfirskriftinni Samtaka um grænar lausnir .
Við fáum stöðu og horfur beint í æð í erindum Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra Íslands, Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns SA og Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, rýna í niðurstöður nýrrar könnunar Gallup um afstöðu almennings og fyrirtækja til orku- og loftslagsmála, undir fundarstjórn Þórðar Gunnarssonar, hagfræðings. Þá er púlsinn tekinn á forystusveit aðildarsamtaka SA ásamt hugvekjum nýsköpunarfyrirtækja.