Vinnumarkaður - 

01. Febrúar 2007

Um brotthlaup starfsmanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Um brotthlaup starfsmanna

Uppsagnarfrestur í kjarasamningum er gagnkvæmur. Ef vinnuveitandi segir starfsmanni upp störfum verður hann að virða lögboðinn uppsagnarfrest og á það sama á við um starfsmann hyggist hann láta af störfum. Er starfsmanni skylt að vinna út uppsagnarfrest sinn sé ekki um annað samið við hann. Segi starfsmaður upp starfi sínu án þess að virða þá skyldu að vinna út uppsagnarfrest sinn telst hann vera sekur um brotthlaup.

Uppsagnarfrestur í kjarasamningum er gagnkvæmur. Ef vinnuveitandi segir starfsmanni upp störfum verður hann að virða lögboðinn uppsagnarfrest og á það sama á við um starfsmann hyggist hann láta af störfum. Er starfsmanni skylt að vinna út uppsagnarfrest sinn sé ekki um annað samið við hann. Segi starfsmaður upp starfi sínu án þess að virða þá skyldu að vinna út uppsagnarfrest sinn telst hann vera sekur um brotthlaup.

Úrræði vinnuveitanda

Gerist starfsmaður sekur um brotthlaup falla launagreiðslur samstundis niður og er hann jafnframt skaðabótaskyldur gagnvart vinnuveitanda sínum að því marki sem brotthlaupið hefur valdið vinnuveitandanum tjóni. Hafa dómstólar mótað þá þumalfingursreglu í slíkum málum að sanngjarnt sé að miða bótakröfuna við laun í hálfum uppsagnarfresti starfsmannsins og að heimilt sé að halda þeirri fjárhæð eftir við útgreiðslu launa. Samkvæmt þessu má vinnuveitandi draga af starfsmanni með eins mánaðar uppsagnarfrest sem svarar til launa í allt að hálfan mánuð. Sé starfsmaður þegar að vinna í uppsagnarfresti þegar brotthlaupið verður má vinnuveitandi halda eftir af launum starfsmanns allt að helming þess tíma sem starfsmaðurinn átti eftir að vinna.

Hætti starfsmaður fyrirvaralaust er mælt með því að honum sé sent bréf eða skeyti þar sem staðfest er að hann hafi hætt störfum án þess að vinna út sinn uppsagnarfrest og hvaða afleiðingar brotthlaupið muni hafa í för með sér.

Nánar er fjallað um brotthlaup á Vinnumarkaðsvef SA og er þar einnig að finna drög að bréfum til starfsmanna sem hafa hlaupist á brott eða hafa tilkynnt um slík áform.

Samtök atvinnulífsins