Efnahagsmál - 

05. október 2006

Stjórn SA samþykkir áherslur í loftslagsmálum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stjórn SA samþykkir áherslur í loftslagsmálum

Mikilvægt er að hafa í huga að loftslagsbreytingar eru alþjóðlegur vandi. Leggja verður áherslu á að draga úr útstreymi með rannsóknum, tækniþróun, bindingu gróðurhúsalofttegunda og fræðslu auk aðlögunar að loftslagsbreytingum. Þetta kemur fram í áherslum Samtaka atvinnulífsins í loftslagsmálum sem stjórn samtakanna samþykkti á dögunum. Þar segir jafnframt að íslensk stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun um að hætta nýtingu orkulindanna þar sem slíkt myndi stangast á við öll sjónarmið um sjálfbæra þróun og markmið loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna um aukna nýtingu endurnýjanlegrar orku á heimsvísu. Sjá áherslur SA í loftslagsmálum.

Mikilvægt er að hafa í huga að loftslagsbreytingar eru alþjóðlegur vandi.  Leggja verður áherslu á að draga úr útstreymi með rannsóknum, tækniþróun, bindingu gróðurhúsalofttegunda og fræðslu auk aðlögunar að loftslagsbreytingum. Þetta kemur fram í áherslum Samtaka atvinnulífsins í loftslagsmálum sem stjórn samtakanna samþykkti á dögunum. Þar segir jafnframt að íslensk stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun um að hætta nýtingu orkulindanna þar sem slíkt myndi stangast á við öll sjónarmið um sjálfbæra þróun og markmið loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna um aukna nýtingu endurnýjanlegrar orku á heimsvísu. Sjá áherslur SA í loftslagsmálum.

Samtök atvinnulífsins