11. október 2022

Sáttmáli gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sáttmáli gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Góð vinnustaðamenning skiptir sköpum fyrir vellíðan starfsfólks

Samtök atvinnulífsins hafa uppfært sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Sem fyrr, hvetja SA starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans að hluta af daglegum rekstri. SA hafa útbúið veggspjöld með sáttmálanum en þau er hægt að hengja upp í kaffistofum eða á göngum fyrirtækja til að minna á mikilvægi þess að tryggja vellíðan á vinnustöðum, öryggiskennd og góðan starfsanda.

Í sáttmálanum sem má nálgast hér eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu.

Sáttmálann má einnig nálgast í Húsi atvinnulífsins og fyrirtæki geta óskað eftir því að fá það sent í pósti með því að senda tölvupóst á sa@sa.is .

Hér má fræðast meira um stefnur fyrirtækja í þessum málum og nálgast leiðbeinandi fróðleik um félagslegt vinnuumhverfi og skyldur atvinnurekenda.

Tengt frétt

Tökum höndum saman gegn áreitni
Lesa meira

Samtök atvinnulífsins