Vinnumarkaður - 

10. Júní 2016

Samið verði við flugumferðarstjóra fyrir 24. júní

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samið verði við flugumferðarstjóra fyrir 24. júní

Ríkisstjórnin samþykkti í vikunni að skipa gerðardóm til að útkljá kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia hafi aðilar ekki náð samningum 24. júní næstkomandi. Alþingi samþykkti lagafrumvarp þess efnis miðvikudaginn 8. júní. Það felur í sér að verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia svo og aðrar vinnustöðvanir eða aðgerðir til að knýja fram kjarasamning eru óheimilar.

Ríkisstjórnin samþykkti í vikunni að skipa gerðardóm til að útkljá kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia hafi aðilar ekki náð samningum 24. júní næstkomandi. Alþingi samþykkti lagafrumvarp þess efnis miðvikudaginn 8. júní. Það felur í sér að verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia svo og aðrar vinnustöðvanir eða aðgerðir til að knýja fram kjarasamning eru óheimilar.

Hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 24. júní næstkomandi skal gerðardómur fyrir 18. júlí ákveða kaup og kjör flugumferðarstjóra. Ákvarðanir gerðardóms skulu vera bindandi með sama hætti og um kjarasamning milli aðila væri að ræða og með gildistíma sem gerðardómur ákveður.

Gerðardómur skal skipaður þremur dómendum. Einn verði tilnefndur af Hæstarétti Íslands, einn af Félagi íslenskra flugumferðarstjóra og einn af Samtökum atvinnulífsins. Skulu dómendur hafa hæfni til starfans í ljósi starfsferils og þekkingar á kjarasamningum og vinnudeilum. Þá er gerðardómi samkvæmt frumvarpinu heimilt að beita sér fyrir samkomulagi eða dómsátt milli aðila sem hafi sömu réttaráhrif og ákvarðanir gerðardóms, hvort sem er um einstök ákvæði eða heildarsamning þeirra í milli, og tekur þá gerðardómur ekki ákvörðun um þau atriði sem samkomulagið eða dómsáttin tekur til.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið að það valdi vonbrigðum að stjórnvöld grípi til lagasetningar í kjaradeildum en í ljósi aðstæðna sé það skiljanlegt. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafi staðið í um það bil tvo mánuði með sem hafi valdið umtalsverðri röskun á flugumferð og miklum skakkaföllum. Það sé fagnaðarefni að deiluaðilar fái frest til þess að reyna að ná samningum.

„Það er fullur vilji af okkar hálfu til að reyna okkar ýtrasta en við höfum sagt að við séum bundin af þeirri launastefnu sem mörkuð var með SALEK-samkomulaginu og við getum ekki teflt heildarjafnvægi á vinnumarkaði í hættu.“

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir í samtali við mbl.is að lögð verði áhersla á að funda stíft næstu daga. „Það er það verk­efni sem lög­in fela samningsaðilum, að gera sitt besta til að ná samn­ing­um fyr­ir 24. júní.“ Hann bendir á að fari fari málið til kjara­dóms sé það al­farið úr hönd­um deiluaðila, sem sé neikvætt að hans mati. Það eigi við þó að sá rammi sem kjara­dómi verði sett­ur kveði á um að taka skuli mið af launaþróun sam­kvæmt samn­ing­um sem gerðir hafa verið á al­menn­um vinnu­markaði.

Tengt efni:

Flugumferðarstjórar vilja tvöfaldar launahækkanir

Flugumferðarstjórar komi niður úr skýjunum

Samtök atvinnulífsins