Orlofsuppbót

Greiða skal orlofsuppbót við upphaf orlofstöku en þó eigi síðar en 15. ágúst. Orlofsuppbót verslunarmanna er kr. 15.400 í ár en orlofsuppbót flestra annarra starfsstétta er kr. 20.400 (verslunarmenn hafa aftur hærri desemberuppbót). Upphæðin miðast við fullt starf allt orlofsárið. Á vinnumarkaðsvef SA hafa verið settar upplýsingar um útreikning og fjárhæðir orlofsuppbóta fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2003, sem og aðrar gagnlegar upplýsingar. Sjá nánar um orlofsuppbót á vinnumarkaðsvef SA (einungis opinn félagsmönnum).