Vinnumarkaður - 

08. nóvember 2001

Opnaður vinnumarkaðsvefur SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opnaður vinnumarkaðsvefur SA

Í dag opnaði Finnur Geirsson, formaður SA, nýjan vinnumarkaðsvef samtakanna. Á vefnum er að finna ítarlegar en aðgengilegar upplýsingar um ráðningar starfsmanna og starfslok, launakostnað, orlof, vinnutíma, hvíldartíma, veikindarétt, fæðingar- og foreldraorlof, jafnréttismál, vinnuvernd og margt fleira, en vefurinn verður stöðugt uppfærður með nýju efni.

Í dag opnaði Finnur Geirsson, formaður SA, nýjan vinnumarkaðsvef samtakanna. Á vefnum er að finna ítarlegar en aðgengilegar upplýsingar um ráðningar starfsmanna og starfslok, launakostnað, orlof, vinnutíma, hvíldartíma, veikindarétt, fæðingar- og foreldraorlof, jafnréttismál, vinnuvernd og margt fleira, en vefurinn verður stöðugt uppfærður með nýju efni.

Vinnumarkaðsvefurinn er opinn öllum félagsmönnum SA, en notendanöfn og lykilorð hafa verið send aðildarfyrirtækjum og aðildarfélögum og ættu að berast þeim öðru hvoru megin við helgina. Notendanafn og lykilorð þarf að slá inn þegar farið er inn á vefinn í fyrsta sinn úr hverri vinnustöð.

SA og forverar þeirrar hafa á undanförnum árum gefið út mikið af upplýsingaefni sem varðar starfsmannahald sem mikið hefur verið notað af fyrirtækjum. Núna hefur mikil vinna verið lögð í að uppfæra þetta efni og setja fram á aðgengilegu formi. Það gefur færi á að bæta þjónustu við aðildarfyrirtæki á þessu sviði og auka við og breyta þegar þörf gerist.


Það er von SA að vefurinn eigi eftir að reynast félagsmönnum verðmætur grunnur upplýsinga og að opnun hans verði til að efla þjónustu samtakanna við þá. Leiðin inn á vinnumarkaðsvefinn er í gegnum kjaramálasíðu heimasíðu SA eða hnapp efst á forsíðu sa.is.

Samtök atvinnulífsins