Námskeiðaröð SA um starfsmannamál
Samtök atvinnulífsins halda á næstunni námskeið um starfsmannamál fyrir félagsmenn sína bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Boðið verður upp á tvö námskeið. Annars vegar um túlkun kjarasamninga þar sem farið verður yfir almenn atriði í kjarasamningum og löggjöf og hins vegar námskeið um nýjungar og áherslur í starfsmannamálum. Við kennsluna verður stuðst við Vinnumarkaðsvef SA. Einnig verður haldið sérstakt verkstjóranámskeið í janúar/febrúar. Verður það auglýst nánar síðar.
Námskeiðin eru eingöngu ætluð félagsmönnum SA og eru þeim að kostnaðarlausu. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í síma 591-0000 eða á netfangið sa@sa.is.
Túlkun kjarasamninga og laga um starfsmannamál
Farið verður yfir helstu reglur sem þarf að hafa í huga
við ráðningar og uppsagnir starfsmanna, veikindi o.fl. sem reynir á
bæði við stjórnun starfsmanna og launaútreikning.
Námskeiðið er ætlað þeim sem fara með starfsmannamál, þ.m.t.
starfsmenn í launavinnslu.
Námskeiðið verður haldið í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35
á 6. hæð.
Hægt er að velja um fimm dagsetningar:
- miðvikudaginn 20. nóvember kl.
13:15-16:15,
- þriðjudaginn 26. nóvember kl.
9:00-12:00,
- þriðjudaginn 3. desember kl. 9:00-12:00,
- miðvikudaginn 4. desember kl. 9:00-12:00 eða
- fimmtudaginn 5. desember kl. 13:15-16:15.
Nýjungar og áherslur í starfsmannamálum
Farið verður yfir breytingar sem orðið hafa á reglum
kjarasamninga og lögum auk einstakra atriða sem SA telur ástæðu til
að leggja sérstaka áherslu á. Þá verður fjallað um nýjar
Evrópureglur sem innleiða á í íslenska löggjöf og munu því hafa
áhrif á starfsmannastjórnun fyrirtækja. Námskeiðið er einkum
ætlað starfsmannastjórum og þeim sem móta starfsmannastefnu
fyrirtækja auk annarra sem fara með starfsmannamál.
Námskeiðið verður haldið í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35
á 6. hæð.
Hægt er að velja um fjórar dagsetningar
- fimmtudaginn 21. nóvember kl. 9:00 -
12:00,
- miðvikudaginn 27. nóvember kl.
13:15 - 16:15
- þriðjudaginn 3. desember kl. 13:15 - 16:15 eða
- mánudaginn 9. desember kl. 13:15 - 16:15.
Einnig verða haldin sambærileg námskeið utan Reykjavíkur, en þau munu einnig henta verkstjórum.
Þau verða haldin á
Akureyri
mánudaginn 2. desember að Hótel KEA.
Námskeiðið verður
tvískipt, annars vegar um
túlkun
kjarasamninga og laga um starfsmannamál
kl. 9:30 -
12:30 og hins vegar um nýjungar og
áherslur í
starfsmannamálum kl. 13:30-16:30.
Ísafirði fimmtudaginn 5. desember að Hótel
Ísafirði.
Námskeiðið verður tvískipt, annars
vegar
um túlkun kjarasamninga og laga um
starfsmannamál kl. 8:30 - 11:30 og hins vegar
um nýjungar
og áherslur í starfsmannamálum
kl.
12:30-15:30.
Vestmannaeyjum miðvikudaginn 11.
desember
í
Ásgarði Vestmannaeyjum. Námskeiðið verður
tvískipt,
annars vegar um túlkun kjarasamninga
og laga
um starfsmannamál kl. 9:00-12:00 og
hins vegar um
nýjungar og áherslur í starfs-
mannamálum kl. 13:00-16:00.
Námskeið í
Stykkishólmi og Selfossi í
verða
haldin
í janúar 2003. Þau verða auglýst nánar
síðar.
Nýlega voru haldin námskeið á Austurlandi, bæði á Vopnafirði og
Reyðarfirði í samstarfi við Fræðslunet Austurlands.