Samkeppnishæfni - 

22. september 2016

Gengi krónunnar, vextir Seðlabankans og hrávöruverð skipta miklu í rekstri fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gengi krónunnar, vextir Seðlabankans og hrávöruverð skipta miklu í rekstri fyrirtækja

Í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að atvinnulífið skiptist í tvö horn varðandi áhrif styrkingar gengis krónunnar á rekstur fyrirtækja. Þriðjungur fyrirtækja telur áhrifin jákvæð og þriðjungur neikvæð. 71% útflutningsfyrirtækja telur hins vegar áhrif gengisstyrkingarinnar hafa neikvæð áhrif. Þegar spurt var um áhrif vaxtahækkana Seðlabankans sögðu 58% útflutningsfyrirtækjanna að þau væru neikvæð og 46% fyrirtækja á heimamarkaði svöruðu því sama. Meiri hluti fyrirtækja, eða 56%, taldi lækkun hrávöruverðs hafa haft jákvæð áhrif á reksturinn.

Í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að atvinnulífið skiptist í tvö horn varðandi áhrif styrkingar gengis krónunnar á rekstur fyrirtækja. Þriðjungur fyrirtækja telur áhrifin jákvæð og þriðjungur neikvæð. 71% útflutningsfyrirtækja telur hins vegar áhrif gengisstyrkingarinnar hafa neikvæð áhrif. Þegar spurt var um áhrif vaxtahækkana Seðlabankans sögðu 58% útflutningsfyrirtækjanna að þau væru neikvæð og 46% fyrirtækja á heimamarkaði svöruðu því sama. Meiri hluti fyrirtækja, eða 56%, taldi lækkun hrávöruverðs hafa haft jákvæð áhrif á reksturinn.

Tvískipt afstaða fyrirtækja til styrkingar gengis krónunnar
Spurt var um áhrif styrkingar gengis krónunnar undanfarna 18 mánuði (15% styrking) á rekstur fyrirtækjanna. Heildarniðurstaðan var sú að þriðjungur svarenda taldi áhrifin jákvæð, þriðjungur neikvæð og þriðjungur hvorki jákvæð né neikvæð.

71% útflutningsfyrirtækja taldi gengisstyrkinguna hafa haft neikvæð áhrif, en aðeins 18% fyrirtækja á heimamarkaði í samkeppni við innflutning og 12% fyrirtækja í takmarkaðri samkeppni við innflutning. Á hinn bóginn töldu 14% útflutningsfyrirtækja styrkinguna hafa haft jákvæð áhrif, 55% fyrirtækja í samkeppni við innflutning og 40% fyrirtækja í takmarkaðri samkeppni við innflutning.

undefined

Mikil áhrif vaxtahækkana Seðlabankans á rekstur
Spurt var um áhrif vaxtahækkana Seðlabanka Íslands á rekstur fyrirtækjanna undanfarna 18 mánuði (1,25 prósentur). Heildarniðurstaðan var sú að 53% töldu að vaxtahækkanirnar hefðu haft neikvæð áhrif, 4% jákvæð og 43% hvorki jákvæð né neikvæð.

58% útflutningsfyrirtækjanna töldu að vaxtahækkanirnar hefðu haft neikvæð áhrif, 46% fyrirtækja á heimamarkaði í samkeppni við innflutning og 52% fyrirtækja í takmarkaðri samkeppni við innflutning.

undefined

Jákvæð áhrif lækkunar olíu- og hrávöruverðs
Spurt var um áhrif lækkunar á olíu- og öðru erlendu hrávöruverði á rekstur fyrirtækjanna. Heildarniðurstaðan var sú að 56% töldu að verðlækkanirnar hefðu haft jákvæð áhrif, 4% neikvæð og 40% hvorki jákvæð né neikvæð.

59% útflutningsfyrirtækjanna töldu að olíu- og hrávöruverðshækkanirnar hefðu haft jákvæð áhrif, 53% fyrirtækja á heimamarkaði í samkeppni við innflutning og 54% fyrirtækja í takmarkaðri samkeppni við innflutning.

undefined

Um könnunina
Könnunin var gerð dagana 17.-26. ágúst meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. 357 svör bárust og voru 54% svara frá fyrirtækjum innan SI, 19% SAF, 15% SVÞ, 7% SFS, 3% SFF og Samorku 2%. Hjá fyrirtækjunum sem svöruðu starfa 24.000 manns eða sem svarar 20% af starfsfólki á almenna vinnumarkaðnum.

Fyrirtækin voru flokkuð eftir því hvort þau stunda útflutning eða þjónustu við innanlandsmarkað. Fyrirtækin skiptast þannig að 34% stunda útflutning, þ.m.t. ferðaþjónustu, 21% starfa á innanlandsmarkaði í samkeppni við innflutning og 45% starfa á innanlandsmarkað í takmarkaðri samkeppni við innflutning. Meðal annars var spurt um hvaða áhrif styrking gengis krónunnar undanfarna 18 mánuði, vaxtahækkanir Seðlabankans og lækkun á olíu- og öðru erlendu hrávöruverði hefðu haft á rekstur fyrirtækjanna.

undefined

 

Tengt efni:

Kjarasamningarnir höfðu mikil áhrif á rekstur fyrirtækja

Fyrirtækin skulda einkum innlend óverðtryggð lán

Samtök atvinnulífsins