Samkeppnishæfni - 

22. September 2016

Fyrirtækin skulda einkum innlend óverðtryggð lán

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fyrirtækin skulda einkum innlend óverðtryggð lán

Í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að lánsfjármögnun er í flestum tilvikum (72%) einungis innlend. Einnig kemur fram að 17% útflutningsfyrirtækjanna reiða sig einungis á erlend lán og að önnur 17% þeirra fyrirtækja eru með meiri hluta lána sinna erlend. Lán fyrirtækjanna eru einkum óverðtryggð.

Í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að lánsfjármögnun er í flestum tilvikum (72%) einungis innlend. Einnig kemur fram að 17% útflutningsfyrirtækjanna reiða sig einungis á erlend lán og að önnur 17% þeirra fyrirtækja eru með meiri hluta lána sinna erlend. Lán fyrirtækjanna eru einkum óverðtryggð. 

Innlend lán yfirgnæfandi
Spurt var um hvernig lánsfjármögnun fyrirtækjanna skiptist á milli innlendra og erlendra lána. Heildarniðurstaðan er sú að í 72% tilvika var lánsfjármögnun eingöngu innlend, í 11% tilvika 51-99% innlend, í 9% tilvika eingöngu erlend og í 9% tilvika 10-50% erlend.

Mikill munur er á lánasamsetningu eftir því hvort fyrirtækin eru í útflutningsstarfsemi eða ekki. 17% útflutningsfyrirtækjanna eru eingöngu með erlend lán og en einungis 4-5% heimamarkaðsfyrirtækjanna. Hjá útflutningsfyrirtækjunum eru önnur 17% með 51-90% erlend lán en hjá heimamarkaðsfyrirtækunum er hlutfallið 4%.

undefined

Óverðtryggð lán yfirgnæfandi
Spurt var um hvernig lánsfjármögnun fyrirtækjanna skiptist á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Heildarniðurstaðan er að í 49% tilvika voru lánin eingöngu óverðtryggð, í 21% tilvika voru 51-90% lánanna óverðtryggð, í 14% tilvika eingöngu verðtryggð og í 16% tilvika 10-50% verðtryggð.

Ekki er mikill munur á hlutfallinu milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána eftir því hvort fyrirtækin eru í útflutningsstarfsemi eða ekki. 51% útflutningsfyrirtækjanna eru eingöngu með óverðtryggð lán og hjá öðrum 20% er meirihlutinn óverðtryggð lán. 46-54% heimamarkaðsfyrirtækjanna eru eingöngu með óverðtryggð lán og 21-22% til viðbótar er meirihluta lána óverðtryggður.

undefined

Um könnunina
Könnunin var gerð dagana 17.-26. ágúst meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. 357 svör bárust og voru 54% svara frá fyrirtækjum innan SI, 19% SAF, 15% SVÞ, 7% SFS, 3% SFF og Samorku  2%. Hjá fyrirtækjunum sem svöruðu starfa 24.000 manns eða sem svarar 20% af starfsfólki á almenna vinnumarkaðnum.

Fyrirtækin voru flokkuð eftir því hvort þau stunda útflutning eða þjónustu við innanlandsmarkað.  Fyrirtækin skiptust þannig að 34% stunda útflutning, þ.m.t. ferðaþjónustu, 21% starfa á innanlandsmarkaði í samkeppni við innflutning og 45% starfa á innanlandsmarkað í takmarkaðri samkeppni við innflutning. Meðal annars var spurt um skiptingu lánsfjármögnunar milli erlendra og innlendra lána og skiptingu innlendra lána í óverðtryggð og verðtryggð lán.

undefined

 

Tengt efni:

Kjarasamningarnir höfðu mikil áhrif á rekstur fyrirtækja

Gengi krónunnar, vextir Seðlabankans og hrávöruverð skipta miklu í rekstri fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins