Vinnumarkaður - 

17. febrúar 2023

Efling frestar öllum verkfallsaðgerðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Efling frestar öllum verkfallsaðgerðum

Ástráður Haraldsson, héraðsdómari var í vikunni settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA í kjölfar þess að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í fordæmalausri pattstöðu

Eft­ir funda­höld frá morgni til kvölds í gær hjá ríkissáttasemjara varð úr að Efl­ing frestaði öll­um verk­fallsaðgerðum til sunnudags.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kröfðust þess að stétt­ar­fé­lagið frestaði öll­um verk­fallsaðgerðum sín­um til að skapa and­rými til vinn­unn­ar, bæði svo Efl­ing­ar­fé­lag­ar þyrftu ekki að sinna verk­falls­vörslu hér og þar og taka fyr­ir und­anþágur sem og að um­bjóðend­ur SA þyrftu ekki að slökkva elda inni í eig­in fyr­ir­tækj­um.

Þannig er haf­in þriggja daga vinnutörn til að freista þess að koma á nýj­um kjara­samn­ingi milli Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Efl­ing þekk­ir auðvitað þann ramma sem við erum að vinna með, sem auðvitað bygg­ir á þeim samn­ing­um sem þegar hafa verið gerðir og samþykkt­ir af góðum þorra launa­fólks. Við höf­um ekki boðið annað held­ur en að vinna með þann ramma, en skoða ein­hvers­ kon­ar aðlög­un að fé­lags­fólki Efl­ing­ar, eins og við höf­um reynd­ar áður boðið. Þannig að þetta er í raun sú vinna sem við erum að fara í .“ - sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA að loknum fundahöldum í gærkvöld

Rafrænn upplýsingafundur á mánudag

SA halda lokaðan rafrænan upplýsingafund fyrir félagsmenn á mánudag þar sem Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA mun fara yfir nýjustu vendingar og svara spurningum félagsmanna eins og kostur er.

Tímasetning fundar og skráning kynnt á sunnudag.

Mánudagsmolar 

Frá upphafi og í aðdraganda kjaraviðræðna höfum við sent út fróðleiksmola um það sem við teljum máli skipta í kjaraviðræðum. Þá má lesa hér frá upphafi fyrir samhengi og forsendur SA í viðræðum:

Lesa mánudagsmola frá SA

-

Allar upplýsingar á vinnumarkaðsvef

Á vinnumarkaðsvef má kynna sér samning SGS sem liggur til grundvallar miðlunartillögu Ríkissáttasemjara sem og svör við algengum spurningum um verkföll.

Ef frekari spurningar vakna eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við lögmenn vinnumarkaðssviðs SA.

Samningur - Verkafólk SGS (án Eflingar)

Tilboð SA til Eflingar á pólsku - Oferta kontraktu SA dla Eflingu

Kjarasamningar 2022-24

-

Fjöldi kjarasamninga undirritaðir 

Að undanförnu hefur verið gengið frá fjölda sérkjarasamninga og fyrirtækjaþátta kjarasamninga eftir stefnumarkandi kjarasamningum SA við stéttarfélög á almennum vinnumarkaði; Brú að bættum lífskjörum. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins geta nálgast kjarasamningana og leiðbeiningar um þá hér á vinnumarkaðsvef samtakanna.

Tengt frétt

Hverju tapar Eflingarfólk?
Lesa meira

Tengt frétt

Brú að bættum lífskjörum fyrir 80.000 manns
Lesa meira

Samtök atvinnulífsins