29. Nóv

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2023

Hero icon

dags

29. nóvember 2023

tími

kl. 13:00 - 16:00

staður

Streymi & Norðurljós í Hörpu

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2023 verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember í Hörpu kl. 13:00-15:00 undir yfirskriftinni Á rauðu ljósi? Tengslamyndun tekur við milli 15:00 – 16:00.

Dagurinn í ár er tileinkaður Loftslagsvegvísum atvinnulífsins sem afhentir voru Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra á vormánuðum. Þar komu fram 332 tillögur að aðgerðum sem eiga að stuðla að auknum samdrætti í losun atvinnugreinanna.

Dagskrá lýkur með hinum árlegu Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir.

Dagskrá

Setning
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Orkuframleiðsla og aðgengi að orku

Kynning á stöðunni og umræður
 • Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, stýrir umræðum
 • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
 • Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar IS
 • Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
 • Auður Nanna Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar H2

Einföldun regluverks

Kynning á stöðunni og umræður
 • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, stýrir umræðum
 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
 • Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
 • Álfheiður Ágústdóttir, forstjóri Elkem Ísland og leiðtogi vegvísis um kísiliðnað
 • Aðalheiður Snæbjarnardóttir, forstöðumaður Sjálfbærni hjá Landsbankanum

Fjárhagslegir hvatar til fjárfestinga

Kynning á stöðunni og umræður
 • Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, stýrir umræðum
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra
 • Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar
 • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
 • Guðmundur Kristjánsson, forstjóri BRIM

Innviðauppbygging

Kynning á stöðunni og umræður
 • Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, stýrir umræðum
 • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
 • Agla Huld Þórarinsdóttir, yfirmaður sjálfbærnimála Eimskips
 • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og leiðtogi vegvísis um vegasamgöngur
 • Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti
Lokaerindi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2023
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaun fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Umhverfisframtak ársins 2023

Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur nóvembermánuður eyrnamerktur umhverfismálum með áherslu á loftslagsmál. Skráðu þig í áhorf hér á streymisþætti á þriðjudögum og fimmtudögum í nóvembermánuði.

Skráning á viðburð