13. Okt

Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi

Hero icon

dags

13. október 2022

tími

kl. 10:00 - 10:30

staður

Streymi

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu ræðir við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar og Huga Hreiðarsson frá Efnisveitunni undir yfirskriftinni Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi.

Október er eyrnamerktur umhverfismálum hjá Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum og í ár er sjónum beint að hringrásarhagkerfinu undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind . Hvern þriðjudag og fimmtudag í október njótum við 20 mínútna áhorfs á Samtöl atvinnulífsins þar sem hver atvinnugrein ræðir áskoranir og tækifæri í hringrásarhagkerfinu.

Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.

Skráning á viðburð