
Menntadagur atvinnulífsins 2025
Störf á tímamótum
Menntadagur atvinnulífsins 2025 fer fram á Hilton Nordica þann 11. febrúar undir yfirskriftinni Störf á tímamótum.
Fjölbreyttar málstofur, 25 ára afmæli starfsmenntasjóða og menntaverðlaun atvinnulífsins verða efst á baugi í ár og er öllum velkomið að taka þátt.
Dagurinn er samstarfsverkefni SA og allra aðildarsamtaka.
Menntaverðlaun atvinnulífsins
Fögnum frábærum árangri

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Láttu þig streyma
Taktu þátt úr fjarska

Menntadeginum í ár verður streymt á heimasíðu SA og öllum helstu fréttamiðlum.
Þau sem skrá sig á daginn fá sendan hlekk í pósti þegar streymið er að hefjast ásamt stafrænu fundarboði til þess að taka daginn frá. Athugið að málstofunum verður ekki streymt.
25 ára afmæli
Starfsmenntasjóðir fagna árangri

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Landsmennt og Starfsafl voru stofnaðir í kjölfar kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins árið 2000.
Þeir hafa síðastliðin 25 ár aukið starfshæfni og menntunarstig starfsfólks á almennum vinnumarkaði og bætt samkeppnishæfni fyrirtækja.
Dagskrá menntadagsins í ár mun heiðra starfsmenntasjóði fyrir frábæran árangur síðustu 25 ár.
