Efnahagsmál - 

20. janúar 2012

Yfirlýsing samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og SA vegna opnunarákvæða kjarasamninga 20. janúar 2012

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Yfirlýsing samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og SA vegna opnunarákvæða kjarasamninga 20. janúar 2012

Í kjarasamningum sem undirritaðir voru af Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands og aðildarsamtökum þess 5. maí 2011 eru ákvæði um forsendur samninganna og uppsagnarmöguleika standist þær ekki. Þannig er unnt að segja upp samningum miðað við janúarlok 2012 enda hafi rökstudd ákvörðun um uppsögn verið tekin og hún tilkynnt í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 hinn 20. janúar 2012. Í samningunum segir jafnframt að standist forsendur þeirra ekki skulu samningsaðilar leita sameiginlega viðbragða.

Í kjarasamningum sem undirritaðir voru af Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands og aðildarsamtökum þess 5. maí 2011 eru ákvæði um forsendur samninganna og uppsagnarmöguleika standist þær ekki.  Þannig er unnt að segja upp samningum miðað við janúarlok 2012 enda hafi rökstudd ákvörðun um uppsögn verið tekin og hún tilkynnt í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 hinn 20. janúar 2012. Í samningunum segir jafnframt að standist forsendur þeirra ekki skulu samningsaðilar leita sameiginlega viðbragða.

Forsendunefnd samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og SA  hefur komist að þeirri niðurstöðu að þær fyrstu þrjár forsendur sem settar voru fyrir samningum þeirra hafi gengið eftir en að sú forsenda sem  fjallar um efndir ríkisstjórnarinnar á þeim fyrirheitum sem hún gaf í sérstakri yfirlýsingu í tengslum við þá hafi ekki gengið eftir.

Samninganefnd aðildarsamtaka ASÍ og framkvæmdastjórn SA hafa rætt um sameiginleg viðbrögð og  komist að eftirfarandi niðurstöðu:

Þrátt fyrir að forsenda kjarasamninga 5. maí 2011 um efndir á fyrirheitum í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafi ekki gengið eftir mun hvorugur samningsaðila segja upp kjarasamningunum.

Yfirlýsing samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og SA vegna opnunarákvæða kjarasamninga 20. janúar 2012 (PDF)

Tengt efni:

Yfirlýsing Samtaka atvinnulífsins vegna uppsagnarákvæðis kjarasamninga (PDF)

Yfirlýsing samninganefndar ASÍ  vegna endurskoðunar kjarasamninga (PDF)

Niðurstaða forsendunefndar SA og ASÍ

Umfjöllun fjölmiðla:

Frétt RÚV 20.1. 2012 - smelltu til að horfa

Frétt Stöðvar 2 20. 1. 2012 - smelltu til að horfa

Samtök atvinnulífsins