Efnahagsmál - 

29. mars 2010

Yfir 15.000 án atvinnu og því verður að breyta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Yfir 15.000 án atvinnu og því verður að breyta

Yfir 15.000 Íslendingar eru án atvinnu og um 1.500 til viðbótar á atvinnuleysisskrá að hluta. Þá hefur stór hópur fólks orðið að minnka við sig vinnu og horfast í augu við lægri tekjur. Samtök atvinnulífsins telja þetta óviðunandi og vilja bregðast við, rjúfa kyrrstöðuna sem ríkir í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar og hefja uppbyggingu af krafti. Ef fylgt væri öflugri atvinnustefnu gæti kreppunni lokið á þessu ári.

Yfir 15.000 Íslendingar eru án atvinnu og um 1.500 til viðbótar á atvinnuleysisskrá að hluta. Þá hefur stór hópur fólks orðið að minnka við sig vinnu og horfast í augu við lægri tekjur. Samtök atvinnulífsins telja þetta óviðunandi og vilja bregðast við, rjúfa kyrrstöðuna sem ríkir í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar og hefja uppbyggingu af krafti. Ef fylgt væri öflugri atvinnustefnu gæti kreppunni lokið á þessu ári.

Atvinna fyrir alla - smellið til að sækjaByggjum upp atvinnulífið og útrýmum atvinnuleysi
Samtök atvinnulífsins hafa með þetta að leiðarljósi sett fram aðgerðaáætlun undir yfirskriftinni Atvinna fyrir alla en hún miðar að því að stuðla að sköpun nýrra starfa og byggja upp atvinnulífið á þessu ári og í næstu framtíð. Megin markmiðið er að útrýma atvinnuleysi og tryggja að ný störf verði til fyrir þá sem koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum.

Rafræna útgáfu af aðgerðaáætlun SA má nálgast hér: Atvinna fyrir alla (PDF)

Auglýsing SA - málefnaleg afstaða skýrð
Samtök atvinnulífsins líta svo á að SA hafi í raun verið vísað frá stöðugleikasáttmálanum sem gerður var á síðasta ári með aðild alls vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar.  Markmið sáttmálans var að stuðla að samstilltu og öflugu átaki í atvinnumálum sem því miður hefur ekki gengið eftir. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa talið sig óbundna af þeim samningum sem oddvitar ríkisstjórnarinnar undirrituðu og  því brast traust milli SA og ríkisstjórnarinnar.

Viðbrögð SA þurfa ekki að koma stjórnvöldum á óvart en Samtök atvinnulífsins hafa allt frá því í október 2009 lýst yfir miklum áhyggjum við ríkisstjórnina vegna framgangs stöðugleikasáttmálans. Upplausn hans er mjög óæskileg vegna mikilvægis þess að samstaða ríki með stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins á þessum erfiðu tímum.

Í auglýsingu SA sem birtist þessa dagana (og má nálgast hér að neðan) skýra SA afstöðu samtakanna og viðbrögð, m.a. eftirfarandi þætti sem hafa grafið undan stöðugleikasáttmálanum:

Stórauknar skattbyrðar

  • Skattar á heimili og fyrirtæki hafa aukist umfram það sem gengið var út frá við gerð stöðugleikasáttmálans.

  • Skattaleg umgjörð fyrirtækja er óhagstæðari en áður sem dregur úr fjárfestingum og atvinnusköpun.

Aðgerðaleysi í atvinnumálum

  • Ítrekað hefur verið unnið gegn nýjum verkefnum á sviði orkuvinnslu og orkunýtingar.

  • Skipulagi hreppa við neðri hluta Þjórsár var hafnað með fordæmalausum hætti.

  • Fjármögnun stórra verkefna með þátttöku lífeyrissjóðanna hefur ekki gengið eftir.

  • Andstaða er við stór verkefni til atvinnusköpunar á borð við einkarekin sjúkrahús og fleira.

Hægagangur í mörgum öðrum málum og vanefndir

  • Vextir eru enn allt of háir og vaxtamunur milli Íslands og nágrannalandanna of mikill, gjaldeyrishöftin hafa enn ekki verið afnumin og áform um afnám þeirra eru afar metnaðarlítil.

  • SA harma að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa sett umfjöllun um breytingar á stjórn fiskveiða í sáttafarveg eins og lofað var í yfirlýsingu hennar frá 28. október 2009.

  • Ríkisstjórnin skuldbatt sig til þess að lögbinda framlög og iðgjöld til Starfsendurhæfingarsjóðs fyrir árslok 2009. Það var ekki gert.

Sjá nánar auglýsingu SA - smellið til að sjá stærri útgáfu (PDF):

Auglýsing SA 27. mars 2010 - smelltu til að skoða betur 

Samtök atvinnulífsins