Efnahagsmál - 

09. september 2004

Vöxtur, störf og velmegun til framtíðar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vöxtur, störf og velmegun til framtíðar

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hvetja nýja fram-kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) og nýtt Evrópuþing, ásamt með ríkisstjórnum aðildarríkjanna, til að verða hreyfiafl breytinga. Þetta kom fram þegar forystumenn samtakanna kynntu sýn atvinnulífsins fyrir Evrópu þar sem áhersla er lögð á vöxt, störf og velmegun til framtíðar.

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hvetja nýja fram-kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) og nýtt Evrópuþing, ásamt með ríkisstjórnum aðildarríkjanna, til að verða hreyfiafl breytinga. Þetta kom fram þegar forystumenn samtakanna kynntu sýn atvinnulífsins fyrir Evrópu þar sem áhersla er lögð á vöxt, störf og velmegun til framtíðar.

Jürgen Strube, forseti UNICE, segir það mjög ánægjulegt að nýja framkvæmdastjórnin skuli setja svokallaða Lissabon-áætlun ESB í forgang, en samkvæmt henni er ESB ætlað að verða samkeppnishæfasta efnahagssvæði veraldar árið 2010. Verkefnið nú sé að hrinda þessum góðu fyrirtætlunum í framkvæmd. Meðal þess sem UNICE leggja áherslu á má nefna: 

  • Lækkun skatta

  • Minnkun reglubyrði

  • Hægt verði að skrá einkaleyfi innan ESB á einu tungumáli (ensku)

  • Bann verði lagt við frekari lagasetningu á félagslega sviðinu sem leggur kvaðir á fyrirtæki.

Sjá nánar á vef UNICE

(fréttatilkynning og ritið Business vision for Europe: growth, jobs and prosperity ...for our future, dags. 09.09.04)

Samtök atvinnulífsins