11. júlí 2022

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar er komin út en hana má nálgast hér á vef nefndarinnar. Skýrslan fjallar um þróun efnahagsmála og kjara á yfirstandandi kjarasamningstímabili.

Í upphafi kjarasamningstímabilsins var gert ráð fyrir um 2% hagvexti á mann á tímabilinu 2019-2022 en nú stefnir í að hann verði neikvæður um 4%. Hagvöxtur á mann er grófur mælikvarði á svigrúm til kjarabóta.

Þrátt fyrir töluverðan samdrátt á árinu 2020 nær Ísland framleiðslustigi ársins 2019 á þessu ári, en þó ári seinna en helstu viðskiptalönd okkar. Hagvöxtur ársins 2021 var að miklu leyti borinn uppi af einkaneyslu. Stríðið í Úkraínu virðist ekki hafa haft jafn slæm áhrif á íslenskan efnahag og búist var við.

Meðalatvinnutekjur á Íslandi eftir skatta eru 94% hærri en meðaltal Evrópulanda. Ef leiðrétt er fyrir verðlagi breytist myndin nokkuð en Ísland hafnar þó í fimmta sæti yfir hæstu atvinnutekjurnar.

Kjaratölfræðinefnd var komið á fót 2019 og er samstarfsvettvangur um gerð tölfræðigagna um laun og efnahag. Í nefndinni sitja fulltrúar atvinnurekenda, verkalýðsfélaga og stjórnvalda. Vorskýrslan 2022 er fjórða skýrsla nefndarinnar sem gefur út tvær skýrslur á ári hverju.

Skýrslan og öll gögn eru aðgengileg á vef nefndarinnar.

Samtök atvinnulífsins