Efnahagsmál - 

18. September 2009

Virði rekstrarhæfra fyrirtækja verði hámarkað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Virði rekstrarhæfra fyrirtækja verði hámarkað

Bankasýsla ríkisins tekur til starfa í næstu viku en henni er ætlað að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Samtök atvinnulífsins hafa gert fjölmargar athugasemdir við stofnun bankasýslunnar og einnig stofnun opinbers eignaumsýslufélags sem er ætlað að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra fyrirtækja. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir að samtökin hafi efasemdir um að ríkið eigi að reka stærri fyrirtæki um langan tíma. Eðlilegast væri að koma þeim í hendur nýrra eigenda til að hámarka virði þeirra.

Bankasýsla ríkisins tekur til starfa í næstu viku en henni er ætlað að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Samtök atvinnulífsins hafa gert fjölmargar athugasemdir við stofnun bankasýslunnar og einnig stofnun opinbers eignaumsýslufélags sem er ætlað að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra fyrirtækja. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir að samtökin hafi efasemdir um að ríkið eigi að reka stærri fyrirtæki um langan tíma. Eðlilegast væri að koma þeim í hendur nýrra eigenda til að hámarka virði þeirra.

Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag, og er þar m.a. vísað til umsagnar SA, um Bankasýslu ríkisins. Þar kemur fram sú skoðun SA að óþarft væri að stofna bæði bankasýsluna og umsýslufélag ríkisins. Með bankasýslunni væri verið að seilast inn á hlutverk bankaráða og í raun verið að búa til nokkurs konar yfirbankaráð.

Í umfjöllun blaðsins segir:

"Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna, segir að upplýsingagjöf eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi um eignaumsýslufélagið, geti verið skaðleg fyrirtækjum á samkeppnismarkaði. Mjög mikilvægt væri að auka traust á fyrirtækjum og það væri hlutverk stjórnenda þeirra, meðal annars með auknum upplýsingum. Hins vegar væri hægt að fara yfir línu í þeim efnum sem gæti orðið skaðleg fyrirtækjunum. Fréttablaðið hefur heimild fyrir því að sú óánægja sé nokkuð almenn á meðal atvinnurekenda sem telji upplýsingaflæðið hamandi. Sumir tala þannig að betra sé að setja fyrirtækið í gjaldþrot en að fara þessa leið."

Sjá nánar:

Umfjöllun Fréttablaðsins 18. september 2009

Umsögn SA um Bankasýslu ríkisins

Umsögn SA um eignaumsýslufélag ríkisins

Samtök atvinnulífsins