Vinnumarkaður - 

25. október 2011

Vinnuverndarvikan 2011 stendur nú yfir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vinnuverndarvikan 2011 stendur nú yfir

Þema vikunnar er öryggi við viðhaldsvinnu og er sérstaklega horft til viðhalds véla og tækja. Slagorð vikunnar er: ,,Öruggt viðhald - allra hagur" en í vinnuverndarvikunni er kjörið fyrir stjórnendur og starfsmenn að efla það vinnuverndarstarf sem þegar er til staðar. Fyrirtæki eru hvött til að nýta sér upplýsingar um öryggi við viðhaldsvinnu sem er að finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins undir flipanum Vinnuverndarvikan 2011.

Þema vikunnar er öryggi við viðhaldsvinnu og er sérstaklega horft til viðhalds véla og tækja. Slagorð vikunnar er: ,,Öruggt viðhald - allra hagur" en í vinnuverndarvikunni er kjörið fyrir stjórnendur og starfsmenn að efla það vinnuverndarstarf sem þegar er til staðar. Fyrirtæki eru hvött til að nýta sér upplýsingar um öryggi við viðhaldsvinnu sem er að finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins undir flipanum Vinnuverndarvikan 2011.

Á síðunni er bæði að finna efni tengt vinnuverndarvikunni og gerð áhættumats, en matið felst í gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Það er lögbundin skylda allra atvinnurekenda að sjá til þess að áhættumat sé unnið fyrir viðkomandi vinnustað.

Sjá nánar á: www.vinnueftirlit.is

Samtök atvinnulífsins