Vinnumarkaður - 

12. maí 2005

Vinnutími á Íslandi hefur styst

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vinnutími á Íslandi hefur styst

Vinnumarkaðsrannsókn (VMR) og launakönnun (LK) Hag-stofunnar sýna að vinnutími hérlendis hefur styst verulega undanfarin ár. Þessar tvær kannanir eru þó frábrugðnar í ýmsum atriðum. Í fyrsta lagi endurspeglar VMR allan vinnu-markaðinn en LK aðeins almenna vinnumarkaðinn. Í öðru lagi byggir VMR á svörum fólks í síma um það hve langur vinnutími þess er en LK byggir á greiddum stundum samkvæmt launabókhaldi fyrirtækja. Í þriðja lagi er meðaltal VMR byggt á öllum svörum óháð starfshlutfalli en LK skilgreinir vinnutíma hjá fullvinnandi fólki, en það er sá hópur sem samanlagt skilar dagvinnuskyldu í dag-, vakta- og yfirvinnu. Í fjórða lagi byggir VMR á vinnutíma í bæði aðal- og aukastarfi en LK byggir niðurstöðurnar einungis á aðalstarfinu.

Vinnumarkaðsrannsókn (VMR) og launakönnun (LK) Hag-stofunnar sýna að vinnutími hérlendis hefur styst verulega undanfarin ár. Þessar tvær kannanir eru þó frábrugðnar í ýmsum atriðum. Í fyrsta lagi endurspeglar VMR allan vinnu-markaðinn en LK aðeins almenna vinnumarkaðinn. Í öðru lagi byggir VMR á svörum fólks í síma um það hve langur vinnutími þess er en LK byggir á greiddum stundum samkvæmt launabókhaldi fyrirtækja. Í þriðja lagi er meðaltal VMR byggt á öllum svörum óháð starfshlutfalli en LK skilgreinir vinnutíma hjá fullvinnandi fólki, en það er sá hópur sem samanlagt skilar dagvinnuskyldu í dag-, vakta- og yfirvinnu. Í fjórða lagi byggir VMR á vinnutíma í bæði aðal- og aukastarfi en LK byggir niðurstöðurnar einungis á aðalstarfinu.

Hærra starfshlutfall kvenna
Samkvæmt VMR hefur meðalvinnutími styst um eina klukku-stund á viku frá árinu 1998 en styttingin er enn meiri frá árinu 2000, eða tæpar tvær stundir, en þá náði vinnutími hámarki. Þessi stytting á rætur sínar í styttri vinnutíma karla en fækkunin hjá þeim er 2,8 stundir á tímabilinu, úr 49,9 stundum í 47,1, en hjá konum lengdist meðalvinnutími um 1,1 stund, úr 34,8 í 35,9. Lenging meðalvinnutíma hjá konum skýrist líklega að einhverju leyti af hækkun starfshlutfalls að meðaltali.

Meðalvinnutími og þörf fyrirtækja fyrir yfirvinnu starsfmanna sveiflast eftir hæðum og lægðum í atvinnulífinu. Árið 2002 er vinnutíminn stystur á því árabili sem hér er gert að umtalsefni en það ár var samdráttur í atvinnulífinu. Síðan hefur meðal-vinnutími farið hægt vaxandi. Þegar litið er á tímabilið í heild kemur hins vegar í ljós skýr leitni í þá átt að yfirvinna er minni en áður.

Stytting um tvær klst hjá körlum, eina hjá konum
Samkvæmt launakönnuninni fyrir almenna markaðinn hefur meðalvinnutími fullvinnandi starfsmanna styst um 1,6 stundir á milli áranna 1998 og 2004, úr 46,9 stundum í 45,3. Stytting meðalvinnutíma skýrist einkum af styttingu meðalvinnutíma karla um 2,1 stund en meðalvinnutími kvenna styttist einnig, eða um 1,1 stund. Þessi umtalsverða stytting meðalvinnutíma karla hefur leitt til þess að ekki munar svo miklu á meðalvinnutíma fullvinnandi karla og kvenna á almennum vinnumarkaði. Meðalvinnutími karlanna var 45,7 stundir en kvennanna 43,9 stundir þannig að munirinn var kominn niður í 1,8 stundir á viku árið 2004 en hann var tæpar þrjár stundir árið 1998.

Samtök atvinnulífsins