Efnahagsmál - 

09. Júlí 2009

Vinnustaðaskírteini tekin í notkun í haust

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vinnustaðaskírteini tekin í notkun í haust

Vinnustaðaskírteini verða innleidd í byggingariðnaði í haust. Þeim er m.a. ætlað að auðvelda eftirlit á vinnustöðum svo hægt sé að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og misnotkun atvinnuleysisbóta.

Vinnustaðaskírteini verða innleidd í byggingariðnaði í haust. Þeim er m.a. ætlað að auðvelda eftirlit á vinnustöðum svo hægt sé að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og misnotkun atvinnuleysisbóta.

Vinnustaðaskírteini er auðkenni starfsmanna sem vinnuveitandi þeirra gefur út. Á því er mynd, nafn og kennitala starfsmanns (eða sjálfvirkum möguleika á tengingu frá starfsmannanúmeri til kennitölu ef hún er ekki skráð á skírteinið).

Viðurkenndir eftirlitsaðilar sem koma á vinnustaði munu nýta vinnustaðaskírteini starfsmanna til að sannreyna með rafrænum hætti hvort kennitala sé rétt, skattkort hafi verið gefið út og einhverjar skattgreiðslur borist. Einnig hvort iðgjöld hafi verið greidd í lífeyrissjóð og hvort starfsmaður hafi viðurkennd starfsréttindi.

Samtök atvinnulífsins