Vinnumarkaður - 

06. September 2012

Vinnandi vegur: Fyrirtækin tóku mjög vel við sér

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vinnandi vegur: Fyrirtækin tóku mjög vel við sér

Fyrirtæki á almennum markaði buðu um níu hundruð störf af þeim fjórtán hundruð sem ráðið var í undir merkjum verkefnisins Vinnandi vegur. Markmiðið var að bjóða fimmtán hundruð störf, helminginn á almennum vinnumarkaði og helming hjá sveitarfélögunum. Þátttaka sveitarfélaga olli vonbrigðum, utan Reykjavíkurborgar, sem tók þátt í verkefninu með mjög myndarlegum hætti.

Fyrirtæki á almennum markaði buðu um níu hundruð störf af þeim fjórtán hundruð sem ráðið var í undir merkjum verkefnisins Vinnandi vegur. Markmiðið var að bjóða fimmtán hundruð störf, helminginn á almennum vinnumarkaði og helming hjá sveitarfélögunum. Þátttaka sveitarfélaga olli vonbrigðum, utan Reykjavíkurborgar, sem tók þátt í verkefninu með mjög myndarlegum hætti.

Fyrirtæki fengu stuðning við að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vor og var áhersla lögð á að virkja þá sem höfðu verið lengi án vinnu. Fyrirtækin skuldbundu sig til að ráða fólk í hálft eða eitt ár og eru sjö af hverjum tíu ráðningarsamningum til árs.

Alls voru 70% þeirra sem fengu vinnu með grunnskólamenntun og tókst þar með að skapa fjölda starfa fyrir þá sem minnsta menntun hafa. Tæp 70% höfðu verið lengur en 12 mánuði án vinnu, svo það tókst að ná til þess hóps sem stefnt var að.

Vinnandi vegur varð til þess að fjórtán hundruð manns fengu vinnu  og um 300 atvinnuleitendur misstu bætur vegna þess að þeir höfnuðu vinnu. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur fækkað um 3.600 síðastliðið ár, þar af eru rúmlega 2.500 sem taka þátt í fyrrgreindu verkefni og verkefninu Nám er vinnandi vegur en alls hófu 1.000 atvinnuleitendur nám haustið 2011 í því átaki. Af þeim eru nú 130 á atvinnuleysisbótum.

Tengt efni af sa.is:

Vinnandi vegur

Atvinnumessa í mars

Samtök atvinnulífsins