Vinnumarkaður - 

03. nóvember 2005

Viltu ráða háskólanema frá Austur-Evrópu?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Viltu ráða háskólanema frá Austur-Evrópu?

Í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins á fyrri hluta árs 2004 opnuðust nýir og spennandi markaðir. Fyrir mörgum fyrirtækjum eru þeir þó framandi en Aiesec, alþjóðleg samtök háskólanema, hafa lagt af stað með sérstakt átak sem miðar að því að aðstoða fyrirtæki í Vestur-Evrópu til að kanna og þróa möguleika sína til útrásar í Austur-Evrópu. Verkefnið ber heitið EuroXperience og hófst í upphafi ársins.

Í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins á fyrri hluta árs 2004 opnuðust nýir og spennandi markaðir. Fyrir mörgum fyrirtækjum eru þeir þó framandi en Aiesec, alþjóðleg samtök háskólanema, hafa lagt af stað með sérstakt átak sem miðar að því að aðstoða fyrirtæki í Vestur-Evrópu til að kanna og þróa möguleika sína til útrásar í Austur-Evrópu. Verkefnið ber heitið EuroXperience og hófst í upphafi ársins.

Lágmarkslaun 130 þúsund

Íslenskum fyrirtækjum stendur nú til boða að ráða til sín háskólanema frá Austur-Evrópu undir merkjum EuroXperience. Ráðningartími er tveir til átján mánuðir, lágmarkslaun eru 130 þúsund krónur á mánuði. Fyrirtæki geta óskað eftir því að ráða nema með ákveðna sérþekkingu en Aisec er með ítarlegan gagnagrunn þar sem er hægt að leita eftir fólki með ákveðna þekkingu og reynslu.

Með verkefninu EuroXperience er íslenskum fyrirtækjum gefinn kostur á að nýta sér hæfileika og menntun útskrifaðra nema frá Austur-Evrópu. Þátttaka í verkefninu getur verið fyrsta skrefið í markaðsrannsókn í ákveðnu landi og jafnframt stutt við fyrstu skrefin inn á nýjan markað og verkefnið getur einnig hjálpað þeim sem þegar eru komnir austur en vilja bæta skilning sinn á hugsunarhætti, menningu og viðskiptaháttum þar.

Þátttökulöndin

Lönd sem taka þátt frá Austur-Evrópu: Albanía, Bosnía & Herzegovina, Búlgaría, Eistland, Hvíta-Rússland, Kazakhstan, Króatía, Lettland, Litháen, Makedónía, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía & Svartfjallaland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland,Úkraína.

Nánari upplýsingar

Til þess að taka þátt eða til þess að fá frekari upplýsingar hafið samband við Aisec á Íslandi, aiesec@hi.is eða við Tómas Kristjánsson, verkefnisstjóra á Íslandi og í stjórn verkefnisins í Vestur-Evrópu, tomas.kristjansson@aiesec.net eða í síma 699-5193.

Samtök atvinnulífsins