Viltu fá fræðslustjóra að láni?

Stjórn starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) hefur samþykkt að hrinda af stað átaki til næstu 18 mánaða með verkefnið „Fræðslustjóri að láni“. Átakið er óháð rétti fyrirtækjanna í sjóðinn og einskorðast við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem greitt hafa til SVS sl. 12 mánuði og eru með heildarfjölda starfsmanna á bilinu 7 til 25. Minni fyrirtæki hafa hingað til ekki átt þess kost að sækja um „Fræðslustjóra að láni“ til sjóðsins vegna takmarkaðs réttar þeirra. Sjóðurinn mun að öllu leyti standa straum af kostnaði verkefnisins af hálfu SVS. Átakið stendur til 31. maí 2017.

Hvað er fræðslustjóri að láni?
„Fræðslustjóri að láni“ er samstarfsverkefni fræðslusjóða innan Samtaka atvinnulífsins og geta fyrirtæki sem greiða starfsmenntaiðgjöld í IÐUNA fræðslusetur, Landsmennt, Starfsafl, Rafiðnaðarskólann, Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og Verkstjórasamband Íslands sótt um.

Verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ byggist á að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greiningu á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins. Afurð verkefnisins er fræðsluáætlun sem fyrirtækið fylgir eftir næstu 12 til 24 mánuði og getur þá byggt áframhaldandi fræðslu á áætluninni.

Þú getur séð mynd af umsóknarferlinu hér.

Hafðu samband

Við hvetjum þig til að hafa samaband og fá nánari upplýsingar.Starfsmenn sjóðsins kynna möguleika fyrirtækisins og næstu skref.

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks
Kringlunni 7, 103 Reykjavík

Sími: 510 1700

starfsmennt@starfsmennt.is
www.starfsmennt.is