Vinnumarkaður - 

19. júní 2001

Villandi auglýsing Sleipnis

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Villandi auglýsing Sleipnis

Í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag sendir Bifreiðastjórafélagið Sleipnir ábendingu til "þeirra sem hyggjast starfa við hópferðaakstur í sumar." Þar eru talin upp nokkur hópferðafyrirtæki sem gerðu kjarasamning við Sleipni sl. sumar vegna félagsmanna í Sleipni. Þess er hins vegar ekki getið að meginþorri starfsmanna í þessum fyrirtækjum er í öðrum stéttarfélögum, aðallega innan Starfsgreinasambandsins, og taka því laun skv. kjarasamningi þess við SA.

Í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag sendir Bifreiðastjórafélagið Sleipnir ábendingu til "þeirra sem hyggjast starfa við hópferðaakstur í sumar." Þar eru talin upp nokkur hópferðafyrirtæki sem gerðu kjarasamning við Sleipni sl. sumar vegna félagsmanna í Sleipni. Þess er hins vegar ekki getið að meginþorri starfsmanna í þessum fyrirtækjum er í öðrum stéttarfélögum, aðallega innan Starfsgreinasambandsins, og taka því laun skv. kjarasamningi þess við SA.

 

Í 1. grein laga nr. 55/1980 segir:

Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.

 

Samkvæmt þessu gildir kjarasamningur SA og Starfsgreinasambandsins sem lágmarkskjör, enda eru þessi samtök heildarsamtök og öxluðu þá ábyrgð og þær skyldur sem því tilheyra með gerð kjarasamnings í mars 2000. Einstakir kjarasamningar Sleipnis hafa því ekkert almennt gildi gagnvart félagsmönnum í öðrum stéttarfélögum eða ófélagsbundnum bifreiðarstjórum.

 

Í auglýsingu Sleipnis er jafnframt að finna villandi upplýsingar um launakjör bifreiðastjóra því birt er tveggja ára gömul launatafla Sleipnis og SA (enda á Sleipnir ósamið við SA).

 

Meðfylgjandi er launatafla SA og Starfsgreinasambandsins vegna hópbifreiðastjóra:

 

                                     Mánaðarlaun.

Byrjunarlaun                          92.803

Eftir 4 ára starfsaldur           98.000

Eftir 8 ára starfsaldur         108.000

 

Að auki greiðist mánaðarlega 3.000 kr. námskeiðaálag  vegna endurmenntunar starfsmanna.

 

Samtök atvinnulífsins