Samkeppnishæfni - 

23. nóvember 2015

Vill leggja ljósleiðara um land allt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vill leggja ljósleiðara um land allt

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill leggja net ljósleiðara um allt Ísland á fáum árum. Hann bendir á að háhraðatengingar séu á um 20-25% heimila á Íslandi en þær eru flestar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall háhraðatenginga er hvergi hærra í heiminum en Sigurður Ingi vill gera betur. „Við erum ekkert sátt við að vera best í heiminum. Við ætlum að ljósleiðaravæða allt landið þannig að 99,99% heimila í landinu verði komin með þessa háhraðatengingu eftir fá ár.“

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill leggja net ljósleiðara um allt Ísland á fáum árum. Hann bendir á að háhraðatengingar séu á um 20-25% heimila á Íslandi en þær eru flestar á  höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall háhraðatenginga er hvergi hærra í heiminum en Sigurður Ingi vill gera betur.  „Við erum ekkert sátt við að vera best í heiminum. Við ætlum að ljósleiðaravæða allt landið þannig að 99,99% heimila í landinu verði komin með þessa háhraðatengingu eftir fá ár.“

Ráðherrann tók þátt í umræðum um fjármál ríkisins á opnum umræðufundi SA með stjórnmálaflokkunum í liðinni viku. Þar benti hann á að það geti falist gríðarleg tækifæri í þessari uppbyggingu innviða, aukið val fólks um búsetu á Íslandi og fjölgað leiðum til að skapa aukin verðmæti fyrir einstaklinga og samfélagið allt.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði mjög skýrt að ef auka ætti fjárfestingar ríkisins þyrfti að draga úr útgjöldum á móti en 74 milljarðar fara í vaxtagjöld ríkisins á ári. „Eina svigrúmið sem ég sé til þess að auka ríkisútgjöld er með lægri skuldum. Eftir því sem við hömrum niður vaxtagjöldin þá erum við að skapa okkur svigrúm til að gera betur á einstaka sviðum.“

Greining efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins sýnir að á árunum eftir hrun var mest sparað í fjárfestingum ríkisins, en ekki var um eiginlegan sparnað að ræða eða hagræðingu heldur var framkvæmdum slegið á frest og útgjöldum frestað. 

„Við stöndum frammi fyrir mjög mörgum framkvæmdum sem ríkið og samfélagið þarf að ráðast í,“ sagði Sigurður Ingi en undirstrikaði að ekki væri hægt að rjúka í þær á þenslutíma.  „Við verðum að gera þetta án þess að einhverjar kollsteypur verði.“

Hægt er að horfa á þennan hluta umræðunnar hér að neðan með því að smella á myndina.

undefined

Tengt efni:

Hvert liggur leiðin