Menntamál - 

22. september 2008

Vika símenntunar stendur yfir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vika símenntunar stendur yfir

Vika símenntunar stendur yfir dagana 22.-28. september 2008. Markmiðið er að auka símenntun í íslensku atvinnulífi og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.

Vika símenntunar stendur yfir dagana 22.-28. september 2008. Markmiðið er að auka símenntun í íslensku atvinnulífi og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.

Miðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum, t.d. með því kynna starfsmönnum fræðslustefnu fyrirtækisins, bjóða upp á námskeið eða fá kynningar frá fræðsluaðilum, stéttarfélögum eða styrktarsjóðum.

Samtök atvinnulífsins